Bestu andlitsförðunarvörur ársins 2017

Loksins loksins! Ég get loksins haldið áfram með færslurnar eftir að hafa lent í smá klandri með tölvuna mína í síðustu viku sem er komið í lag núna. Nú er komið að fyrsta skammti af förðunarvörunum en það eru andlitsförðunarvörur, þ.e. farðar, hyljarar, púðurvörur fyrir andlitið og svo framvegis. Mér fannst sniðugt að skipta förðunarvörunum í nokkra flokka til að vera ekki með eina risafærslu sem enginn myndi nenna að lesa til enda. Í nokkrum flokkum var valið það erfitt að ég ætla að hafa “runner up” vörurnar með í færslunni.

Besti farðinn árið 2017 var að mínu mati All Hours farðinn frá Yves Saint Laurent sem ég er fáránlega hrifin af því hann hefur frábæra áferð, liturinn minn hentar mér fullkomlega og hann endist allan daginn. Þetta var samt erfitt val en aðrir farðar sem mér þóttu líka stórkostlegir á síðasta ári voru Complexion Creme Foundation frá Becca Cosmetics, Teint Miracle frá Lancome (mjög óvænt, ég veit!) og Touche Éclat Cushion farðinn frá Yves Saint Laurent.

Primer ársins 2017 er að mínu mati All Hours Primerinn sem kom á markað á sama tíma og farðinn frá YSL. Hann mattar húðina, eykur endingartíma farða og er fisléttur á húðinni. Aðrir frábærir primerar sem ég var hrifin af á síðasta ári voru Backlight Priming Filter frá Becca Cosmetics, L’Or primerinn frá Guerlain og Hangover primerinn frá Too Faced.

Hyljarinn sem ég valdi sem besta hyljara ársins að þessu sinni er Pro Longwear Concealer frá MAC Cosmetics sem er búinn að vera á markaði lengi en ég keypti í fyrsta skipti á árinu 2017 og var ótrúlega hrifin. Hyljarinn hylur vel, er léttur á húðinni og endist lengi ásamt því að vera vatnsheldur. Ég hef notað hann í bland við farða til að fá meiri þekju/endingu og meira að segja út í rakakrem til að búa bara til létt litað dagkrem. Ég prófaði reyndar áberandi marga góða hyljara á síðasta ári og þar á meðal voru Guerlain Multi-Perfecting Concealer og Under Eye Brightening Corrector frá Becca sem er einnig litaleiðréttandi fyrir baugana undir augunum.

Extra Dimension Blush frá MAC Cosmetics eru að mínu mati púður kinnalitir ársins en ég eeelska Into The Pink og Just A Pinch alveg sérstaklega mikið. Formúlan er sér á báti því hún er ekki eins þurr og púðurkinnalitir eru venjulega og útkoman er eiginlega highlighterblandaður kinnalitur því það er ljómi í henni. Ég hef líka notað þessa liti á varirnar, þá bæði ofan á varalit fyrir ljóma og bara púður yfir varasalva og það er ótrúlega fallegt.
Cushion kinnaliturinn frá Lancome er svo fljótandi/kremlitur ársins en formúlan er passlega litsterk og það er auðvelt að byggja upp litinn og blanda hann út. Áferðin er gullfalleg (það er raunverulegur munur á púðurkinnalit og kremkinnalit) og ég mæli með því að flestir prófi að minnsta kosti að pota í svona cushion kinnaliti.

Sólarpúður ársins ratar einnig til Yves Saint Laurent en Bronzing Stones sólarpúðrið er í miklu uppáhaldi hjá mér. Púðrið er fínmalað, ekki of litsterkt og gefur eðlilegan og fallegan lit. Hitt sólarpúðrið sem mig langar að minnast á er Sunlit Bronzer frá Becca Cosmetics sem ég fékk í Apres Ski pallettunni sem ég pantaði mér seinnipart árs en það hefur meiri ljóma en Bronzing Stones.

Next To Nothing púðrið frá MAC var að mínu mati púður ársins (og sorg ársins þegar að ég braut það í nóvember). Ég á litinn Light og fannst magnað hvað það kom í mörgum litum. Púðrið er svo fínt malað að það blörrar misfellur í húðinni (og húðholurnar) en gefur líka smá ljóma. Það endist vel á húðinni, gengur með öllum förðum sem ég hef prófað það með og er svo létt að það bráðnar einhvernvegin inn í húðina og verður ekki svona “cakey” eins og sum púður verða á húðinni. Ég hugsa að ég geti vel steypt það aftur í pönnuna een ég þarf kannski bara að gefa mér tíma.

Highlighter-ar ársins koma báðir frá Becca Cosmetics en Shimmering Skin Perfector línan heillaði mig uppúr skónum þegar að Becca kom á markað hér á landi árið 2017. Púðurhighlighter ársins er að mínu mati C Pop sem virðist henta ótrúlega mörgum mismunandi húðlitum en formúlan er létt og það er auðvelt að stýra því hversu “intense” ljóminn er. Einnig henta þessir púðurhighlighterar ótrúlega vel sem risastórir augnskuggar! Kremhighlighter ársins er svo fljótandi útgáfan af Shimmering Skin Perfector og minn litur í honum er liturinn Moonstone sem er ljós-gylltur og mjög náttúrulegur. Þessum má vel blanda við alla farða til að fá meiri ljóma og líka nota eina og sér.

Síðasta varan sem ég minnist á í þessari færslu er eitthvað sem ég kýs að kalla sprey ársins en á árinu kynntist ég Quick Fix frá Urban Decay sem fer heim með vinninginn í þessum flokki. Ég hafði áður prófað All Nighter setting spreyið frá merkinu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér til að auka endingu förðunar en Quick Fix er meiri raki og grunnur til að byggja förðun dagsins á. Spreyið er semsagt notað bæði undir og yfir farða en gefur mikinn raka og frískar aðeins upp á hana. Önnur sprey sem vert er að minnast á í þessum flokki eru áðurnefnt All Nighter frá Urban Decay, Makeup Primer Spray frá Skindinavia, Glowsetter frá Glamglow og Lightful C Marine-Bright Formula Softening Spray Lotion frá MAC (þessi vara flokkast í bæði förðunar- og húðvöruflokkinn).

Þá er þessi samantekt fyrir andlitið komin, ég gleymdi örugglega helling af hlutum sem ég elska en svona er það bara. Næsti skammtur er væntanlegur á morgun eða hinn svo endilega fylgist með!

 

 

No Comments

Leave a Reply