Saltskrúbburinn frá Angan

Angan er nýlegt íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur. Það leggur áherslu á sjálfbæra framleiðslu og nýta íslensk hráefni í framleiðsluna. Verslunin Fotia tók merkið frekar nýlega í sölu og þá gat ég ekki setið á mér lengur og pantaði mér einn saltskrúbb sem ég er búin að vera að prófa og ætla að segja ykkur frá í dag.

Ég er mjög hrifin af skrúbbnum (Alexander líka, hann hefur verið að prófa hann með mér) en hann nær að losa dauðu húðfrumurnar af og nærir húðina með olíum á sama tíma. Innihaldslýsingin er mjög einföld en skrúbburinn inniheldur sjávarsalt, sæta möndluolíu, apríkósukjarnaolíu, shea butter, arganolíu, íslenskan mosa, e vítamín og olíur í berki greipávaxtar og bergamot. Olíublandan liggur svolítið ofan á húðinni fyrst um sinn en smýgur svo inn eftir smá stund og húðin er mikið mýkri, þéttari og fallegri eftir á. Mér finnst ekki þörf á að setja body lotion eða olíur á mig eftir sturtuna ef ég hef verið að nota skrúbbinn þar sem hann þurrkar ekki eins og margir aðrir.

Það þarf ekki að nota mikið í einu en maður nuddar honum á húðina með léttum, hringlaga hreyfingum og skolar svo af. Ég mæli með að passa sérstaklega samt ef þið eruð með opin sár, það er MJÖG sárt að fá saltið í sár. Angan framleiðir einnig baðsalt sem ég hef ekki prófað þar sem ég á ekki bað en ég hef íhugað að prófa það samt í fótabað og læt kannski verða af því á endanum.

Umbúðirnar eru fallegar og stílhreinar og innihaldið er um 300 grömm svo hann á að endast ágætlega. Ég sé fram á að kaupa annan þegar að þessi klárast en skrúbburinn kostar 5990 krónur í Fotia sem er bara vel sloppið. Ég mæli með skrúbbnum fyrir alla sem vilja mýkri og fallegri húð og hvet alla til að prófa, óháð aldri og kyni.

Uppáhalds augnförðunarvörurnar 2016

Hæ! Nú er það partur tvö af uppáhalds vörunum mínum fyrir 2016. Ég átti eiginlega erfiðast með þennan part, augnförðunarvörurnar voru nefnilega mjög margar og flottar á síðasta ári og ég er örugglega að gleyma milljón og þremur hlutum. Ég tók bæði inn nýjar og eldri vörur því ég vildi segja ykkur frá mínum “ultimate” uppáhalds, óháð því hvenær þeim var skellt á markað. Byrjum á pallettum og vinnum okkur svo í gegnum listann.

Fyrsta sem ég skelli hérna inn er Moondust pallettan frá Urban Decay sem ég keypti mér þegar að Urban Decay opnaði hér á landi. Formúlan á þessum skuggum er svo þægileg að ég nota glimmerin mín alltaf minna og minna því þetta er svo einfalt í einni pallettu. MAC er með svipaða augnskugga sem eru Dazzleshadows fyrir þá sem hafa áhuga, þeir eru bara til stakir.

Couture Palletturnar frá Yves Saint Laurent rata á listann, palletta 13 er hin fullkomna palletta til að eiga í veskinu til að gera sig sætan á núll einni en hún hentar bæði í dag- og kvöldförðun. Palletta númer 7 er einnig í miklu uppáhaldi og ég er óttalega veik fyrir pallettum sem koma í takmörkuðu upplagi reglulega.

Viseart er framleiðandi sem ég eeeeelska en palletturnar frá þeim eru í hæsta gæðaflokki. Bridal Satin pallettan er á topplistanum mínum því hún er ótrúlega fjölhæf, litsterk og falleg.

MAC pigmentin verða örugglega á öllum listum hjá mér til eilífðar, bæði því þau eru svo fjölhæf OG því þau munu örugglega endast mér það lengi. Ég á sérstakt uppáhald í pigmentinu Kitschmas sem er ljósfjólublátt og súperfallegt. Ég mæli með því að skoða pigmentin því það má nota þau í naglalökk, augnskugga, gloss, í farða og svo framvegis og svo framvegis.

Full Metal augnskuggar frá Yves Saint Laurent og þá sérstaklega liturinn 11 Bonnie Copper sem kom í sumarlínu YSL árið 2016 og er hinn fullkomni litur fyrir fyrirhafnarlausa augnförðun í flýti. Skuggarnir eru í einskonar glossumbúðum og eru kremformúla, mæli með!

Moonshadow augnskuggarnir frá Make Up Store fá að rata á listann, extra mjúkir og fjölhæfir. Þeir eru extra stórir svo það má nota þá í nánast hvað sem er, t.d. highlight. 

MAC Paint Pot í litnum Groundwork. Fullkominn “taupe” litur fyrir fljótlega förðun með einum lit, einnig sem grunnur undir aðra skugga. Auðvelt að blanda hann út og vel pigmentaður.

Urban Decay Primer Potion í Original litnum. Besti. Augnskuggaprimer. Í. Heimi! Ókei kannski ekki en allavega sá besti sem ég hef prófað. Ég á heilar 3 túpur af honum því ég vil alls ekki vera án hans. Hann gerir alla augnskugga betri, þeir festast betur og eru mikið litsterkari ásamt því að endast næstum endalaust á augnlokinu. Ég er með oily augnlok og kann viiiirkilega með meta þessa aðstoð.

Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills í litnum Ash Brown. Þessi litur er fullkominn í augabrúnirnar mínar og það er svo auðvelt að nota þetta í augabrúnirnar. Ég nota alltaf bursta frá Zoeva sem kallast Brow Line í Dipbrow og þá er auðvelt að nota passlegt magn svo brúnirnar séu náttúrulegar en samt jafnar. Liturinn endist vel og rennur ekki til nema maður nuddi brúnirnar duglega. Það geta allir fundið sinn lit í augabrúnavörunum frá Anastasia Beverly Hills.

Grandiôse eyelinerinn frá Lancôme er byltingarkennd nýjung því það er hægt að beygja hann til að auðvelda ásetningu fyrir alla. Formúlan er góð, liturinn er þéttur og hún endist vel og burstinn er frábær í að gera fullkomna línu. Lisa Eldridge hefur gert frábæra hluti fyrir Lancôme árið 2016 og ætlar að halda því áfram á þessu ári.

Liquid Eye Liner frá MAC úr samstarfslínu þeirra með söngkonunni Mariah Carey verður að fá að vera með en þetta er einn best heppnaði brúni blauti eyelinerinn sem ég hef prófað. Liturinn er passlega dökkur og passlega kaldur brúnn litur svo öll förðun er mikið mildari en annars. Það er auðvelt að nota eyelinerinn og hann endist vel á og það er auðvelt að þrífa hann af.

Augabrúna”maskarinn” Sourcils Styler frá Lancôme stóð virkilega uppúr því burstinn er frábrugðinn öðrum augabrúnagelburstum, ég hef sagt ykkur frá honum áður. Formúlan heldur augabrúnunum vel í skefjum og gefur mikið náttúrulega útlit heldur en að nota bara blýant eða lit, það er meiri dýpt.

Maskarar ársins voru tveir en það eru Hypnôse Volume-a-porter frá Lancôme og Telescopic Carbon Black frá L’Oréal. Ég ætla ekki að segja neitt meira um það en vildi hafa bæði “drugstore” og “high-end” maskara á listanum.

Síðasta varan er síðasta snyrtivaran sem ég fékk í hendurnar á árinu 2016, rétt fyrir áramótin en það er Lash Story frá House of Lashes. Ég keypti reyndar Pro týpuna sem rúmar fleiri augnhár en þetta er ss bók til að geyma gerviaugnhár svo maður sé ekki með fullar skúffur af augnhárabökkum. Pro útgáfan rúmar 22 pör ásamt lími og venjulega útgáfan rúmar 10 pör. Ég set inn sér umfjöllun um þessa vöru á næstunni.

Þá er það upptalið sem ég ætlaði að segja ykkur frá í augnförðunarvörum. Eins og ég sagði áðan þá gleymdi ég örugglega einhverju og biðst strax afsökunar á því. Ég hlakka til að sýna ykkur næsta hluta.

Brúðarpalletta frá Viseart

DSC_0213Færslan er ekki kostuð, höfundur keypti vöruna sjálfur

Hæ! Ég er búin að vera á leiðinni í langan tíma að segja ykkur frá augnskuggapallettunum frá Viseart sem ég keypti mér í Bandaríkjunum en þar sem Viseart fæst nú hjá Fotia.is og því orðið auðvelt að nálgast þær er ekkert því til fyrirstöðu að henda í fyrstu færslu af þremur.

DSC_0217

Fyrsta pallettan sem ég ætla að segja ykkur frá er 03 Bridal Satin sem er hugsuð sem hin fullkomna brúðarpalletta með satínáferð en hún er kannski ekki beint hefðbundin að mínu mati þar sem áherslan er ekki bara á brúna/gyllta skugga. Ég var búin að bóka (ofan á allskonar aðrar farðanir) tvær mjög sérstakar brúðarfarðanir fyrir sumarið (góðar vinkonur sem mér fannst þurfa að gera extra fínar) og fannst ég verða að eiga þessa fyrir þær og verð að segja að hún stóð 1000% undir væntingum. Pallettan er samt enganvegin bara bundin við brúðkaupsfarðanir og er í raun bara satínpalletta sem hentar öllum aldurshópum, allt árið um kring. Ég segi öllum aldurshópum því mér finnst “reglan” að eldri konur megi bara nota matta skugga vera algjört kjaftæði og finnst satínskuggar fallegir á öllum.

Viseart augnskuggapallettur innihalda 12 augnskugga sem eru 2 grömm hver (til samanburðar er stakur MAC augnskuggi 1,5 grömm) svo maður er að fá mikið fyrir peninginn. Litaúrvalið í þessari pallettu er skemmtilegt, það er úrval af ljósum litum (ekki bara hvítur/ljósgylltur) og allir litirnir eru klæðilegir og það er auðvelt að raða þeim saman/nota með öðrum pallettum. Formúlan er silkimjúk og “buttery” en á sama tíma mjög litsterk og það er auðvelt að blanda skuggana. Endingin á augunum er mjög góð sem er mikill kostur fyrir olíuaugnlok eins og mín en ég nota samt oftast primer undir til öryggis. Set swatches hér fyrir neðan, enginn primer undir og bara ein stroka með puttunum.

DSC_0222Skuggi nr 2 frá toppi virðist vera mjög patchy en hann er mjög þéttur og góður

DSC_0227

Viseart er franskt snyrtivörumerki og eru allar vörur handgerðar úr hágæða hráefnum í París. Stofnendur merkisins vildu búa til hágæðavörur sem væru náttúrulegri en það sem var í boði og að vörurnar væru að öllu leiti án skaðlegra efna en þær eru framleiddar án “mineral oil”, phenoxyethanol, sulfíða, SLS, þalata, paraffína og parabena. Viseart hefur aldrei prófað á dýrum. Fotia.is tók merkið í sölu nú á dögunum og eins og er fást 8 tegundir af stóru pallettunum (12 skugga) og 3 af minni pallettum (6 skugga) en mér skilst að það sé meira á leiðinni. Stóru palletturnar kosta 14990 krónur á fotia.is sem ykkur finnst kannski hljóma mikið en ef við reiknum þetta niður á augnskuggann þá er hver skuggi á c.a. 1250 krónur og það 2 gramma hágæðaskuggi! Minni palletturnar kosta 9990 krónur og þá er hver skuggi að kosta 1665 krónur. Ég ætla ekki að fara út í verðin á erlendu síðunum því ég er hreinlega ekki viss hverjar þeirra senda til Íslands og er ekki viss um að það borgi sig endilega heldur (palletturnar kosta 80 dollara í Bandaríkjunum og með sendingu og aðflutningsgjöldum held ég að það borgi sig hreinlega ekki að panta að utan).

Ég mæli með Viseart!

Þar til næst,
Þórunn