Frískandi rakabomba frá Origins

Í haust keypti ég mér nýtt rakakrem fyrir veturinn og sá þetta nýja krem úr Ginzing línunni frá Origins. Ég hafði prófað léttari útgáfuna áður og líkaði vel svo ég ákvað að skella mér á þetta nýja sem kallast Ginzing Ultra Hydrating Energy Boosting Cream. Kremið hentar öllum húðgerðum og má nota bæði sem dag- og næturkrem svo mér fannst alveg kjörið að slá til, sérstaklega þegar að verðið á kreminu var mjög hagstætt (það er á um 3800 í Lyfju allavega).

Innihaldsefnin eru meðal annars Coffee Seed olíu og Cupuaçu smjör ásamt koffeini og ginsengi. Koffeinið og ginsengið vinna saman að því að fríska upp á húðina og halda henni heilbrigðri og olían og smjörið gefa húðinni raka og halda honum djúpt í húðinni. Mér finnst kremið æði, áferðin er passlega þétt og rakinn helst allan daginn svo ég hef notað kremið mikið í vetur. Lyktin er appelsínu/sítruslykt sem ein og sér er mjög frískandi en gingseng og koffeinblandan gefa manni enn meira orkuskot. Ef mér finnst húðin þurfa meiri raka nota ég rakaserum undir kremið sem truflar mig ekkert sérstaklega. Það er einn ókostur við kremið þó innan um alla kostina en það er að ef húðin er ekki vel skrúbbuð virðist kremið stundum “rúllast” upp í litlar kúlur yfir daginn (ég er mjög oft að nudda á mér andlitið ef ég er þungt hugsi eða eitthvað þannig svo það kannski truflar ekki marga). Mér finnst húðliturinn vera jafnari og húðin ljóma meira ef ég nota kremið reglulega.

Ég er alsæl með kremið og reyndar bara Ginzing línuna almennt (ég hef reyndar ekki prófað allt úr henni en t.d. er “peel-off” maskinn mjög góður). Ég á örugglega eftir að kaupa aðra krukku þegar að mér tekst að klára þessa en reikna með að þessi dugi mér veturinn hið minnsta.

 

P.S. Topplistar ársins eru á leiðinni

No Comments

Leave a Reply