Lancôme – Teint Idole gleði

Vörur sem fjallað er um eru gjafir

Teint Idole línan frá Lancôme er klassík fyrir þær konur sem vilja vörur sem endast vel á húðinni, haldast mattar og eru olíulausar. Upprunalegi farðinn fékk smá yfirhalningu og svo eru snillingarnir hjá Lancôme á Íslandi að gera frábæra hluti með því að bjóða okkur upp á að gera umbúðirnar af cushion-farðanum aðeins persónulegri. Fyrir frekari útskýringar þá lesið þið bara áfram!

Teint Idole farðinn frá Lancôme er löngu orðinn klassískur enda hefur hann verið í framleiðslu hjá Lancôme í rúm 20 ár. Hann fékk nýlega nýtt nafn og nýja flösku – en ekki nýja formúlu og kallast hann nú Teint Idole Ultra Wear sem lýsir eiginleikum hans frekar vel. Hann á að hafa 24 klukkustunda endingu án lagfæringar og hann á ekki að smitast.
Farðinn á sér marga aðdáendur um allan heim og má ætla að þeim fjölgi þessa dagana þar sem að litaúrvalið hefur verið bætt og nú eiga allir að geta fundið sér tón við hæfi.

Formúlan er þekjandi en á sama tíma létt og minnir mig svolítið á “second-skin” farða þar sem farðinn bráðnar einhvernvegin inn í húðina en samt myndi ég ekki setja hann í þann flokk. Áferðin á húðinni er frekar mött en samt með ljóma svo útlitið er náttúrulegt en það eru efni í farðanum sem sjúga í sig olíu til að minnka gljáa. Ég hafði aldrei prófað þennan farða fyrr en ég fékk þetta glas hér að ofan og ég sé svolítið eftir því að hafa ekki prófað fyrr því ég er mjög hrifin. Mér finnst svolítið sterk lykt af farðanum fyrst eftir að maður setur hann á en mér finnst hún hverfa eða venjast hratt samt. Mér finnst farðinn endast vel á mér, hann gefur fallega áferð og það er auðvelt að stýra þekjunni með mismunandi áhöldum og t.d. ef maður vill blanda í rakakrem. Formúlan er með SPF 15 sólarvörn.
Ég nota lit 010 í Teint Idole Ultra Wear og í Teint Miracle og myndi segja að litirnir væru frekar svipaðir og ég varð ekki vör við að þessi farði oxaðist á húðinni eins og “long-wear” farðar gera venjulega.


Teint Idole Ultra Cushion er svo önnur útgáfa af Teint Idole farða en sú er fljótandi farði í “svamp”-formi en hann er aðeins léttari og með náttúrulegri áferð (minni þekju) en fljótandi farðinn hér að ofan. Ég myndi lýsa áferðinni á þessum sem demi-mattri og endingin er mjög góð þó hún nái hinum ekki alveg. Formúlan gefur meiri raka og kælir húðina við ásetningu svo þetta er fullkomið til að laga förðun yfir daginn/kvöldið. Allure verðlaunaði cushion-farðann árið 2016 og ég verð að vera sammála þeirri úthlutun því þetta er svo þægilegt fyrir okkur sem eigum það til að mála okkur í bílnum. Formúlan er með SPF 50 sólarvörn svo farðinn er fullkominn fyrir sumarið.

Þessa dagana stendur yfir spennandi kynning í Lyfjum og Heilsu í Kringlunni og Glerártorgi (frá fimmtudeginum 30. mars til sunnudagsins 2. apríl) þar sem allar vörur frá merkinu eru á 20% afslætti og þar eru kaupaukar í boði. Það sem gerir þessa kynningu þó extra spennandi er það að þið getið fengið áletrun á Teint Idole Ultra Cushion boxin sem þið kaupið eða ef þið eigið box fyrir þá getið þið keypt fyllingu og látið merkja boxið. Það er fátt eins skemmtilegt og persónulegt eins og merktar snyrtivörur. Áletrunin verður í boði milli 14 og 18 á bæði fimmtu- og föstudag en á laugardaginn frá 13 til 17. Ég mæli með að þið kíkið við og skoðið þær nýjungar sem eru í boði og nýtið afsláttinn á kynningunni.

NÝLEGT Í MAC: Colour Rocker og varaskrúbbar

Nýlega komu tvær nýjar línur í MAC á Íslandi, Colour Rocker og varaskrúbbarnir sem ég hef setið á mér með að skrifa um síðan í janúar. Ég var búin að kaupa mér úr báðum línum í New York fyrr á þessu ári og þegar að vörurnar komu hingað var ég svo lánssöm að fá einn varalit í viðbót að gjöf út Colour Rocker línunni.

Fyrst vil ég segja ykkur frá Colour Rocker línunni sem samanstendur af 28 möttum varalitum í mismunandi litum. Ég keypti mér Mud Wrestler sem er að mínu mati fallegasti nude-litur sem ég hef prófað. Hann er silkimjúkur og fullkominn litur fyrir mig, hlutlaus beige sem er ekki of “peachy” og ekki of brúnn. Liturinn sem ég fékk frá MAC á Íslandi var svo Evening Buzz sem er gráleitur-lavender litur, litur sem ég hefði ekki valið mér sjálf en þegar að ég prófaði hann var ég mjög hrifin. Hann er enn mýkri en Mud Wrestler og áferðin á báðum er mjög “smooth”. Línan er í klassískum MAC umbúðum og henni fylgir ekki nein skreyting. Mig minnir að varalitir í MAC kosti 3490 krónur (ég keypti varalit um daginn en finn ekki kvittunina til að kíkja á verðið).

Næsta vara er Lip Scrubtious varaskrúbbur og ég keypti mér Summer Berry sem er dökkur berjalitur sem ilmar dásamlega. Skrúbburinn er sykurskrúbbur og olían í honum gefur vörunum næringu og gerir þær mjúkar. Mér finnst hann mjög þægilegur og ég er mjög sátt með hvað hann undirbýr varirnar vel fyrir varaliti, sérstaklega þegar að maður ætlar að nota matta varaliti sem vilja ýkja allar misfellur. Mig langar í vanilluskrúbbinn og hef hann á óska-innkaupalistanum mínum svo ég get sagt að ég mæli með Lip Scrubtious skrúbbunum.

Endilega kíkið á þessar nýju og vönduðu varavörur í MAC en þið fáið faglega aðstoð í verslununum við val á vörum frá snillingunum sem vinna þar.

NÝTT: URBAN DECAY – FULL SPECTRUM

Varan er keypt af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum

Það hafa margir beðið spenntir eftir Full Spectrum pallettunni frá Urban Decay en hún lenti  í Urban Decay “counternum” í Hagkaup Smáralind nýlega. Í fyrra kom á markað palletta í takmörkuðu upplagi sem hét Spectrum sem einkenndist af björtum litum, hún sló í gegn hjá snyrtivöruunnendum og því ákvað Urban Decay að taka þá pallettu alla leið og nú höfum við Full Spectrum sem mér skilst að sé einnig í takmörkuðu upplagi. Pallettan mín var keypt  fyrir um það bil mánuði og ég var búin að prófa flesta liti áður en þær komu í sölu hér. Ég ætla bara að renna örsnöggt yfir og sýna ykkur myndir af pallettunni.

Full Spectrum minnir á regnboga enda er spectrum litróf á íslensku. Skuggunum er raðað eftir lita-fjölskyldum og við höfum allt frá björtum, skærum og áberandi litum út í dökka og meira “muted” liti, áferðirnar eru margar og mismunandi. Það er hægt að búa til svo margar samsetningar og mismunandi útkomur með þessari pallettu, ef þið ætluðuð að prófa þær allar væruð þið búin að blanda af ykkur húðina – nokkrum sinnum!

Augnskuggarnir eru flestir silkimjúkir og koma vel út á augnlokinu en ég mæli samt með að nota primer til að fá “intense” lit og líka svo skuggarnir liti ekki húðina undir. Ég hef verið að leika mér með pallettuna svona til að róa mig niður fyrir próf og er mjög hrifin. Ég hafði heyrt slæma hluti um nokkra staka liti sem áttu ekki að vera nógu góðir í blöndun eða ekki nógu góðir en verð að segja að þeir komu mér virkilega jákvætt á óvart. Litirnir eru mjúkir en ekki eins “buttery” og maður er vanur frá Urban Decay en það kemur ekki niður á blöndun eða “pigmenti” t.d. hvíti matti liturinn er svolítið púðurkenndur (sem getur verið algengt í möttum formúlum). Fade, Midnight Blaze, Bump og Goldmine eru litirnir sem mér finnst mega vera betri/mýkri/auðblandanlegri/litsterkari. Uppáhalds litirnir mínir eru Minx, Alchemy, Gossip, Jones og Warning.

Umbúðirnar eru mjög “massívar” sem mörgum hefur þótt frekar skrýtið en mér persónulega finnst vera snilld. Í lokinu er stór spegill og það er segull sem heldur henni lokaðri svo það er hægt að ferðast með hana. Á lokinu er regnbogalitað/litrófslitað UD merki og nafn pallettunnar sem gerir hana áberandi innan um aðrar svartar pallettur. Það fylgir tvöfaldur bursti með pallettunni, öðru megin er blöndunarbursti og hinum megin er bursti sem hentar vel í að pressa augnskugganum á augnlokið. Burstarnir sem fylgja Urban Decay pallettum eru gerviháraburstar og mjög hentugir í snyrtibudduna sem maður grípur með sér en mitt uppáhald er reyndar að nota þá í kremvörur.

Pallettan inniheldur 21 augnskugga sem eru 1,2 grömm hver svo þetta er ein veglegasta pallettan á markaðnum í dag. Mér skilst að verðið á henni sé í kringum 8490 krónur svo hver skuggi er að koma út á c.a. 404,3 krónur fyrir hvern augnskugga. Mér persónulega finnst pallettan 100% þess virði og ég ELSKA að kaupa pallettur því það eru alltaf einhverjir litir sem ég hefði ekki valið mér sjálf, ef ég væri að versla í stöku, sem ég enda svo á að elska þegar að ég prófa þá. Í þessari pallettu var það Hatter sem er mjööööög skærgrænn litur! Full Spectrum er fullkomin í jóla-/afmælis-/tækifærisgjafir fyrir alla snyrtivöruunnendur á öllum aldri, hún hefur gott “value-for-money” og ýtir manni í að prófa að fara út fyrir þægindarammann!

Þar til næst,
Þórunn

3 dagar í Urban Decay – 3 vörur af mínum óskalista

ud3

Í dag eru 3 dagar í að Hagkaup í Smáralind opni endurbætta verslun sem mun innihalda eitt af mínum “all-time” uppáhalds merkjum en það er Urban Decay. 3 dagar! Ég er mjög spennt og langaði að segja ykkur frá þessu (alveg óumbeðin samt) en verslunin mun opna klukkan 10:00 þó svo að húsið opni 06:00. Milli 08:00 og 10:00 verður skemmtilegt happadrætti þar sem þeir sem eru mættir eiga möguleika á að vinna glæsilega UD vinninga (ég frétti að þeir væru sérstaklega flottir). Fyrstu 100 sem versla fá glaðning frá UD sem er ekki amalegt.

Þar sem að í dag eru 3 dagar í opnun tók ég saman 3 vörur sem mig langar í frá merkinu (aldrei að vita hvort ég kaupi þær kannski á laugardaginn):

All Nighter farðinn frá Urban Decay finnst mér vera mjög spennandi farði. Ég elska Naked Skin Foundation (kaupi hann aftur og aftur, á alltaf backup ef ég skyldi klára hann) svo ég hlakka til að prófa þennan og sjá hvort hann sé jafn góður eða jafnvel betri. Farðinn á að vera mjög þekjandi, mattur og vatnsheldur svo hann endist og endist.

Moondust pallettan frá Urban Decay er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Moondust augnskuggarnir eru mjög “sparkly” og minna svolítið á eye-dust því þau eru litsterk, áberandi og glitrandi. Litirnir í pallettunni eru mjög skemmtilegir (ég er sérstaklega veik fyrir þessum bláa) og ég get ekki beðið eftir að geta skoðað hana betur. Ég hef swatchað hana tvisvar áður og get ekki enn hætt að hugsa um hana.

Síðasta varan er 24/7 augnblýantur í litnum Heartless frá Urban Decay en Heartless er fölbleikur sanseraður augblýantur sem er hugsaður sem fjölnota vara. Það má nota hann sem venjulegan augnblýant en það er einnig hægt að nota hann allsstaðar þar sem maður vill birtu eða ljóma (t.d. innri augnkrók, vatnslínu, undir augabrún eða á kinnbein). Ég er tvisvar búin að reyna að kaupa hann erlendis en hann hefur alltaf verið uppseldur svo Urban Decay í Smáralind – I’m coming for you!

Þetta eru 3 vörur af mínum óskalista, listinn spannar auðvitað næstum allar vörur sem ég á ekki nú þegar svo þetta var erfitt val. Ég hlakka til að geta skoðað þær og hlakka einnig til að geta skotist út í búð þegar að mig langar í eitthvað frá merkinu og sleppa við netpantanirnar, biðina og vesenið sem fylgir því að panta vörur að utan. Ég vona að þið verðið jafn ánægð með komu Urban Decay til Íslands eins og ég og ég hlakka til að rekast á ykkur í Smáralind.

Fyrir áhugasama er facebookviðburður hér: https://www.facebook.com/events/336462320048197/

Þar til næst,
Þórunn

 

Nýjungar frá YSL – Touche Éclat Event

IMG_6907

Yves Saint Laurent á Íslandi var að fá nýjungar frá merkinu; Touche Éclat Blur Primer, Touce Éclat Blur Perfector og nýjan lit af gullpennanum víðfræga (Touché Éclat). Ég fékk að prófa þessar nýjungar og fannst ég verða að segja ykkur frá þeim í dag þar sem að svokallaður Touche Éclat Event á vegum Yves Saint Laurent fer fram í kvöld.

IMG_6916

Primerinn og pennann fékk ég í fullri stærð og verð að segja að ég er mjög hrifin.
Primerinn er með örfínum “glimmer”-ögnum sem verða að ómótstæðilegum ljóma þegar að primerinn er settur á húðina. Ég er alltaf mjög hrifin af primerum sem eru í léttari kantinum (þ.e. meira fljótandi heldur en krem) og því var þetta frábær viðbót í safnið. Primerinn er sá fyrsti frá merkinu sem mætti kalla “ljómaprimer”, hann jafnar húðlitinn, “blörrar” fínar línur og áberandi svitaholur sem flestar vilja fela en á sama tíma gerir hann húðina meira ljómandi og frísklegri. Primernum er eins og öðrum primerum þó ætlað að gera farðaásetningu auðveldari og láta farðann endast lengur á andlitinu. Hann ilmar mjög svipað og Le Teint Touche Éclat farðinn þegar að maður er búinn að pumpa honum á handarbakið eða plötu og lyktin hverfur á 1-2 mínútum. Ég er mjög sátt við útkomuna og farðinn var enn fallegur (og á andlitinu!) þegar að ég kom heim úr vinnunni í gær eftir að hafa svitnað eins og svín á þeytingi útum allt og gleymt mér örugglega milljón sinnum og nuddað andlitið.

Nýji liturinn af Touche Éclat pennanum er mjög fallegur, hann er númer 2.5 (ég á líka penna númer 2, skal gera swatch hlið við hlið og setja á facebook) og liturinn kallast Luminous Vanilla. Penninn á skilið langa og ítarlega umfjöllun svo ég ætla að stikla á stóru. Touche Éclat penninn er svokallaður ljómapenni, hann hylur og gefur húðinni meiri ljóma og “highlight”-ar þau svæði andlitsins sem að maður vill leggja áherslu á. Yves Saint Laurent kallar pennan 8 klukkustunda svefn í einu klikki sem er í raun nokkuð réttnefni því hann gerir dagana þar sem svefninn var ekki alveg í lagi umtalsvert bærilegri útlitslega séð (um leið og einhver framleiðir raunverulegan 8 klukkustunda svefn í penna þá má sá hinn sami hafa samband við mig!).

IMG_6911

 

Að lokum fékk ég svona flotta prufu af Touche Éclat Blur Perfector sem er svolítið sérstök vara. Það má eiginlega kalla Blur Perfectorinn púður í krem/áburðarformi, hann er með svipaða áferð og varasalvi þegar að hann er í dollunni en hann er mattur og fallegur á húðinni. Áferðin sem hann gefur er eins og nafnið gefur til kynna svolítið “blörruð” og húðin virðist vera fullkomin, húðlitur jafnari og ljómi yfir henni en á sama tíma er hún möttuð. Það má nota Blur Perfector einan og sér eða yfir farða, hann hentar sérstaklega vel til þess að fríska upp á andlitið yfir daginn þegar að maður er farinn að glansa óhóflega mikið. Ég var frekar stressuð þegar að ég potaði í prufuna í fyrsta skipti um að þetta yrði eins og smjör í andlitinu en þegar að ég var búin að setja á mig þá hurfu allar áhyggjur. Ég er með áberandi svitaholur á kinnunum sem að pirra mig og þetta var akkúrat það sem ég þurfti til þess að jafna þær út. Fyrir þær sem eru að velta því fyrir sér hvort ég ætli mér að kaupa Blur Perfector í stærri umbúðum þegar að prufan klárast þá er svarið já!

Að lokum vildi ég benda ykkur á Touche Éclat Event sem Yves Saint Laurent stendur fyrir í Hagkaup Kringlu í kvöld frá 19-21. Í boði verða léttar veitingar, allir gestir fá þriggja daga prufusett með vörum frá merkinu (á meðan birgðir endast), það verða sýnikennslur þar sem nýju vörurnar verða sýndar ásamt öðrum eldri. Allir sem versla vörur frá Yves Saint Laurent í Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum í dag fara í pott og eiga möguleika á að vinna veglega gjöf frá merkinu. Það verða YSL-dagar í áðurnefndum verslunum frá 16.-22. apríl þar sem kaupauki fylgir tveimur eða fleiri vörum keyptum frá merkinu.
Það allra besta er þó að á meðan að kynningu stendur í kvöld verður 20% afsláttur af öllum vörum frá Yves Saint Laurent!

Þar til næst,
Þórunn

Vörur sem er fjallað um í þessari grein voru sendar sem sýnishorn, greinin endurspeglar samt sem áður hreinskilið álit greinarhöfundar á vörunum.