MAC – Metallic Lips

Vörur sem fjallað er um voru bæði keyptar af greinarhöfundi og sendar sem gjöf

Á sama tíma og ég keypti maskarann frá MAC (sjá síðustu færslu) á Ítalíu keypti ég 2 nýjungar í viðbót sem ég vonaði að kæmu svo hingað. Núna glími ég við lúxusvandamálið að báðar vörur voru snilld og ég vissi ekki í hvaða röð ég ætti að tækla þær en ætla að byrja á varalitnum úr Metallic Lips línunni. Ég keypti mér litinn Rose-Dipped og var svo heppin og fékk 2 liti í viðbót í pakka frá MAC á Íslandi. Annar af þeim, Pale Rose, er meira að segja litur sem ég ætlaði að kaupa en þá var hann uppseldur í búðinni úti svo ég var alsæl að fá eintak.

Metallic formúlan frá MAC er mjög létt og rakagefandi með misstórum glimmerögnum sem gera varirnar extra djúsí. Liturinn á varalitunum er passlega þéttur (mér finnst þessi áferð ekki mega vera með of mikla þekju, það væri mjög “off” heildarlook því varirnar verða alveg nógu áberandi eins og þekjan er á þessum. Margir forðast sanseringu í varalitum því oft vill formúlan þurrka varirnar upp en hér er formúlan áberandi mjúk og maður finnur rakann strax. Litirnir sem ég er búin að prófa eru Pale Rose (hlutlaus nude litur með örlitlum köldum tón í grunninn en glimmerið/sanseringin er gyllt), Rose-Dipped (hlýlegur bleikur með blöndu af gylltu og silfruðu glimmeri) og Hades Fire (kaldur rauðvíns-rauður með gylltum og frekar stórum glimmerögnum). Allir litir voru með sambærilega formúlu og endingin á vörunum var í kringum 4 tíma án varablýants/primers en um 5 tímar með varablýanti. Litina má líka nota yfir aðra varaliti eða varablýanta sem “toppers” til að breyta lit eða áferð þeirra. Ég á því miður ekki alla varablýantana frá MAC (I wish, þeir eru í miklu uppáhaldi) en til að gefa ykkur hugmyndir þá finnst mér frábært að nota Rose-Dipped með blýöntunum Hip’n’Happy og Soar, Hades Fire með Vino og Currant (gæti líka ímyndað mér að Burgundy passi vel) og Pale Rose nota ég helst með Subculture, Oak eða Stone (mjög sparlega samt, annars erum við í 90’s fílíng).

Ég hef augastað á fleiri litum úr línunni en er þó líklegust til að gera mér ferð í MAC í Smáralind til að kaupa mér Pigmentin úr línunni en þau eru öll málm-lituð, Gold, Rose Gold, Silver og Copper. Ég er sökker fyrir þessum pigmentum og því líklegt að ég skreppi um helgina. Endilega kíkið í verslunina í Smáralindinni og skoðið nýjungarnar, ég held að þessi lína hafi verið “limited-edition” og því ekki víst að litirnir komi aftur ef þeir klárast.

 

No Comments

Leave a Reply