I’M BACK – DRAUMUR FRÁ GLAMGLOW

Varan sem fjallað er um var send greinarhöfundi sem gjöf en skrif höfundar endurspegla einungis heiðarlegt og hreinskilið álit hans á vörunni

Halló halló! Ég er snúin aftur á bloggið og hyggst vera hér áfram eftir svolitla fjarveru sem ég segi ykkur kannski eitthvað frá seinna. Ég er hingað komin í dag til að segja ykkur frá nýrri vöru frá Glamglow sem ég er búin að vera að prófa síðastliðinn mánuð en hún kallast Dreamduo og er tveggja fasa meðferð (treatment) til notkunar á kvöldin.

Meðferðin hentar öllum húðgerðum og gefur húðinni mikinn raka og næringu sem skilar sér í meiri ljóma, fallegri áferð og raka. Fyrri hlutinn er Dreamserum sem er hvíta/perlulitaða kremið en það er serum sem bráðnar inn í húðina og inniheldur meðal annars grænt kaffi Teaoxi sambandið sem unnið er úr grænum telaufum. Serumið er ríkt af andoxunarefnum og vítamínum sem eiga að bæta bæði ástand og ásýnd húðarinnar.
Seinni hlutinn er Dreamseal sem er gráa kremið. Það inniheldur hyaluronic sýru og Mozuku græna þörunga sem gefa húðinni raka og auka ljóma. Saman eiga fasarnir tveir að bæta húðina og draga úr þreytumerkjum (ég er búin að vera svo þreytt síðustu mánuði að þetta var gríðarlega vel þegið).

Fyrst af öllu vil ég segja að mér finnst lyktin af kremunum ótrúlega góð og hún minnir mig á nammi eða frostpinna en hún hverfur þó frekar fljótt eftir ásetningu svo maður geti hreinlega sofnað. Mér finnst ég ekki nota mjög mikið í hvert skipti af vöru svo ég get sagt að krukkan er ansi drjúg en það er auðvelt að dreifa úr kremunum á húðinni og það smýgur hratt inn án þess að skilja eftir filmu. Meðferðin (kremin) er notuð fyrir svefn og ég þvæ húðina og nota tóner áður en ég set hana á og ég sá mun sjálf eftir eina notkun, húðin var strax full af raka og áferðin var gullfalleg og það hefur haldist yfir notkunartímann (ég hef þó einasta sinnum gleymt mér á kvöldin). Kremin innihalda örfínar ljómaagnir sem sitja á yfirborði húðarinnar eftir ásetningu svo það er kannski helsti ókosturinn að maður glitrar kannski smá een persónulega finnst mér aldrei verra að glitra.

Ég fékk þessa krukku að gjöf og get vel séð fyrir mér að kaupa mér aðra þegar að ég klára þar sem mér finnst Dreamduo koma í stað hefðbundins næturkrems hjá mér. Mér finnst áferð húðarinnar mun fallegri, ég nota minni farða og hann endist betur yfir daginn því ég næ ekki að verða of þurr. Á sama tíma og þessi dásemd kom í verslanir komu líka rakakrem með ljóma sem ég skellti á óskalistann eftir heimsókn í Hagkaup þar sem ég eyddi vandræðalega löngum tíma að skoða standinn. Ég mæli allavega sjálf með Dreamduo og sé fyrir mér að kaupa aðra krukku ef ég næ einhverntíman að klára þessa!

Þar til næst,
Þórunn

P.S. Ég skal reyna að skella í smá persónulega færslu á næstunni að segja ykkur frá því sem hefur á daga mína drifið síðustu mánuði þar sem ég hef ekkert náð að skrifa (nema örbloggin á instagram/like síðunni fyrir bloggið). Takk fyrir að vera alltaf svona yndislegir lesendur og ég hlakka til að vera með ykkur áfram!

Uppáhalds húðvörurnar 2016

Fyrsta færsla um bestu vörur er loksins komin inn. Hér tók ég saman þær húðvörur sem mér fannst standa upp úr á síðasta ári, ég gleymdi örugglega helling en það verður að hafa það. Ég ætla ekki að hafa þetta flókið heldur segja ykkur bara hvaða vörur voru á mínum topplista og kannski smá um þær (eftirá tek ég eftir að 2016 virðist hafa verið ár maskana, ég tók einhverja maska út því þetta var orðið fullmikið).

Origins Clear Improvement kolamaskinn sló í gegn hjá mér við fyrstu prufu en ég keypti mér hann í vor. Hann hreinsar húðina vel án þess að erta hana.

Lancome Bi-Facil augnfarðahreinsirinn. Hann er alltaf minn uppáhalds og ég hef ekki fundið neinn sem getur komið í staðinn fyrir hann hjá mér. Hann er tvískiptur og nær öllu af ásamt því að næra augnsvæðið.

Ultra Repair Cream frá First Aid Beauty er öflugt rakakrem sem hjálpar húðinni að vinna bug á þurrkablettum. Ég fékk túpu af því í Sephora í vor og finnst það ótrúlega þægilegt, ég nota það oftast á hné og olnboga en stundum í andlitið líka.

Skyn Iceland augngelpúðar verða að fá að vera á listanum en ég elska hvað þeir gera húðina frísklega og bjarga manni á þreyttum dögum og í miklu stressi. Ég spændi í gegnum einn stóran poka í prófatímabilinu og vil meina að það hafi hjálpað mér alveg heilan helling í að líða betur með sjálfa mig, ég hef nefnilega sjaldan litið eins illa út og núna í desember 2016 þar sem ég var alltof stressuð, þreytt og ef ég var ekki að læra eða í prófi var ég í vinnunni. Púðarnir voru kærkomin kælipása þar sem ég gat slakað á.

Yves Saint Laurent Lip Perfector er ný vara sem ég varð að setja á listann. Þetta er semsagt varasalvi  sem smýgur djúpt inn í varirnar og gefur þeim raka ásamt því “exfoliate”-a létt svo það sé ekki skorpa á vörunum. Mér finnst hann svo þægilegur undir varaliti því varirnar verða svo fullkomnar.

Skindinavia Makeup Primer Spray fannst mér eiga að vera í þessum flokki en þetta er besti primer sem ég hef prófað. Það er öll farðaásetning mikið auðveldari og fallegri ef maður undirbýr húðina með þessu spreyi. Sílíkonprimerar vilja oft þurrka húðina mína og því finnst mér þetta þægilegur og fljótlegur valkostur.

Lancome Énergie de Vie línan fær öll að rata hingað inn en þó sérstaklega raka”kremið” og maskinn. Ég elska hvað rakakremið er þægilegt og að það megi fara á augnsvæðið, það gefur passlegan raka og hann helst vel í. Maskinn er síðan bara einn besti rakamaski sem ég hef átt og við Alexander notum hann bæði reglulega.

Glamglow Powermud er ofurhreinsimaski sem er ein skrýtnasta vara sem ég hef átt. Maskinn er ískaldur á húðinni, fer á sem ljósgrágrænn leirmaski og verður svo að einhverskonar olíu þegar að maður bleytir hann þegar að hann er tekinn af. Hann hreinsar djúpt en gefur húðinni mikinn raka, lyktin er líka draumur.

Origins GinZing rakakremið er létt og með bestu lykt sem ég hef fundið af rakakremi. Elska það á dögum þar sem húðin er ekki mjög þurr (mín tekur tímabil). Lyktin hressir mann og kremið gefur húðinni smá líf.

Skyn Iceland Pure Cloud Cleanser er kremhreinsir sem er gríðarlega mildur en hreinsar húðina vel án þess að þurrka hana. Mér finnst hann svo þægilegur að hann varð að fá að vera með, það er svo þægilegt að húðin sé ekki stíf eftir hreinsun.

Biotherm Total Renew Oil frá Biotherm er uppáhaldið mitt þegar að ég kem heim eftir langan dag eða ef ég hef verið mikið förðuð en þetta er olía sem leysir upp farða og gefur húðinni raka og næringu en þegar að hún kemst í snertingu við vatn freyðir hún til að hreinsa enn dýpra. Ég nudda einni til einni og hálfri pumpu yfir allt andlitið og nudda vel, bleyti svo og þríf af með þvottapoka og húðin er tandurhrein.

Þá er ég búin að telja upp mínar uppáhalds húðvörur fyrir árið 2016. Næsta færsla er um uppáhalds augnfarðavörur svo stay tuned!

Énergie de Vie frá Lancôme

lancomeenergie

vörurnar voru gjöf

Nýlega kom á markað ný húðvörulína frá Lancôme sem kallast Énergie de Vie. Énergie de Vie er lína sem er ætluð yngri viðskiptavinum sem vilja leggja áherslu á hreina og vel nærða húð. Línunni er ætlað að seinka einkennum öldrunar og gera húðina ferskari og rakafylltari en Lancôme leitaði í reynslubanka asískra kvenna sem eru þekktar fyrir fallega húð. Innblásturinn að þessu sinni er að mestu frá Kóreu en þar má segja að húðvöruunnendur finni himnaríki, þar eru spa sem eru opin allan sólarhringinn og áherslan er öll á húðina og áferð hennar.

Énergie de Vie leggur áherslu á ferskleika og græni liturinn í umbúðunum er sumarlegur og ferskur, 100% í anda línunnar. Hátt hlutfall rakagefandi efna, t.d. hyaluronic sýru í bland við glycerin gefur húðinni mikinn raka sem endist á meðan að önnur efni hafa önnur jákvæð áhrif á húðina. Þau efni eru French Melissa (hefur róandi virkni, andoxandi og bólgueyðandi áhrif, 100% náttúrulegt efni), Gojiberja extrakt (hefur andoxandi eiginleika, róar einnig og eyðir bólgum líkt og French Melissa) og Gentian extrakt (inniheldur sykrur sem næra húðina).

lancome-energie-de-vie-6-1024x361

Vörurnar í línunni eru þrjár, raka”krem”, maski og svokallað “pearly lotion” sem er klassísk vara undir asískum áhrifum. Við Alexander erum bæði búin að vera að prófa línuna og finnst báðum hún vera virkilega öflug og vönduð og mjög frískandi með góðri lykt.

Kremið Liquid Care er fljótandi rakakrem sem minnir meira á serum en krem. Maður þarf mjög lítið í einu, mér finnst hálf pumpa alveg nóg, og vökvinn verður enn þynnri og léttari þegar að maður byrjar að nudda honum inn í húðina. Húðin er fljót að drekka kremið í sig (mér finnst ég finna húðina drekka) og það má gluða kreminu yfir allt andlitið, líka í kringum augun (sem má ekki með öll krem). Ég er mjög ánægð með rakakremið og finnst sérstaklega gott hvað það er góður grunnur til að setja farða á, það er passlega létt en heldur rakanum vel í húðinni allan daginn.

Maskann má bæði nota sem rakaboost þar sem maður lætur hann liggja á húðinni í 10 mínútur og líka sem næsturmaska. Maskinn er algjör raka- og næringarbomba þar sem maður sér mun strax eftir eina notkun. Maskinn er passlega þykkur en um leið og hann hitnar virðist hann bráðna svolítið og verða meira fljótandi. Mér finnst hann bestur yfir nótt og elska að vakna með húðina silkimjúka og “djúsí” að morgni. Ég fékk bæði Alexander og góða vinkonu mína (þau eru bæði með húð sem þarf raka) og þau voru bæði mjög ánægð með maskann og fannst hann skila mikilli virkni eftir eina notkun.

Pearly lotion er mjög sérstök vara því ég get bara ekki fundið nokkuð sem líkist henni. Þetta er vökvi með pínulitlum perlum sem flokkast sem serum. Blandan vekur húðina og virkar hálfportinn eins og magnari því hún “festir” raka úr öðrum vörum í húðinni og þar af leiðandi virkar kremið betur en annars. Það er bæði hægt að setja bara í bómul og strjúka yfir húðina og setja smá í lófann, nudda höndunum saman og pressa vökvanum á andlitið.

Ég er mjög ánægð með Énergie de Vie og mun kaupa mér ný eintök af vörunum þegar að þessi klárast. Ég persónulega get ekki valið bara eina uppáhalds en ég veit að maskinn er uppáhald Alexanders. Þessi lína hentar líka fyrir karlmenn og við skötuhjúin mælum með henni fyrir alla sem vilja gefa húðinni raka og næringu. Þið fáið þessa línu ásamt öllum öðrum Lancôme vörum á sölustöðum Lancôme á Íslandi.

Þar til næst,
Þórunn

Bestu húð- og andlitsförðunarvörur ársins 2015!

Screen Shot 2016-01-02 at 22.07.20

Takk fyrir yndislegt ár elsku lesendur! Ég vona að hátíðirnar hafi farið vel með ykkur og þið hafið notið tímans með þeim sem ykkur þykir vænst um. Mig langar að þakka ykkur fyrir lesturinn á árinu 2015 og við förum af fullum krafti inn í árið 2016 með fullt af fersku efni og spennandi tímum framundan. Ég setti mér (aldrei þessu vant) áramótaheit og ætla á árinu 2016 að reyna mitt besta til að vera: betri kærasta, betri bloggari, betri námsmaður og betri og hamingjusamari manneskja. Ég er búin að vera að fara í gegnum bestu vörur ársins, sumar eru frá fyrri árum en þetta eru þær sem ég sjálf var hrifnust af og notaði mest á árinu 2015 en ég gæti auðvitað hafa gleymt einhverjum. Ég náði loksins að velja þær sem sköruðu framúr, það var virkilega erfitt en ég flokkaði þær í fjóra flokka, þið fáið fyrstu tvo núna svo njótið vel!

Best andlitsförðunarvörur ársins 2015

Screen Shot 2016-01-02 at 22.02.13

1. MAC – Blushbaby Kinnalitur
2. YSL – Touche Éclat (gullpenninn)
3. bareMinerals – Prime Time Neutralising Primer
4. MAC – Cream Color Base í litnum Pearl
5. YSL – Kiss & Blush í lit 8
6. Lancôme – Teint Miracle farði
7. Urban Decay – Naked Skin Concealer
8. YSL – Les Sahariennes krembronzer
9. theBalm – Mary-Lou Manizer
10. YSL – Touche Éclat Blur Perfector
11. YSL – Poudre Compact Radiance ljómapúður
12. Lancôme – Hydra Zen BB Cream
13. Too Faced – Sweethearts Perfect Flush Blush í litnum Candy Glow
14. Zoeva – 142 Concealer Buffer hyljarabursti
15. MAC – Studio Waterweight Foundation

Bestu húðvörur ársins 2015

Screen Shot 2016-01-02 at 22.02.35

1. Nuxe – Huile Prodigieuse olía
2. Lancôme – Hydra Zen Maski
3. Skyn Iceland – Pure Cloud Cream
4. Biotherm – Aqua Gelée Autobronzant
5. Skyn Iceland – theAntidote Cooling Lotion
6. Embryolisse – Lait Créme-Concentré
7. Caudalie – Eau de Beauté
8. Paula’s Choice – Skin Perfecting 2% BHA Liquid
9. Paula’s Choice – Resist Daily Smoothing Treatment 5% AHA
10. Skyn Iceland – Nordic Skin Peel
11. Caudalie – Vinosource S.O.S. Morning Eye Rescue
12. Elizabeth Arden – 8 Hour Cream Lip Balm
13. MAC – Lightful C Marine-Bright Formula Cleanser
14. Foreo – Luna hreinsibursti fyrir normal til viðkvæma húð
15. Caudalie – Vinosource S.O.S. Thirst Quenching Serum

Ég elska ykkur af öllu hjarta elsku lesendur og ég hlakka til að segja ykkur frá uppáhalds augnförðunar- og varavörunum mínum!

Þar til næst,
Þórunn

P.S. Strengduð þið áramótaheit?

Kælandi og frískandi rakakrem frá Skyn Iceland

skynicelandSkyn Iceland er orðið eitt af mínum uppáhalds húðvörumerkjum. Ég er búin að segja ykkur frá skýjakreminu og djúphreinsiskífunum og nú er komið að The Antidote Cooling Daily Lotion. Það þurfti ekki nema eina prufu til þess að ég myndi kolfalla fyrir kreminu, húðin varð strax mikið ferskari og silkimjúk. Ég aulaðist samt ekki til að kaupa það fyrr en bara í seinustu eða þarseinustu viku og verð að segja að húðin mín hefur sjaldan eða aldrei verið eins fín.

Lýsingin frá nola.is er svona:
Er húðin stífluð eða gjörn á að fá bólur eða roða? Er streita að valda bólum, mikilli olíumyndun, ásamt því að ræna húðina raka, næringarefnum og súrefni? Þá er þetta bjargvætturinn. Mjög létt rakakrem fyrir daglega notkun, einstaklega kælandi krem sem sefar og kemur jafnvægi á húðina og hún verður heilbrigðari og ljómar. Hentar öllum húðgerðum. Hentar einnig karlmönnum mjög vel eftir rakstur. Fyrir þurra húð er mælt með að nota meiri raka með þessu kremi.

Ég nota skýjakremið á svæðin sem ég þarf smá auka-ást á, ég fæ enn þurrkabletti en þeim fer fækkandi þökk sé aðeins betri húðrútínu. Ég er búin að vera að bæta inn vörum í rútínuna og kælikremið frá Skyn Iceland var fullkomin viðbót. Ég nota kremið alla morgna og alltaf eftir sturtu, kælandi áhrifin eru án gríns mesta snilld sem ég veit um. Að setja farða yfir kremið er frábært, húðin er full af raka án þess að vera fitug og svo helst hún köld í alveg rúman hálftíma. Ljóminn sem nola.is talar um er sko til staðar, húðin er orðin svo áferðarfalleg og húðliturinn jafnari en áður.
Alexander hefur líka verið að prófa kremið og honum finnst það mjög gott, húðin sé mjög fersk og mjúk. Umbúðirnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér (og Alexander) því það er pumpa á glasinu og það er úr gleri, glerumbúðir eru umhverfisvænni en plastið og pumpan kemur í veg fyrir að maður noti of mikið.

The Antidote Daily Cooling Lotion fáið þið hjá nola.is og í Lyfjum og Heilsu í Kringlunni, það er undir 6 þúsund kallinum og er 150% peninganna virði. Ég mæli með að þið prófið öll (líka þið strákar, þetta krem er líka fyrir ykkur), húðin ykkar þakkar ykkur fyrir það.

Þar til næst,
Þórunn

Vörur sem fjallað er um í þessarri grein voru keyptar af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum. Greinin endurspeglar hreinskilið álit greinarhöfundar á vörum.

1 2 3 4