Um mig

Ég heiti Þórunn Sif og hef bloggað um snyrtivörur (og aðra hluti) hér síðan 2014.

Ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Mood Makeup School vorið 2012 og sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 2017.
Ég frá upphafi haft það fyrir reglu að ég þigg ekki gjafir sem fylgja kvaðir um jákvæð ummæli/meðmæli og ég merki færslur um vörur sem ég hef fengið að gjöf sérstaklega hér á blogginu.

Ég er alltaf að bæta í snyrtivörusafnið og finnst gaman að fá ábendingar um vörur sem lesendur vilja lesa umsagnir um. Þið getið haft samband í gegnum samfélagsmiðlana sem sjást hér á síðunni, tölvupóstinn hér að neðan eða í gegnum síðuna sjálfa.

Ég tek líka að mér farðanir við öll tilefni! Endilega hafið samband fyrir bókanir eða nánari upplýsingar á thorunn.thorarins(hjá)gmail.com.

No Comments

Leave a Reply