Bestu varaförðunarvörur ársins 2017

Næst síðasta færslan í þessari samantekt er mætt en það eru varaförðunarvörur sem er reyndar frekar lítill og nettur flokkur en þar af leiðandi er samkeppnin í honum gríðarlega hörð en ég náði að saxa þetta eitthvað niður. Hér gleymdust örugglega milljón hlutir en svona er þetta bara, ég er búin að vera í einhverju móki hérna heima í veikindum en ég er að vona að textinn hafi allavega eitthvað samhengi.

Fyrsta varan sem ég vil minnast á er Le Lip Liner varablýanturinn frá Lancôme sem ég á held ég 3 liti af og býst við að kaupa nokkra í viðbót. Þessi varablýantur er algjör snilld, endist vel á vörunum og er ekki of þurr (ég hata þegar að blýantar “toga” í vörina og eyðileggja línurnar) en heldur ekki of mjúk svo hún fari fyrr af. Formúlan var endurbætt í lok árs og er raunverulega enn betri (ég hélt að það væri ekki hægt) og þægilegri. Burstinn á endanum hentar fullkomlega til að blanda varalitnum og varablýantinum saman og til að ná enn skarpari og fallegri línu á varirnar. Ég hef stundum notað varablýantinn einan og sér og nota þá pensilinn til að blanda honum betur inn í varirnar en ég nýti þessa blýanta með flestum litum og formúlum. Aðrir frábærir blýantar eru MAC blýantarnir og NYX.

Fljótandi varalitur ársins er að mínu mati Tatouage Couture Liquid Matte Lip Stain frá Yves Saint Laurent sem ég fékk að gjöf frá merkinu í lok árs en hann er væntanlegur í sölu á Íslandi um miðjan febrúar, það hafa verið einhverjar seinkanir á þeim en ég vona að þeir komi sem fyrst svo ég geti bætt fleirum við. Formúlan er algjör draumur, litsterk og létt en hún litar varirnar svo það sést lítið sem ekkert þegar að hann fer af yfir daginn. Ásetjarinn er einn sá áhugaverðasti sem ég hef séð en hann tryggir fullkomna ásetningu með skörpum línum og formúlan rennur ekki til svo þær haldast fullkomnar yfir daginn. Mig dauðlangar í fleiri liti en ég hef bara prófað lit 8, litur 11 heillar mig uppúr skónum og litur 07 virðist vera fullkominn nude litur. Aðrir frábærir fljótandi varalitir sem ég er hrifin af eru t.d. Matte Shaker frá Lancôme (sem litar líka varirnar eins og þessi) og Dose Of Colours varalitirnir.

Liquid Crystal Glow Gloss frá Becca Cosmetics er ekki komið til Íslands (ég krossa samt fingur að það gerist einhverntíman) en er að mínu mati gloss ársins 2017 og mitt hefur tekið upp varanlega búsetu í veskinu mínu. Formúlan er mjög rakagefandi, mjúk, ekki klístruð, með fíngerðu en áberandi glimmeri sem gerir varirnar djúsí og fallegar. Minn litur er Rose Quartz x Seashell og hann er hægt að nota bæði einan og sér og yfir varaliti/varablýanta. Önnur gloss sem ég elska eru YSL Volupté glossin, endurbættu Lancôme glossin og MAC glosslínan eins og hún leggur sig (Becca glossin minna svolítið á Dazzleglass línuna).

Varasalvi/varaolía ársins er að mínu mati Volupté Tint-In-Balm sem er eiginlega varaolían frá sama merki (sem ég elska) í stiftformi. Formúlan er tvöföld og ytra lagið er varasalvi sem inniheldur blöndu af ýmsum nærandi og rakagefandi smjörum og olíum en innra lagið er varalitur sem gefur léttan lit en endist vel. Útkoman er “sheer” og það má eiginlega nota línuna “your lips but better” fyrir þessa formúlu því náttúrulegur litur varanna skín í gegn. Formúlan gefur ljóma og fallegan gljáa en hún gengur bæði upp ein og sér og í bland við varalit/varablýanta og það er hægt að byggja litinn upp en þekjan verður andrei meiri en miðlungs.

Baráttan um varalit ársins var hörð en ég ákvað að lokum að leyfa mér að velja 3 gerðir af varalitum sem mér fannst skara framúr á síðasta ári en þeir eru allir í uppáhaldi og röðin sem þeir koma í hér er handahófskennd. Fyrst ber að nefna Vice varalitina frá Urban Decay sem komu mér virkilega á óvart því ég elskaði gömlu týpuna og var sár þegar að hún hvarf af markaði. Vice varalitirnir koma í mörgum áferðum (6) og ótal litum (skv heimasíðu UD eru þeir 135) en mínir uppáhalds eru Backtalk (Comfort Matte), Native (Cream) og Blackmail (Comfort Matte).
Næst er Bite Beauty með Amuse Bouche en sú formúla er eiginlega vara-“treatment” í hvert skipti sem maður notar varalitina því hún gefur raka, mýkir varirnar og endist lengi. Minn uppáhalds er Meringue og er hinn fullkomni litur fyrir mig, bæði hversdags og spari en hann er “peachy-nude”. Ég eyðilagði litla mini-varalitinn sem ég keypti í New York í byrjun árs óvart og ég eyddi í alvöru hellings tíma í að klára upp úr botninum á honum og svo var elsku besta Rebekka Einars (smellið hér fyrir bloggið hennar) svo ótrúlega frábær að kaupa annan fyrir mig í haust.
Síðast ber svo að nefna MAC varalitina sem allir þekkja en ég á ansi veglegt safn af þeim. Þeir eru framleiddir í nokkrum áferðum (sem eru í mismiklu uppáhaldi hjá mér, sumar nota ég bara helst ekki) og ótal litum. Ég stenst oft ekki varalitina sem koma í línunum (þá er oftar en ekki takmarkað upplag) og freistast oftast til að bæta við varalitum frá merkinu. Árið 2017 var frekar öflugt hjá MAC en það komu nokkrar mjög fallegar línur á markað og margar þeirra rötuðu svo hingað, t.d. Nicky Minaj línan, jólalínan, Steve J and Yoni P línan og Work It Out línan. Þeir litir sem ég notaði oftast á árinu 2017 voru Mud Wrestler (Matte, LE), Spotlight Me (Amplified Cream, LE), Rouge En Snow (Matte, LE), Instigator (Matte), Stripped (Satin, LE), Velvet Teddy (Matte) og Whirl (Matte).

Síðasta varan sem ég ætla að minnast á er líka varalitur frá MAC en Metallic Lips línan var sérstaklega áhugaverð viðbót. Varalitirnir voru með glimmer/málmáferð og voru “limited edition” en mér fannst þessi lína ótrúlega skemmtileg því það var hægt að gera svo mikið með henni, litina mátti nota eina og sér eða yfir aðra liti og ég prófaði meira að segja að blanda varalitum saman sem kom mjög fallega út. Línan sýndi manni líka hvað það væri hægt að gera mikið með því að hugsa aðeins út fyrir boxið með því t.d. að nota pigment og glimmer yfir varaliti og ég t.d. uppgvötaði það hvað Extra Dimension kinnalitirnir frá MAC væru flottir sem varalitir eða yfir þá.

No Comments

Leave a Reply