Urban Decay – Heavy Metals palletta

Þessi gullfallega palletta frá Urban Decay kom í verslanir um daginn og er fullkomin fyrir komandi hátíðarhöld nú í desember en hún kallast Heavy Metals Metallic Eyeshadow Palette. Augnskuggarnir í pallettunni eru með nýrri formúlu sem skilar meiri “metallic”/málmáferð heldur en fyrri skuggar hafa gert í bland við sterkari liti og betri blöndunarmöguleika. Augnskuggarnir í pallettunni eru 20 talsins og flokkast þeir í hlutlausa liti (hægra megin) og skærir/bjartir (vinstra megin) með veglegum spegli á milli.

Mér persónulega finnst formúlan virkilega vel heppnuð, hún er silkimjúk og blandast vel ásamt því að litirnir eru gullfallegir. Það er auðvelt að blanda litina og þeir endast vel á augnlokunum (ég nota samt alltaf primer undir því augnlokin mín eru mjög olíumikil) og ég mæli með að nota Heavy Metals pallettuna í bland við aðrar pallettur (t.d. stóru Naked Ultimate Basics pallettunni frá UD) því heil skygging með svona sanseruðum litum er frekar skörp en saman eru þær snilldarkombó. Það er svo hægt að ýkja málmáferðina enn meira með því að nota sprey eins og Fix+ frá MAC eða All Nighter Setting Spray frá Urban Decay á burstann.

Bláir skuggar eru oftast erfiðustu skuggarnir í framleiðslu og Urban Decay tókst gríðarlega vel upp með Dive og Amp (bláu litirnir í pallettunni) og ég sé fyrir mér að nota báða frekar mikið (mér finnst mjög flott að nota bláa skugga í neðri augnháralínuna á móti gylltum/bronzuðum litum á augnlokið). Uppáhalds litirnir mínir í pallettunni eru: Scream, Ground, Spandex, Roadie, Amp og Dive.

Umbúðirnar eru frekar fyrirferðarmiklar en bakkanum með speglinum og skuggunum er rennt inn í plasthylki sem mér finnst mjög þægilegt en þær eru frekar klunnalegar til að ferðast með og verða mjög kámugar fljótt. Mér finnst sniðugt að spegillinn sé í miðjunni og að litunum sé skipt upp í hlutlausa og bjarta liti svo ég sé fyrir mér að grípa reglulega í hana fyrir þessa frábæru liti og formúluna sem mér finnst algjör snilld.

Pallettan fæst í Hagkaup í Smáralind og Kringlunni og kostar að mig minnir rétt undir 8 þúsund krónum. Hver skuggi er 0,8 grömm og því er pallettan í heild 16 grömm, ef við miðum við að pallettan kosti 8000 krónur kostar hver skuggi því 400 krónur og hvert gramm 500 krónur. Verðið er því frekar hagstætt og pallettan kjörin jólagjöf fyrir þá sem hafa áhuga á förðun eða bara í kitt hjá förðunarfræðingum sem þurfa að eiga góða skugga fyrir hin ýmsu verkefni.

No Comments

Leave a Reply