Urban Decay – Moondust palette

Moondust pallettan var fyrsta Urban Decay varan sem ég keypti eftir opnunina á Íslandi og því löngu kominn tími á hana hér á blogginu. Þar sem að það eru TAX-FREE dagar í Hagkaup (Hagkaup í Smáralind selur Urban Decay) er kjörið að smella henni inn í dag því ég hef elskað hana frá fyrsta “swatch”-i.

Umbúðirnar eru veglegar, það er þyngd í þeim, þær eru fallegar og í lokinu er stór spegill. Ég elska glimmeráferðina utaná, hún er ekki gerð úr lausu glimmeri sem hrynur út um allt heldur er plastið sjálft glitrandi. Í pallettunni eru 8 augnskuggar, hver þeirra er 0,7 grömm og hún kostar 8299 krónur á fullu verði svo hver skuggi kostar rúmlega 1037 krónur á fullu verði. Með afslættinum á TAX-FREE er hver skuggi kominn niður í rúmlega 837 krónur sem er algjör no-brainer.

Skuggarnir eru eins og áður segir 8 og eru Moondust skuggar (moondust er ákveðin formúla) sem glitra eins og stjörnur. Litirnir heita Specter (ljósbleikur), Element (rauðbleikur), Magnetic (fjólublár með bláu glimmeri), Lightyear (ljósgrænn), Granite (grá-silfur), Lithium (brons), Vega (blár með túrkís glimmeri) og Galaxy (blágrágrænn). Uppáhalds litirnir mínir eru Lithium, Granite, Galaxy og Vega.

Það má nota skuggana bæði þurra og blauta, litirnir eru meira áberandi ef skugginn er blautur (ekki rennblautur en rakur). Ég þarf alltaf að nota primer því ég er með olíumikil augnlok og mér finnst best að nota Liquid Sugar frá Eye Kandy eða einhverskonar “sticky” primer eins og Pixie Epoxy frá Fyrinnae og þá haldast skuggarnir fullkomnir í að minnsta kosti 16 klukkustundir (ég prófaði). Ég hef bæði notað bursta og fingurgómana í augnskuggana og finnst flatir “synthetic” burstar og fingurgómarnir virka best.

Hér er ég með blöndu af Lithium, Granite og smá Galaxy. Ég mæli 100% með Moondust pallettunni og hvet ykkur til að gera ykkur ferð í Urban Decay í Hagkaup Smáralind til að skoða hana.

Nýir og endurbættir L’Absolu Rouge varalitir frá Lancôme

Varan er gjöf

Nýlega komu í verslanir endurbættir L’Absolu Rouge varalitir frá Lancôme sem hafa fylgt okkur síðustu 25 ár. Hönnun þeirra hefur breyst í gegnum tíðina og sú nýjasta er sú allra glæsilegasta (og praktískasta) en markmiðið hefur alltaf verið að hafa þær sígildar og fallegar. Ég ELSKA nýju umbúðirnar sem eru “veskisheldari” heldur en flestar því þær opnast ekki nema smellt sé á rósina svo maður hefur aldrei áhyggjur af því að veskið verði bleikt að innan. Mér þykir líka fallegt að hafa umbúðirnar “sleek” og svartar og tilfinningin að taka þær upp er hreinn lúxus því það er svolítil þyngd í þeim.

Eftir að Lisa Eldridge tók við keflinu hjá Lancôme hafa margar gríðarlega jákvæðar breytingar átt sér stað og þessir varalitir eru sérstaklega vel heppnaðir. Í dag eru 36 litir í línunni, 16 söluhæstu litirnir úr gömlu týpunni héldu áfram í nýju umbúðunum og Lisa hannaði 14 í viðbót.

Formúlan kemur í þremur áferðum, sheer, cream og matte. Hún á að gefa vörunum raka og mýkja þær í allt að 8 klukkustundir. Á þeim 2 litum sem ég hef prófað hef ég verið að fá u.þ.b. 4-5 klst sem er mjög gott miðað við “sheer” áferð. Formúlan inniheldur meðal annars Pro-Xylane™ og Ceramide V fyrir raka og vernd, sérstaka rakasameind og svo eru The Satin Color™ sameindir sem tryggja að liturinn dreifist jafnt yfir varirnar og litarefnin gefa sterkan lit. Einnig er að finna E vítamín í formúlunni. Mér finnst rakinn mjög góður þar sem ég er alltaf með þurrar varir og liturinn nær að mýkja skorpuna á vörunum svo það séu misfellur í litnum útaf nöguðum vörum.

Sheer áferðin gefur létta þekju, ljóma og gefur vörunum léttan gljáa. Það eru 9 litir með þessari áferð.
Cream áferðin gefur meðal til mikla þekju, djúpa liti og hefur satínáferð. Hér höfum við 23 liti en 22 þeirra koma til Íslands. 
Matte áferðin gefur þéttan lit sem endist á vörunum án þess að þurrka þær. Það eru 6 litir með þessari áferð en 5 þeirra koma til Íslands.

Ég prófaði litina 317 Pourquoi Pas og 202 Nuit & Jour sem eru báðir með sheer áferð. Mér þykja báðir virkilega góðir en 202 er þó í aðeins meira uppáhaldi. Ástæðan fyrir því er liturinn sem virðist henta flestum og hvað hann er mismunandi eftir einstaklingum. Mér finnst hann ekki eins á mér og öðrum sem ég sé með hann en það er auðvitað rökrétt þar sem hann er hálfgegnsær svo varirnar koma í gegnum litinn. Endingin er eins og áður segir góð og ekki áberandi þegar að liturinn fer að dofna (þegar að ég er búin að borða hann af). Lyktin af formúlunni hverfur fljótt (það er rósalykt) og liturinn er jafn og þéttur.

Ég elska mína liti og hvað þeir eru handhægir og ég vona að þið getið fundið liti við ykkar hæfi. Ég hef augastað nokkrum möttum litum og nokkrum krem sem mig langar að prófa við tækifæri en það bíður betri tíma (ég hef svo mikið að prófa og skrifa um að ég er með hálfgerðan verkkvíða yfir því. Ég hlakka til að sýna ykkur meira af þeim nýjungum sem uppáhaldið mitt hún Lisa hefur unnið að með Lancôme og finnst hún vera að beina merkinu í rétta átt að meiri sérstöðu og enn betri og praktískari vörum.

Ég ætlaði að vera rosa dugleg núna í janúar að skrifa en hef verið svolítið “under the weather” og ekki í miklu stuði fyrir neitt (mér finnst janúar vera mánuður með 31 mánudegi).  Ég var að koma heim úr smá skreppiferð til New York í gærmorgun svo ég er aðeins hressari og líflegri heldur en áður. Ég hef margt að sýna ykkur (það er svo sannarlega að koma snyrtivöru-vor með tilheyrandi nýjungum) og ég vona að ég nái að vera nokkuð virk í skrifum.

 

Uppáhalds förðunarvörur fyrir varir 2016

Jæja jæja, síðasti kaflinn í þessum árslistum er kominn svo ég ætla bara að vinda mér í þetta. Þetta eru mínar uppáhalds varavörur fyrir árið 2016.

Vice varalitir frá Urban Decay, ég á 3 í nýju (núverandi) umbúðum og svo einn sem hélt áfram úr gömlu línunni, ég er búin að tjekka og hann hefur ekkert breyst þrátt fyrir formúlu og umbúðabreytingu. Þessir varalitir eru með formúlu sem er ofur-“pigmentuð” og þurrkar ekki varirnar. Það eru til allskonar áferðir og ótal litir og ég hlakka til að kaupa fleiri, ég renni hýru auga til möttu formúlunnar sem ég hef ekki prófað enn. Litur sem ég elska og mæli með að allir prófi er Rejected með Metallized áferð.

Lipglass frá MAC Cosmetics. Ég hef lengi verið aðdáandi og áhuginn var endurvakinn á þessu ári eftir að ég fann fyrsta glossið mitt aftur ofaní skúffu. Mér finnst Lipglass frábær formúla ásamt Dazzleglass sem ég er alltaf veik fyrir þegar að ég sé nýja liti í því. Formúlan er passlega létt, ekki of klístruð en ekki of fljótandi. Ég elska glimmerliti og var því mjög kát að skella Dreamlover úr Mariah Carey línunni hérna inn.

Rouge Pur Couture frá Yves Saint Laurent. Gullfallegir, rakagefandi og fallegir varalitir sem hefur verið hægt að fá merkta við sérstök tilefni. Það koma alltaf reglulega nýir litir og ég er alltaf fljót að skjótast út í búð að prófa að swatcha þá. Það er klassískur glamúr í þessum umbúðum og litirnir sem ég hef prófað eru langflestir klæðilegir og henta mörgum húðgerðum/litum/aldurshópum.

Nýjustu Lancôme varalitirnir, L’Absolu Rouge, sem eru einmitt að koma inn á bloggið mjög fljótlega. Lancôme endurbætti varalitaformúluna sína, umbúðirnar og jók litaúrvalið svo um munar á árinu 2016 undir listrænni stjórn Lisu Eldridge. Svo ég skemmi ekki komandi færslu ætla ég bara að segja að þið ættuð að kíkja á næsta sölustað og sjá einar sniðugustu varalitaumbúðir sem þið finnið.

Lancôme ratar aftur á listann með uppáhalds varaolíunni minni sem er Juicy Shaker. Cushion “ásetjari” sem gefur fullkomið magn af lit og olíu án þess að það sé allt útum allt. Allir litir ilma vel og eru með samsvarandi bragði, gljáinn á vörunum er klísturlaus og passlega mikill og Berry In Love er minn uppáhalds litur. Það er bæði hægt að nota Juicy Shaker einan og sér og með varalit.

Varaliturinn Faux frá MAC Cosmetics hefur verið í miklu uppáhaldi á árinu 2016 frá því ég keypti hann úti í Boston síðasta vor. Hann er hinn fullkomni bleik-nude varalitur fyrir mig og það besta er að það var ekki ég sem “fattaði” að hann væri til – ég var að kaupa einn fyrir vinkonu mína og ákvað að kaupa einn fyrir mig. Ég notaði hann sama dag og hef ekki gengið frá honum síðan.

Nýjung sem rataði á listann er Vinyl Cream Lip Stain frá Yves Saint Laurent sem kom á markað seint á síðasta ári. Ég er búin að vera á leiðinni að setja þá hingað inn alltof lengi, ég á tvo liti og ELSKA þá. Þetta er háglans varalitur án klísturs, með fáránlega mikinn lit, gefur mikinn raka og hentar mér vel. Það er auðvelt að setja formúluna á og hún endist vel. Þið sjáið þessa vöru á blogginu fljótlega.

Nú þegar að listarnir eru allir komnir inn þá munu “venjulegu” færslurnar fara að detta inn um allskonar vörur, eldri og nýrri. Ég hef verið að velta fyrir mér að bæta inn liðum hér á bloggið og ætla að liggja á því áfram en ég ætti að hafa meiri tíma á þessari önn til að skrifa og spjalla við ykkur.

Þar til næst,

Bestu andlitsförðunarvörur 2016

ÚFF! Ég skil ekki hvað tíminn líður hratt og því mikilvægt að drífa þessa árslista af svo við getum farið að byrja á einhverjum nýjum og ferskum umfjöllunum um nýjar, nýlegar og eldri vörur (því við erum auðvitað alltaf að kynna okkur eitthvað nýtt). Hér eru að mínu mati bestu andlitsförðunarvörur ársins 2016.

Við byrjum auðvitað á “all-time” uppáhalds farðanum mínum, Teint Miracle frá Lancôme sem ég var einmitt að kaupa nýtt eintak af. Hann er alltaf fullkominn, áferðin, þykktin, þekjan og bara allt. Það verður erfitt fyrir aðra farða að reyna að velta þessum úr sessi.
Shimmering Skin Perfector í vökvaformi frá Becca hefur ekki verið að fá næga ást hjá mér hérna á blogginu en ég elska að blanda þessum fljótandi highlighter við farða, nota hann undir farða sem og yfir hann fyrir smá auka, náttúrulegan ljóma. 
Touche Éclat penninn frá Yves Saint Laurent, gull-ljóma-penninn víðfrægi verður að sjálfsögðu að fá að vera með á listanum. Ég nota 2 liti af pennanum og eeeelska hvað þetta er góð formúla og gefur ljóma sem er svo fullkomlega eðilegur og maður virðist hafa sofið í 16 klst.
Le Cushion Encre De Peau farðinn frá Yves Saint Laurent er nýjung sem fór strax á listann um leið og ég prófaði hana í fyrsta skipti. Þetta er handhægasti “on-the-go” farði sem ég hef nokkurntíman prófað, þekjan er góð og hann helst vel á. Umbúðirnar eru líka gullfallegar (bókstaflega).
Les Sahariennes Bronzing Stones frá YSL er uppáhalds sólarpúðrið mitt. Það er í nokkrum litum, ég á þann ljósasta og get gluðað því framan í mig alveg að vild. Púðrið er eitt það fínmalaðasta sem ég hef prófað og það er örfín sansering í mínum lit. Það er bara ekki hægt að klúðra förðuninni með þessu sólarpúðri.
RCMA No-Color Powder er alveg litlaust, hræódýrt púður sem allir geta notað (ég borgaði 9 dollara í USA). Það er einn ókostur og það er að umbúðirnar henta manni ekkert sérstaklega vel dagsdaglega svo mér finnst alltaf eitthvað fara til spillis, ekki það að ég kvarti þegar að einn dunkur er 3oz. Ég sá að RCMA var að vara við fölsuðum púðrum í umferð svo ég mæli ekki með að rjúka til á Ebay eða Aliexpress að versla púður (ekki versla snyrtivörur á Aliexpress, ever! alveg bannað!)
Lancôme Effacernes hyljarinn, vatnsheldur, táraheldur, hylur allt og maður þarf svo pínulitla bólu af hyljara til að hylja verstu bauga/bólur/allskonar. Mér finnst hann líka mjög þægilegur til að setja í kringum varirnar, bæði til að “eyða” útlínunum og vera smá grunnur undir varablýant/lit og svo til að lagfæra línu sem er ekki alveg nógu skörp.
Urban Decay Naked Skin farði og hyljari, skothelt kombó. Báðar vörur innihalda efni sem hafa jákvæð áhrif á húðina, þekjan er góð, áferðin er frábær og ég bara get ekki mælt nógu mikið með þeim.
theBalm Mary-Lou Manizer er “my girl”. Þessi highlighter er minn uppáhalds, fínmalaður og með hinn fullkomna lit fyrir mína hálfglæru hvítu húð. Það þarf að fara varlega svo maður blindi fólk ekki í réttri lýsingu en þetta er einn af fáum highlighterum sem er bara sanseraður en ekki með neinu glimmeri.
MAC kinnalitir og þá sérstaklega bleiki kinnaliturinn úr samstarfslínu Mariah Carey og MAC sem kom mér ótrúlega á óvart og ég nota hann vandræðalega mikið. Ég mæli líka með kremkinnalitunum eins og t.d. Posey sem ég keypti í vor, mér finnst hann snilld!

Eins og ég hef sagt milljón og þrisvar gleymdi ég örugglega helling svo þið verðið bara að fyrirgefa það. Síðasti hlutinn er tilbúinn en það eru vörur fyrir varir sem stóðu uppúr á árinu 2016. Fylgist með honum og svo getum við farið að spjalla um meira sniðugt því það lítur út fyrir að ég muni að öllum líkindum (nú jinxa ég þetta) hafa tíma til að skrifa meira og sýna ykkur meira. Þið getið fylgst með mér á snapchat undir notandanafninu thorunns þar sem ég segi ykkur stundum frá einhverju sniðugu þegar að ég er í stuði og ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt eða mynduð vilja lesa eitthvað sérstakt þá hafið þið bara samband við mig hér, á facebook, snapchat eða í tölvupósti.

Þar til næst,

Uppáhalds augnförðunarvörurnar 2016

Hæ! Nú er það partur tvö af uppáhalds vörunum mínum fyrir 2016. Ég átti eiginlega erfiðast með þennan part, augnförðunarvörurnar voru nefnilega mjög margar og flottar á síðasta ári og ég er örugglega að gleyma milljón og þremur hlutum. Ég tók bæði inn nýjar og eldri vörur því ég vildi segja ykkur frá mínum “ultimate” uppáhalds, óháð því hvenær þeim var skellt á markað. Byrjum á pallettum og vinnum okkur svo í gegnum listann.

Fyrsta sem ég skelli hérna inn er Moondust pallettan frá Urban Decay sem ég keypti mér þegar að Urban Decay opnaði hér á landi. Formúlan á þessum skuggum er svo þægileg að ég nota glimmerin mín alltaf minna og minna því þetta er svo einfalt í einni pallettu. MAC er með svipaða augnskugga sem eru Dazzleshadows fyrir þá sem hafa áhuga, þeir eru bara til stakir.

Couture Palletturnar frá Yves Saint Laurent rata á listann, palletta 13 er hin fullkomna palletta til að eiga í veskinu til að gera sig sætan á núll einni en hún hentar bæði í dag- og kvöldförðun. Palletta númer 7 er einnig í miklu uppáhaldi og ég er óttalega veik fyrir pallettum sem koma í takmörkuðu upplagi reglulega.

Viseart er framleiðandi sem ég eeeeelska en palletturnar frá þeim eru í hæsta gæðaflokki. Bridal Satin pallettan er á topplistanum mínum því hún er ótrúlega fjölhæf, litsterk og falleg.

MAC pigmentin verða örugglega á öllum listum hjá mér til eilífðar, bæði því þau eru svo fjölhæf OG því þau munu örugglega endast mér það lengi. Ég á sérstakt uppáhald í pigmentinu Kitschmas sem er ljósfjólublátt og súperfallegt. Ég mæli með því að skoða pigmentin því það má nota þau í naglalökk, augnskugga, gloss, í farða og svo framvegis og svo framvegis.

Full Metal augnskuggar frá Yves Saint Laurent og þá sérstaklega liturinn 11 Bonnie Copper sem kom í sumarlínu YSL árið 2016 og er hinn fullkomni litur fyrir fyrirhafnarlausa augnförðun í flýti. Skuggarnir eru í einskonar glossumbúðum og eru kremformúla, mæli með!

Moonshadow augnskuggarnir frá Make Up Store fá að rata á listann, extra mjúkir og fjölhæfir. Þeir eru extra stórir svo það má nota þá í nánast hvað sem er, t.d. highlight. 

MAC Paint Pot í litnum Groundwork. Fullkominn “taupe” litur fyrir fljótlega förðun með einum lit, einnig sem grunnur undir aðra skugga. Auðvelt að blanda hann út og vel pigmentaður.

Urban Decay Primer Potion í Original litnum. Besti. Augnskuggaprimer. Í. Heimi! Ókei kannski ekki en allavega sá besti sem ég hef prófað. Ég á heilar 3 túpur af honum því ég vil alls ekki vera án hans. Hann gerir alla augnskugga betri, þeir festast betur og eru mikið litsterkari ásamt því að endast næstum endalaust á augnlokinu. Ég er með oily augnlok og kann viiiirkilega með meta þessa aðstoð.

Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills í litnum Ash Brown. Þessi litur er fullkominn í augabrúnirnar mínar og það er svo auðvelt að nota þetta í augabrúnirnar. Ég nota alltaf bursta frá Zoeva sem kallast Brow Line í Dipbrow og þá er auðvelt að nota passlegt magn svo brúnirnar séu náttúrulegar en samt jafnar. Liturinn endist vel og rennur ekki til nema maður nuddi brúnirnar duglega. Það geta allir fundið sinn lit í augabrúnavörunum frá Anastasia Beverly Hills.

Grandiôse eyelinerinn frá Lancôme er byltingarkennd nýjung því það er hægt að beygja hann til að auðvelda ásetningu fyrir alla. Formúlan er góð, liturinn er þéttur og hún endist vel og burstinn er frábær í að gera fullkomna línu. Lisa Eldridge hefur gert frábæra hluti fyrir Lancôme árið 2016 og ætlar að halda því áfram á þessu ári.

Liquid Eye Liner frá MAC úr samstarfslínu þeirra með söngkonunni Mariah Carey verður að fá að vera með en þetta er einn best heppnaði brúni blauti eyelinerinn sem ég hef prófað. Liturinn er passlega dökkur og passlega kaldur brúnn litur svo öll förðun er mikið mildari en annars. Það er auðvelt að nota eyelinerinn og hann endist vel á og það er auðvelt að þrífa hann af.

Augabrúna”maskarinn” Sourcils Styler frá Lancôme stóð virkilega uppúr því burstinn er frábrugðinn öðrum augabrúnagelburstum, ég hef sagt ykkur frá honum áður. Formúlan heldur augabrúnunum vel í skefjum og gefur mikið náttúrulega útlit heldur en að nota bara blýant eða lit, það er meiri dýpt.

Maskarar ársins voru tveir en það eru Hypnôse Volume-a-porter frá Lancôme og Telescopic Carbon Black frá L’Oréal. Ég ætla ekki að segja neitt meira um það en vildi hafa bæði “drugstore” og “high-end” maskara á listanum.

Síðasta varan er síðasta snyrtivaran sem ég fékk í hendurnar á árinu 2016, rétt fyrir áramótin en það er Lash Story frá House of Lashes. Ég keypti reyndar Pro týpuna sem rúmar fleiri augnhár en þetta er ss bók til að geyma gerviaugnhár svo maður sé ekki með fullar skúffur af augnhárabökkum. Pro útgáfan rúmar 22 pör ásamt lími og venjulega útgáfan rúmar 10 pör. Ég set inn sér umfjöllun um þessa vöru á næstunni.

Þá er það upptalið sem ég ætlaði að segja ykkur frá í augnförðunarvörum. Eins og ég sagði áðan þá gleymdi ég örugglega einhverju og biðst strax afsökunar á því. Ég hlakka til að sýna ykkur næsta hluta.

1 2 3 4 5 6 64