Nýtt frá Lancôme – Monsieur Big!

Greinarhöfundur fékk vörurnar að gjöf

Þetta ár hefur verið ansi magnað í snyrtivöruheiminum og restin af því verður enn betri. Í sumar kom á markað nýr maskari frá Lancôme sem er orðinn einn af mínum uppáhalds en hann kallast Monsieur Big (eða Mr. Big fyrir okkur sem gláptum á allar seríurnar af SATC) og er algjörlega nýtt “concept” hjá Lancôme. Monsieur Big kom reyndar í línu með eyeliner-tússpenna og augabrúnablýanti og ég var svo heppin að Lancôme á Íslandi sendi mér bæði maskara og eyeliner til að prófa.

Maskarinn er einn sá besti sem ég hef prófað en formúlan er passlega létt, auðvelt að byggja hana upp og hún endist allan daginn og meira til. Formúlan inniheldur blöndu af fjölliðum og vaxtegundum sem gera formúlunni kleyft að loða vel við augnhárin. Burstinn spilar líka inn í hér en hann hefur sérstaka lögun/áferð sem stýrir magni formúlunnar svo ásetningin sé alltaf jafn góð. Vegna þessarar tvennu þykkir maskarinn augnhárin mjög mikið, lengir vel og krullar svo útkoman er eins og gerviaugnhár og hún helst þannig allan daginn.

Það að halda mínum rennislétti augnhárum brettum í yfir 16 klukkustundir án þess að molna, flagna eða klessast, er afrek sem ætti að gefa verðlaun fyrir. Ég er búin að vera extra þurr og pirruð í augunum í sumar útaf ofnæmi og hef ekki getað notað flesta maskara sem ég gríp venjulega í vegna ertingar og því var maskarinn kærkomin viðbót í safnið. Ég hreinsa hann alltaf af með tvöföldum augnfarðahreinsi og nota alltaf Bi-Facil frá Lancôme sem ég hef notað síðustu 2-3 ár en hann nær öllum ögnum af maskaranum af og nærir augnhárin á sama tíma.

Eyelinerinn er stór eyelinertúss sem nær samt að gera fínar línur, formúlan þunn og endist vel. Ég hugsa samt að ég skipti ekki úr Liner Plume (uppáhalds eyelinertússinn minn frá Lancôme, topp 5 ever) yfir í Monsieur Big tússinn en finnst gott að grípa í þennan stöku sinnum.

 

Ég mæli með að þið kíkið á Monsieur Big á næsta Lancôme sölustað og skoðið vörurnar því þær eru á mjög fínu verði. Maskarinn er (að ég held) ódýrasti Lancôme maskarinn og er að mínu mati einn sá besti (hinir 2 sem ég elska eru Hypnôse Volume-A-Porter og Grandiôse).

Þar til næst,

No Comments

Leave a Reply