Lancôme – Teint Idole gleði

Vörur sem fjallað er um eru gjafir

Teint Idole línan frá Lancôme er klassík fyrir þær konur sem vilja vörur sem endast vel á húðinni, haldast mattar og eru olíulausar. Upprunalegi farðinn fékk smá yfirhalningu og svo eru snillingarnir hjá Lancôme á Íslandi að gera frábæra hluti með því að bjóða okkur upp á að gera umbúðirnar af cushion-farðanum aðeins persónulegri. Fyrir frekari útskýringar þá lesið þið bara áfram!

Teint Idole farðinn frá Lancôme er löngu orðinn klassískur enda hefur hann verið í framleiðslu hjá Lancôme í rúm 20 ár. Hann fékk nýlega nýtt nafn og nýja flösku – en ekki nýja formúlu og kallast hann nú Teint Idole Ultra Wear sem lýsir eiginleikum hans frekar vel. Hann á að hafa 24 klukkustunda endingu án lagfæringar og hann á ekki að smitast.
Farðinn á sér marga aðdáendur um allan heim og má ætla að þeim fjölgi þessa dagana þar sem að litaúrvalið hefur verið bætt og nú eiga allir að geta fundið sér tón við hæfi.

Formúlan er þekjandi en á sama tíma létt og minnir mig svolítið á “second-skin” farða þar sem farðinn bráðnar einhvernvegin inn í húðina en samt myndi ég ekki setja hann í þann flokk. Áferðin á húðinni er frekar mött en samt með ljóma svo útlitið er náttúrulegt en það eru efni í farðanum sem sjúga í sig olíu til að minnka gljáa. Ég hafði aldrei prófað þennan farða fyrr en ég fékk þetta glas hér að ofan og ég sé svolítið eftir því að hafa ekki prófað fyrr því ég er mjög hrifin. Mér finnst svolítið sterk lykt af farðanum fyrst eftir að maður setur hann á en mér finnst hún hverfa eða venjast hratt samt. Mér finnst farðinn endast vel á mér, hann gefur fallega áferð og það er auðvelt að stýra þekjunni með mismunandi áhöldum og t.d. ef maður vill blanda í rakakrem. Formúlan er með SPF 15 sólarvörn.
Ég nota lit 010 í Teint Idole Ultra Wear og í Teint Miracle og myndi segja að litirnir væru frekar svipaðir og ég varð ekki vör við að þessi farði oxaðist á húðinni eins og “long-wear” farðar gera venjulega.


Teint Idole Ultra Cushion er svo önnur útgáfa af Teint Idole farða en sú er fljótandi farði í “svamp”-formi en hann er aðeins léttari og með náttúrulegri áferð (minni þekju) en fljótandi farðinn hér að ofan. Ég myndi lýsa áferðinni á þessum sem demi-mattri og endingin er mjög góð þó hún nái hinum ekki alveg. Formúlan gefur meiri raka og kælir húðina við ásetningu svo þetta er fullkomið til að laga förðun yfir daginn/kvöldið. Allure verðlaunaði cushion-farðann árið 2016 og ég verð að vera sammála þeirri úthlutun því þetta er svo þægilegt fyrir okkur sem eigum það til að mála okkur í bílnum. Formúlan er með SPF 50 sólarvörn svo farðinn er fullkominn fyrir sumarið.

Þessa dagana stendur yfir spennandi kynning í Lyfjum og Heilsu í Kringlunni og Glerártorgi (frá fimmtudeginum 30. mars til sunnudagsins 2. apríl) þar sem allar vörur frá merkinu eru á 20% afslætti og þar eru kaupaukar í boði. Það sem gerir þessa kynningu þó extra spennandi er það að þið getið fengið áletrun á Teint Idole Ultra Cushion boxin sem þið kaupið eða ef þið eigið box fyrir þá getið þið keypt fyllingu og látið merkja boxið. Það er fátt eins skemmtilegt og persónulegt eins og merktar snyrtivörur. Áletrunin verður í boði milli 14 og 18 á bæði fimmtu- og föstudag en á laugardaginn frá 13 til 17. Ég mæli með að þið kíkið við og skoðið þær nýjungar sem eru í boði og nýtið afsláttinn á kynningunni.

Cushion kinnalitur frá Lancôme

Varan er gjöf

Það er komið svolítið síðan þessi nýjung frá Lancôme kom á markað en hér er hún loksins mætt. Hér höfum við nýjustu kinnalitaformúluna frá merkinu sem er í Cushion-formi eins og farðarnir sem Lancôme hefur sett á markað síðustu misseri.

Formúlan er mjög litsterk og það þarf mjög lítið fyrir náttúrulega útkomu en það er einhverskonar ljómi í kinnalitnum svo áferðin er extra frískleg. Það er auðvelt að byggja formúluna upp ef manni finnst liturinn ekki nægjanlegur en formúlan er ofur-létt og fljótandi í svampinum og blandast fullkomlega á húðinni, alveg sama hvað maður setur mikið. Það þarf að dúmpa henni á húðina og mér finnst best að nota bara fingurna eða bursta en svampurinn er samt þægilegur valmöguleiki þegar að maður er að hafa sig til á ferðinni. Liturinn dofnar aðeins fyrr heldur en ef ég væri að nota púðurkinnaliti en þó ekki þannig að maður taki sérstaklega eftir því, ég myndi kannski segja að hann væri farin að dofna örlítið eftir heilan 8 tíma vinnudag en ég er ánægð með endinguna.

Formúlan inniheldur rakagefandi efni og hefur kælandi áhrif sem er stundum mjög vel þegið, mér er alltaf heitt í framan svo ég elska allt svona kælandi og finnst það svo frískandi. Rakagefandi efnin eru mjög praktísk sérstaklega núna yfir vetrarmánuðina þar sem húðin vill verða þurr og leiðinleg (það snjóaði í gær, það kemur ekki vor alveg strax) og þá er gott að geta lagt púðrinu sem vill stundum hafa þurrkandi eiginleika. Einnig er kinnaliturinn mjög sniðugt lausn fyrir þá sem elska ljómandi og “dewy” áferð á húðinni ásamt því að halda lúkkinu sem allra náttúrulegustu sem ég er að vona að við förum að sjá meira af á næstu mánuðum, ég er alveg búin með þessa möttu tísku og er alveg til í að leggja henni í nokkur ár.

Umbúðirnar eru eins og áður segir Cushion umbúðir þar sem svampur sem er fullmettaður af fljótandi formúlu er settur í box og á slíkum umbúðum er nauðsynlegt að hafa tvöfalda lokun, þétta lokun til að svampurinn þorni ekki upp og svo lokun á boxinu sjálfu. Í lokinu er spegill og það fylgir lítill og sætur svampur með. Kinnaliturinn er minni en farðarnir, mér finnst hann þó hafa heilmikið value því mér finnst ég rétt pota í svampinn fyrir passlegt magn.

Ég mæli með því að þið skellið ykkur á næsta sölustað Lancôme og kíkið á kinnalitina, það eru 3 yfirtónar og hver tónn hefur 2 liti. Tónarnir eru ljósbleikir litir, berjalitir og kórallitir. Minn kinnalitur er litur 024 Sparkling Framboise og ég hef augastað á 02 Rose Lemonade og 032 Splash Corail.

Nýr La Nuit Trésor ilmur frá Lancôme

Varan er gjöf

Mig langar að segja ykkur frá nýjasta ilminum frá Lancôme sem kallast La Nuit Trésor L’Eau de Parfum Caresse sem kom á markað í vetur og ég er búin að prófa hann nokkuð vel og er tilbúin að segja ykkur frá honum. La Nuit Trésor er lykt sem hefur verið á markaði í nokkurn tíma og einkennist af svörtu rósinni en þessi nýja einkennist af viðkvæmri bleikri rós.

Ég ætla bara að skella því strax fram að ef kynþokki væri lykt þá væri það La Nuit Trésor Caresse – ég er ekki að grínast. Ég elska ilmvötn sem eru passlega þung, passlega woody og passlega sæt og þetta tikkar bara í öll box fyrir mig. Grunnurinn er blanda tonkabauna, orkídeu, vanillu, patchouli og white musk sem gerir grunninn hlýjan og munúðarfullan. Hjartað er Damaskus-rós í bland við jasmínu og almond blossom (ég gat ekki fundið nafn á íslensku fyrir þetta). Lyktin hefur að lokum ávaxtakenndar toppnótur þar sem hindber, bergamot og lychee-ávöxtur blandast rósapipar. Útkoman er ekki of þung, ekki of sæt, ekki of létt heldur bara “just right”.

Glasið sjálft er listaverk en það er í laginu eins og demantur, skreytt með borða og bleikri rós. Glerið er ekki litlaust heldur er skuggi í því sem gefur dýpt og passar fullkomlega við “þemað”.

Ef þið hafið svipaðan smekk og ég þegar að kemur að ilmvötnum og líkar við t.d. Black Opium La Nuit Blanche frá YSL eða Lady Million frá Paco Rabanne þá gætuð þið haft áhuga á La Nuit Trésor L’Eau de Parfum Caresse. Ég er allavega búin að finna því stað á kommóðunni minni þar sem ég geymi þær lyktir sem ég nota oftast.

Nýir og endurbættir L’Absolu Rouge varalitir frá Lancôme

Varan er gjöf

Nýlega komu í verslanir endurbættir L’Absolu Rouge varalitir frá Lancôme sem hafa fylgt okkur síðustu 25 ár. Hönnun þeirra hefur breyst í gegnum tíðina og sú nýjasta er sú allra glæsilegasta (og praktískasta) en markmiðið hefur alltaf verið að hafa þær sígildar og fallegar. Ég ELSKA nýju umbúðirnar sem eru “veskisheldari” heldur en flestar því þær opnast ekki nema smellt sé á rósina svo maður hefur aldrei áhyggjur af því að veskið verði bleikt að innan. Mér þykir líka fallegt að hafa umbúðirnar “sleek” og svartar og tilfinningin að taka þær upp er hreinn lúxus því það er svolítil þyngd í þeim.

Eftir að Lisa Eldridge tók við keflinu hjá Lancôme hafa margar gríðarlega jákvæðar breytingar átt sér stað og þessir varalitir eru sérstaklega vel heppnaðir. Í dag eru 36 litir í línunni, 16 söluhæstu litirnir úr gömlu týpunni héldu áfram í nýju umbúðunum og Lisa hannaði 14 í viðbót.

Formúlan kemur í þremur áferðum, sheer, cream og matte. Hún á að gefa vörunum raka og mýkja þær í allt að 8 klukkustundir. Á þeim 2 litum sem ég hef prófað hef ég verið að fá u.þ.b. 4-5 klst sem er mjög gott miðað við “sheer” áferð. Formúlan inniheldur meðal annars Pro-Xylane™ og Ceramide V fyrir raka og vernd, sérstaka rakasameind og svo eru The Satin Color™ sameindir sem tryggja að liturinn dreifist jafnt yfir varirnar og litarefnin gefa sterkan lit. Einnig er að finna E vítamín í formúlunni. Mér finnst rakinn mjög góður þar sem ég er alltaf með þurrar varir og liturinn nær að mýkja skorpuna á vörunum svo það séu misfellur í litnum útaf nöguðum vörum.

Sheer áferðin gefur létta þekju, ljóma og gefur vörunum léttan gljáa. Það eru 9 litir með þessari áferð.
Cream áferðin gefur meðal til mikla þekju, djúpa liti og hefur satínáferð. Hér höfum við 23 liti en 22 þeirra koma til Íslands. 
Matte áferðin gefur þéttan lit sem endist á vörunum án þess að þurrka þær. Það eru 6 litir með þessari áferð en 5 þeirra koma til Íslands.

Ég prófaði litina 317 Pourquoi Pas og 202 Nuit & Jour sem eru báðir með sheer áferð. Mér þykja báðir virkilega góðir en 202 er þó í aðeins meira uppáhaldi. Ástæðan fyrir því er liturinn sem virðist henta flestum og hvað hann er mismunandi eftir einstaklingum. Mér finnst hann ekki eins á mér og öðrum sem ég sé með hann en það er auðvitað rökrétt þar sem hann er hálfgegnsær svo varirnar koma í gegnum litinn. Endingin er eins og áður segir góð og ekki áberandi þegar að liturinn fer að dofna (þegar að ég er búin að borða hann af). Lyktin af formúlunni hverfur fljótt (það er rósalykt) og liturinn er jafn og þéttur.

Ég elska mína liti og hvað þeir eru handhægir og ég vona að þið getið fundið liti við ykkar hæfi. Ég hef augastað nokkrum möttum litum og nokkrum krem sem mig langar að prófa við tækifæri en það bíður betri tíma (ég hef svo mikið að prófa og skrifa um að ég er með hálfgerðan verkkvíða yfir því. Ég hlakka til að sýna ykkur meira af þeim nýjungum sem uppáhaldið mitt hún Lisa hefur unnið að með Lancôme og finnst hún vera að beina merkinu í rétta átt að meiri sérstöðu og enn betri og praktískari vörum.

Ég ætlaði að vera rosa dugleg núna í janúar að skrifa en hef verið svolítið “under the weather” og ekki í miklu stuði fyrir neitt (mér finnst janúar vera mánuður með 31 mánudegi).  Ég var að koma heim úr smá skreppiferð til New York í gærmorgun svo ég er aðeins hressari og líflegri heldur en áður. Ég hef margt að sýna ykkur (það er svo sannarlega að koma snyrtivöru-vor með tilheyrandi nýjungum) og ég vona að ég nái að vera nokkuð virk í skrifum.

 

Uppáhalds förðunarvörur fyrir varir 2016

Jæja jæja, síðasti kaflinn í þessum árslistum er kominn svo ég ætla bara að vinda mér í þetta. Þetta eru mínar uppáhalds varavörur fyrir árið 2016.

Vice varalitir frá Urban Decay, ég á 3 í nýju (núverandi) umbúðum og svo einn sem hélt áfram úr gömlu línunni, ég er búin að tjekka og hann hefur ekkert breyst þrátt fyrir formúlu og umbúðabreytingu. Þessir varalitir eru með formúlu sem er ofur-“pigmentuð” og þurrkar ekki varirnar. Það eru til allskonar áferðir og ótal litir og ég hlakka til að kaupa fleiri, ég renni hýru auga til möttu formúlunnar sem ég hef ekki prófað enn. Litur sem ég elska og mæli með að allir prófi er Rejected með Metallized áferð.

Lipglass frá MAC Cosmetics. Ég hef lengi verið aðdáandi og áhuginn var endurvakinn á þessu ári eftir að ég fann fyrsta glossið mitt aftur ofaní skúffu. Mér finnst Lipglass frábær formúla ásamt Dazzleglass sem ég er alltaf veik fyrir þegar að ég sé nýja liti í því. Formúlan er passlega létt, ekki of klístruð en ekki of fljótandi. Ég elska glimmerliti og var því mjög kát að skella Dreamlover úr Mariah Carey línunni hérna inn.

Rouge Pur Couture frá Yves Saint Laurent. Gullfallegir, rakagefandi og fallegir varalitir sem hefur verið hægt að fá merkta við sérstök tilefni. Það koma alltaf reglulega nýir litir og ég er alltaf fljót að skjótast út í búð að prófa að swatcha þá. Það er klassískur glamúr í þessum umbúðum og litirnir sem ég hef prófað eru langflestir klæðilegir og henta mörgum húðgerðum/litum/aldurshópum.

Nýjustu Lancôme varalitirnir, L’Absolu Rouge, sem eru einmitt að koma inn á bloggið mjög fljótlega. Lancôme endurbætti varalitaformúluna sína, umbúðirnar og jók litaúrvalið svo um munar á árinu 2016 undir listrænni stjórn Lisu Eldridge. Svo ég skemmi ekki komandi færslu ætla ég bara að segja að þið ættuð að kíkja á næsta sölustað og sjá einar sniðugustu varalitaumbúðir sem þið finnið.

Lancôme ratar aftur á listann með uppáhalds varaolíunni minni sem er Juicy Shaker. Cushion “ásetjari” sem gefur fullkomið magn af lit og olíu án þess að það sé allt útum allt. Allir litir ilma vel og eru með samsvarandi bragði, gljáinn á vörunum er klísturlaus og passlega mikill og Berry In Love er minn uppáhalds litur. Það er bæði hægt að nota Juicy Shaker einan og sér og með varalit.

Varaliturinn Faux frá MAC Cosmetics hefur verið í miklu uppáhaldi á árinu 2016 frá því ég keypti hann úti í Boston síðasta vor. Hann er hinn fullkomni bleik-nude varalitur fyrir mig og það besta er að það var ekki ég sem “fattaði” að hann væri til – ég var að kaupa einn fyrir vinkonu mína og ákvað að kaupa einn fyrir mig. Ég notaði hann sama dag og hef ekki gengið frá honum síðan.

Nýjung sem rataði á listann er Vinyl Cream Lip Stain frá Yves Saint Laurent sem kom á markað seint á síðasta ári. Ég er búin að vera á leiðinni að setja þá hingað inn alltof lengi, ég á tvo liti og ELSKA þá. Þetta er háglans varalitur án klísturs, með fáránlega mikinn lit, gefur mikinn raka og hentar mér vel. Það er auðvelt að setja formúluna á og hún endist vel. Þið sjáið þessa vöru á blogginu fljótlega.

Nú þegar að listarnir eru allir komnir inn þá munu “venjulegu” færslurnar fara að detta inn um allskonar vörur, eldri og nýrri. Ég hef verið að velta fyrir mér að bæta inn liðum hér á bloggið og ætla að liggja á því áfram en ég ætti að hafa meiri tíma á þessari önn til að skrifa og spjalla við ykkur.

Þar til næst,

1 2 3 4 7