Um mig

Ég heiti Þórunn Sif og er 24 ára pjattrófa.
Ég er snyrtivöru og tækjafíkill á háu stigi og kláraði förðunardiplomanám hjá Mood Makeup School vorið 2012. Ég á miklu meira en góðu hófi gegnir af snyrtivörum og ákvað að fara að skrifa um þær og annað sem mér þykir fallegt eða áhugavert eftir að hafa gengið með þessa hugmynd í kollinum í nokkur ár. Tæknigreinum ætla ég að reyna að halda í lágmarki en það er aldrei að vita hvað slæðist með inn á milli.
Ég er alltaf að bæta í snyrtivörusafnið og þykir gaman að fá ábendingar um vörur sem lesendur vilja lesa umsagnir um. Flestar vörurnar sem ég skrifa um eru keyptar af mér en svo eru gjafir og sýnishorn inni á milli en þrátt fyrir að ég fái sýnishorn lofa ég lesendum fullri hreinskilni og heiðarleika.

Ég tek líka að mér farðanir við öll tilefni! Endilega hafið samband fyrir bókanir eða nánari upplýsingar á thorunn.thorarins(hjá)gmail.com.