NÝTT: MAC – WORK IT OUT

Vörur sem fjallað er um eru bæði keyptar af greinarhöfundi og sendar sem gjöf

Nýlega kíkti ég á kynningu í MAC í Smáralind þar sem margar af samfélags- og fjölmiðlakonum landsins komu saman til að sjá nýjustu línu MAC sem kallast Work It Out. Línan er innblásin af litasprengju áttunda áratugarins og litapallettan endurspeglar það fullkomlega, vörurnar koma í áberandi sterkum og fallegum litum og heildarmynd línunnar er ótrúlega vel heppnuð. Ég fékk eina vöru úr þessari línu með mér heim í poka og fór svo daginn eftir og bætti við annari.

Hér er varan sem ég keypti mér en þetta er glossið Crystal Glaze Gloss og ég keypti litinn Sixxx Pack sem er barbíbleikur. Glossið er silkimjúkt og gefur vörunum mikla næringu en það minnir mest á lituðu varasalvana sem MAC seldi fyrir mörgum árum og voru í miklu uppáhaldi hjá mér því formúlan er laus við klístur og er “instant” rakabomba. Liturinn er passlega sterkur og er frekar kaldbleikur á vörunum og glossið helst frekar vel á. Ég tók það með til London yfir helgina og er alveg heilluð og er alvarlega að íhuga að kaupa mér Nice Cheeks litinn.

Hér er svo varan sem ég fékk í pokanum heim en það er In Extreme Dimension maskari í litnum Warm Up. Formúlan er mjög sérstök en hún minnir mig meira á “mousse” heldur en venjulegan maskara. Formúlan á að vera nærandi og á ekki að flagna af/molna niður yfir daginn. Þessi maskari kom í 16 litum í þessari línu og ég var spenntust fyrir bláum lit sem ég prófaði á kynningunni en þessi kom mér ótrúlega á óvart. Burstinn er sérstaklega stór og tekur í sig mikla formúlu og dreifir henni jafnt yfir hvert einasta augnhár. Endinn á burstanum er með hárum og hann nær vel í bæði innri og ytri augnkrók og líka góður í að setja maskara á neðri augnhárin. Mér finnst formúlan klessast svolítið en það er í góðu lagi því “klessurnar” gera litinn meira áberandi. Liturinn sést ekki vel í fjarlægð en “up close” er hann frábær, sérstaklega við bláa/fjólubláa augnförðun eins og þið sjáið hér að neðan.

Jújú, mikið rétt, ég get enn málað mig þó þið sjáið það sjaldan. Ég er þó að taka mig á í því og reyna að vera aðeins duglegri að nota snyrtivörurnar mínar en ég hef verið í rosalegri lægð, andlega og líkamlega, en vonandi fer að birta til. Litagleðin í þessari línu hressti mig allavega svolítið við (og að skreppa til London síðustu helgi) svo þið gætuð farið að sjá aðeins meira af mér á næstunni þó það séu alveg að koma próf og ég alveg núll undirbúin.

Nóg um mig í bili! Þið finnið þessa gullfallegu línu einungis í MAC í Smáralind og það er gaman að segja frá því að verðin í MAC lækkuðu hressilega fyrir ekkert svo löngu síðan og því enn skemmtilegra að versla en áður, ég er búin að tapa kvittuninni minni fyrir því sem ég keypti en mig rámar í að ég hafi séð augnhár á 2490 krónur sem voru áður mun dýrari. Ég hvet ykkur til að kíkja!

NÝTT: MAC X MARIAH CAREY

Færslan er ekki kostuð

Í DAG kom nýjasta lína MAC í verslanir á Íslandi en það er samstarf söngkonunnar/dívunnar Mariah Carey og MAC. Eftirvæntingin hefur verið gríðarleg og línan selst upp mjög hratt allsstaðar þar sem hún fer í sölu og ég held sjálf að Ísland verði engin undantekning. Það var þó eitthvað til í Kringlunni áðan þegar að ég kom við á leiðinni úr vinnunni. Umbúðirnar eru einar mestu glam-umbúðir sem ég hef séð frá MAC og einkennast af silfurglimmeri og gulllit. Ég er búin að prófa þrjár vörur úr línunni; fljótandi eyelinerinn (This Is My Night), bleika kinnalitinn (You’ve Got Me Feeling) og gloss (Dreamlover). Ég ætla að sýna ykkur nokkrar vörur úr línunni og setja með komment við þær sem ég prófaði. Ég fékk myndirnar af netinu samt.

This Is My Night er brúnsvartur fljótandi eyeliner, frábær formúla sem er auðvelt að setja á og hreinsa af. Var búin að gleyma hvað þessi formúla er góð – ég átti einu sinni alltaf nokkur eintök í einu.

Glossarnir eru gullfallegir, ég fékk Dreamlover að gjöf og elska hvað það er áberandi en á sama tíma passlega “muted” (já ég veit að ég tala í þversögn þarna). Mig langar að bæta við Rainbow Interlude glossinu sem er þetta ljósasta.

Varalitirnir eru svo fallegir, ég átti erfitt með að hemja mig í búðinni áðan því mér þykja umbúðirnar svo fullkomnar.

 

Kinnalitirnir eru súper fallegir og ég á þennan efri sem kallast You’ve got me feeling.

 

 

Ég hvet ykkur til að kíkja í næstu MAC verslun og skoða línuna, ég er allavega að íhuga að koma við aftur og kannski mögulega bæta smá við.

Þar til næst,
Þórunn

Haustlína: Sonia Rykiel x Lancôme

dsc_0342Vörurnar voru gjöf send óháð umfjöllun

Haustið er svo sannarlega komið og það þýðir bara eitt – haustlínur! (og heimaverkefni). Ég ætla að smella mér í þessa bókstaflega einstöku haustlínu Lancôme sem var unnin í samstarfi við tískugoðsögnina Sonia Rykiel sem lést nú á dögunum en hvert einasta smáatriði í bæði umbúðum og vörum línunnar er úthugsað og í anda Soniu. Ég var svo heppin að fá nokkrar vörur úr henni sendar og er búin að gera mér ferð í búð til að skoða restina af línunni sem er mjög falleg. Þessi færsla inniheldur “nokkrar” myndir fyrir ykkur svo endilega lesið áfram.

dsc_0352

Naglalökkin í línunni eru 4, hvítt, khaki, blátt og einhverskonar kóral-litur. Ég fékk khaki lakkið sem kallast Café Philo (ekki dæma það í glasinu, það þornar svo fallega) og svo hvíta sem kallast Café Blanc. Ég er mikill aðdáandi Lancôme naglalakka og get sagt með fullri vissu að þau eru í top 3 hjá mér. Hvíta lakkið í þessari línu er þó það allra magnaðasta því hvít naglalökk geta oft verið þunn eða litið út eins og tippex en Café Blanc en með mikla þekju, fljótt að þorna og mjög fallegt á nöglunum.

dsc_0357

Pallettan sem rataði með mér heim kallast Parisian Spirit og er falleg bleik-fjólu-plómu-tóna palletta. Pallettan er mjög fjölhæf og það er hægt að gera allt frá léttri dagförðun út í dökkt smokey. Pallettan “coverar” flestar áferðir en í pallettunni eru 2 mattir skuggar, 2 glimmer-skuggar og 5 satín. Þessir 2 lengst til hægri á myndinni hér að neðan eru svo skuggar sem hægt er að nota sem eyeliner og augnskugga. Á límmiðanum í lokinu eru hugmyndir af 2 lookum sem er hægt að gera með pallettunni. Mér finnst pallettan góð og formúlan ein sú besta sem ég hef séð frá Lancôme, eini liturinn sem ég er ekki alveg viss hvort ég elski er litur númer 3 frá vinstri sem virkar mjög vel sem hvítt/silfur-glimmer en hefur litla þekju. Ég get ekki valið mér uppáhaldslit en finnst skuggi 6 sérstaklega áhugaverður. Hér fyrir neðan eru watches en þau heppnuðust ekkert sérstaklega vel, þið verðið bara að fyrirgefa.

dsc_0366

dsc_0396

dsc_0355

Að lokum langar mig að sýna ykkur varalitina sem komu en þeir eru alveg ný hugmynd hjá Lancôme en á öðrum endanum höfum við mjög litsterka og endingargóða varaliti og á hinum höfum við svo litað gloss í blýantsformi. Það er auðvelt að gera varirnar bæði mjög afgerandi afmarkaðar sem og náttúrlegar með “blörruðum” útlínum og hægt að leika sér með litina. Í línunni eru 4 litir í boði en ég fékk litina M01 French Sourire og A02 Parisian Spirit og er mjög sátt með báða og þessi bleiki er alltaf í veskinu. Eini ókosturinn við þessa blýanta er þó að það þarf að ydda þá með feitum yddara og því mæli ég með að setja þá inn í frysti í c.a. hálftíma áður en þið yddið þá svo það sé auðveldara. Hér sjáið þið svo swatches.

dsc_0407

Í línunni má einnig finna sérstakt svampfarðabox sem hentar t.d. fyrir Miracle Cushion farðann. Boxið er svart með röndum, spegli í lokinu og það er selt tómt og maður kaupir sér bara þá fyllingu sem maður vill (ég mun útskýra fljótlega af hverju ég orða þetta svona). Mig langar smá að kaupa mér boxið því mér finnst það svo hrikalega flott.

Um helgina er kynning og það þýðir að það 20% afsláttur af öllum vörum frá Lancôme og glæsilegur kaupauki í Lyfjum og heilsu í Kringlunni. Einnig er kynning í Lyfjum og heilsu á Glerártorgi í dag, laugardag. Fagmenn frá Lancôme veita góð ráð og aðstoða viðskiptavini við val á vörum svo það er um að gera að kíkja á þær. Það er vinnuhelgi hjá mér þessa helgina og planið er auðvitað að kíkja við hjá Lancôme í Lyfjum og heilsu! Línuna fáið þið annars á flestum (ekki öllum) sölustöðum Lancôme, hún kemur í takmörkuðu upplagi og verður sannarlega einstök sökum fráfalls Soniu.

Þar til næst,
Þórunn

ICON – klassískur glamúr frá Make Up Store

DSC_0003

Lights, camera…action! A silver screen goddess. Timeless, classic with a sensual style. She makes an impression. She’s the ICON of beauty.”

Nýlega fékk ég þessa stórkostlegu augnskugga að gjöf úr nýjustu línu Make Up Store sem kallast Icon. Icon er lína sem heiðrar nokkrar af gyðjum kvikmyndasögunnar, Lizu, Marylin og Barböru og væri best lýst sem fullkominni bjútílínu, fullkomnar varir og einföld en falleg augnförðun. Ég fékk Lizu og Barböru með mér heim í poka og dembdi mér beint í að prófa og ég verð að segja, þeir eru sérstaklega vel heppnaðir. Ég ætla ekki að fara mjög djúpt í að segja ykkur frá þeim en ég læt svo förðun fylgja á næstunni.

DSC_0004

barbara

Barbara er hvítur og mjög þéttur augnskuggi með léttu “shimmeri”, það er auðvelt að vinna með hann og mér finnst liturinn fullkominn á augnlokin (og líka í létt highlight, það þarf að vera mjöög létt því þessi augnskuggi er svakalegur).

liza

Liza er alveg mattur dökkur litur, mér finnst hann eiginlega vera svart-grænn en ég get ekki alveg ákveðið hvernig hann er á litinn. Hann er frábær skyggingarlitur og líka til að gera “reykta” eyelinerlínu eða afskaplega fíngerða línu til að skerpa á augnháralínunni. Ég er búin að prófa hann í “smokey” förðun og bjútíförðun og er hrikalega ánægð með útkomuna. Liturinn blandast auðveldlega og mér finnst allt fullkomnað með “Not So Dark” augnblýantinum frá Make Up Store. Ég er alltaf að prófa mig áfram í mjög dökkum augnförðunum og finnst þessi litur með þeim allra bestu möttu litum sem ég hef séð í mjög langan tíma.

DSC_0010

Nýja formúlan hjá Make Up Store er alltaf að verða betri og betri og fullkomnari og fullkomnari. Augnskuggarnir frá Make Up Store eru risastórir og maður er að fá frábæra vöru og mikið magn af henni fyrir peninginn. Ég er búin að vera að prófa mismunandi áferðir af nýju formúlunni og hún er mjög “jöfn”, ég hef ekki prófað skugga sem er áberandi verri en aðrir.

Icon er lína sem lætur mann langa að sitja við gamaldags snyrtiborð með klassísk förðunarljós, í silkislopp og með fullkomið hár og mála sig. Litirnir eru fullkomnir við öll tilefni, allar árstíðir og sama hvort það sé dagur eða kvöld. Marylin er litur sem ég held ég verði að kaupa líka en hann er silfur-fjólu-gráblár og ég held hann sé frábær. Litirnir sem ég á nú þegar eru fullkomnir við dökkar varir og það er fallegur rauðbleikur litur í línunni.
Ég hvet ykkur til að kíkja við í Make Up Store í Smáralind og skoða línuna, þið getið potað í skuggana og splæst í þá sem heilla ykkur hjá yndislegu stelpunum í Make Up Store!

Þar til næst,
Þórunn

Vörur sem er fjallað um í þessari grein voru sendar sem sýnishorn, greinin endurspeglar samt sem áður hreinskilið álit greinarhöfundar á vörunum.