I’M BACK – DRAUMUR FRÁ GLAMGLOW

Varan sem fjallað er um var send greinarhöfundi sem gjöf en skrif höfundar endurspegla einungis heiðarlegt og hreinskilið álit hans á vörunni

Halló halló! Ég er snúin aftur á bloggið og hyggst vera hér áfram eftir svolitla fjarveru sem ég segi ykkur kannski eitthvað frá seinna. Ég er hingað komin í dag til að segja ykkur frá nýrri vöru frá Glamglow sem ég er búin að vera að prófa síðastliðinn mánuð en hún kallast Dreamduo og er tveggja fasa meðferð (treatment) til notkunar á kvöldin.

Meðferðin hentar öllum húðgerðum og gefur húðinni mikinn raka og næringu sem skilar sér í meiri ljóma, fallegri áferð og raka. Fyrri hlutinn er Dreamserum sem er hvíta/perlulitaða kremið en það er serum sem bráðnar inn í húðina og inniheldur meðal annars grænt kaffi Teaoxi sambandið sem unnið er úr grænum telaufum. Serumið er ríkt af andoxunarefnum og vítamínum sem eiga að bæta bæði ástand og ásýnd húðarinnar.
Seinni hlutinn er Dreamseal sem er gráa kremið. Það inniheldur hyaluronic sýru og Mozuku græna þörunga sem gefa húðinni raka og auka ljóma. Saman eiga fasarnir tveir að bæta húðina og draga úr þreytumerkjum (ég er búin að vera svo þreytt síðustu mánuði að þetta var gríðarlega vel þegið).

Fyrst af öllu vil ég segja að mér finnst lyktin af kremunum ótrúlega góð og hún minnir mig á nammi eða frostpinna en hún hverfur þó frekar fljótt eftir ásetningu svo maður geti hreinlega sofnað. Mér finnst ég ekki nota mjög mikið í hvert skipti af vöru svo ég get sagt að krukkan er ansi drjúg en það er auðvelt að dreifa úr kremunum á húðinni og það smýgur hratt inn án þess að skilja eftir filmu. Meðferðin (kremin) er notuð fyrir svefn og ég þvæ húðina og nota tóner áður en ég set hana á og ég sá mun sjálf eftir eina notkun, húðin var strax full af raka og áferðin var gullfalleg og það hefur haldist yfir notkunartímann (ég hef þó einasta sinnum gleymt mér á kvöldin). Kremin innihalda örfínar ljómaagnir sem sitja á yfirborði húðarinnar eftir ásetningu svo það er kannski helsti ókosturinn að maður glitrar kannski smá een persónulega finnst mér aldrei verra að glitra.

Ég fékk þessa krukku að gjöf og get vel séð fyrir mér að kaupa mér aðra þegar að ég klára þar sem mér finnst Dreamduo koma í stað hefðbundins næturkrems hjá mér. Mér finnst áferð húðarinnar mun fallegri, ég nota minni farða og hann endist betur yfir daginn því ég næ ekki að verða of þurr. Á sama tíma og þessi dásemd kom í verslanir komu líka rakakrem með ljóma sem ég skellti á óskalistann eftir heimsókn í Hagkaup þar sem ég eyddi vandræðalega löngum tíma að skoða standinn. Ég mæli allavega sjálf með Dreamduo og sé fyrir mér að kaupa aðra krukku ef ég næ einhverntíman að klára þessa!

Þar til næst,
Þórunn

P.S. Ég skal reyna að skella í smá persónulega færslu á næstunni að segja ykkur frá því sem hefur á daga mína drifið síðustu mánuði þar sem ég hef ekkert náð að skrifa (nema örbloggin á instagram/like síðunni fyrir bloggið). Takk fyrir að vera alltaf svona yndislegir lesendur og ég hlakka til að vera með ykkur áfram!

Tvöfaldur olíu-leirmaski frá Glamglow!

dsc_0255Varan er gjöf

Eins og þið hafið örugglega séð allsstaðar er Glamglow (loksins) komið í verslanir á Íslandi. Ég var svo heppin að fá boð í kynningarpartý á vegum Glamglow á Íslandi þar sem gestir fengu fræðslu um allar vöruflóruna og fengu að prófa að pota í þær, að lokum fóru allir heim með falleg box sem innihéldu vörur frá merkinu til að prófa. Ég ætla að segja ykkur frá einni af mínum prufuvörum sem var Powermud maskinn sem hefur tvöfalda virkni. Þessi tvöfalda virkni felur í sér að hann er bæði hreinsi- og einskonar rakamaski.

glamglow

Powermud maskinn er lúmskur hreinsimaski fyrir allar húðtýpur sem hreinsar djúpt án þess að erta húðina en gefur henni raka á sama tíma. Maskinn hentar minni húðgerð mjög vel, ég er búin að vera með þurrk undanfarið (kuldinn fer ekki vel í mig) en á sama tíma hef ég verið að fá bólur og fílapensla á T-svæðið, en eftir notkun 2-3 sinnum í viku hefur húðin náð jafnvægi. Ég nota farðabusta til að bera þunnt lag af maska á þurra húð sem er látið liggja í 5-10 mínútur en ég gleymi mér stundum og læt hann liggja heila eilífð. Maskinn ertir húðina ekki svo ég stressa mig ekki á þessu. Maskinn verður kaldur þegar að hann þornar sem er mjög róandi og þægilegt og maður sér hann vinna á fílapenslunum því það koma göt í maskann þar sem hann er að sjúga upp fitu og drullu.
Þegar að kemur að hreinsun bleytir maður hendurnar og nuddar svo maskann með hringlaga hreyfingum þar til að hann breytist í einskonar olíublöndu sem nærir húðina, að því loknu er maskinn þrifinn af (ég nota þvottapoka).

Maskinn byggir á fjórum höfundarréttarvörðum efnasamböndum en þau eru:
OILIXER™ – Olíublanda sem samanstendur af fjórum olíum, myrruolíu, furuolíu, Frankincense olíu og að lokum kaktusfíkjuolíu (prickly pear oil).
CLAYTOX™ – Leirblanda sem inniheldur meðal annars Brasilískan hvítan leir sem hreinsar húðina án ertingar.
PUREIFIER™ – Djúphreinsar húðina ásamt því að næra hana og fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði hennar.
TEAOXI Velvet Leaf – Nærir húðina og hreinsar.

Maskinn er án parabena, súlfata og þalata sem ég kann virkilega að meta, maður setur nógu mörg efni á húðina alla daga og því ágætt að skoða magnið. Maskinn hreinsar mjög vel upp úr svitaholum og gefur húðinni auka raka-næringar-boost sem er virkilega þörf á þessa dagana. Þegar að hann er þrifinn af er húðin ekki stíf eins og eftir flesta hreinsimaska svo það er til merkis um það hversu mildur hann er. Ég er búin að fá nokkra til að prófa maskann fyrir mig og það hafa allir gefið honum jákvæða umsögn, fólk með mismunandi húðgerðir og á mismunandi aldri. Mér sjálfri finnst hann frábær og að ég sjái virkilegan mun eftir hverja notkun

dsc_0261

Powermud (og Powercleanse) eru þær vörur sem ég vissi minnst um þegar að ég sá þær, ég hafði prófað t.d. Supermud (mjögmjömjögmjög öflugur hreinsimaski) en vissi bara ekki af þessari grænu línu. Græna línan er líklega sú lína sem hentar mér best hjá Glamglow og ég get alveg séð fyrir mér að kaupa nýjan þegar að þessi klárast. Hreinsirinn úr línunni var tvöfaldur, bæði leir og olíuhreinsir með tvöfaldri pumpu sem er mjög áhugavert “concept” því maður stillir sig svolítið af sjálfur með hlutföllin eftir þörfum.

Þið fáið Glamglow í Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlu, Hagkaup Garðabæ, Kjólum og konfekti á Laugavegi, Lyfjum og Heilsu Glerártorgi (Akureyri) og Lyfjum og Heilsu í Kringlu en þar eru mjög fallegir standar frá Glamglow sem geta bara ekki farið fram hjá ykkur.

Þar til næst,
Þórunn