Óskalisti fyrir haustið

Ég elska haustið, ég elska þegar að dökkir litir koma aftur í búðir og ég ELSKA að geta með góðri samvisku dregið fram dökka varaliti. Mér finnst haust- og vetrarvörur verslana eiginlega alltaf mest spennandi og snyrtivörulínurnar eru oftast akkúrat það sem ég kaupi.

Mig langaði að setja saman smá óskalista yfir það sem mig langar helst að spreða í þetta haustið, listinn er þó ekki tæmandi en þetta er það sem kemur upp í hugann á þessarri stundu, þemað er rosalega svart en mér þykir praktískt að kaupa svört föt og “poppa” þau aðeins upp með aukahlutum eða förðun í lit.

 

31050131_02_B

Essential chiffon shirt frá Mango á 39,99 € og eftir því sem ég best veit er Mango farið að senda til Íslands

33030269_TN_B

Skinny Electra Jeans frá Mango, 49,99 €

bardastadir_scarf_brown_product

Barðastaðir trefill frá Farmers Market

curzon_-blk_-front--_-filled

Curzon taska frá Knomo London, 149 £

nd.23317

Bonbon ilmur frá Viktor & Rolf, væntanlegur í verslanir ef hann er ekki kominn. Ég ætla að leyfa mér að kaupa mér 30 ml glas fljótlega.

3365440217928_206_rouge-pur-couture-the-mats_Alt1

YSL Rouge Pur Couture The Mats varalitur í litnum 206, ég er ekki viss hvort þessi sé til á Íslandi eða hvort hann sé væntanlegur en ég ætla mér að eignast hann!

3365440742666_8_couture-palette_Alt1

YSL Couture palletta númer 8 sem kallast Avant Garde, ætla að leyfa mér þessa þar sem þessar 2 sem ég á fyrir eru bara ekki nóg. Væntanleg í verslanir fljótlega!

07121b44dd55a07e9feced1ca462ad47

Mátaði þessa í Selected í Smáralind nýlega og dauðlangar í hana en veit ekki alveg hvort ég splæsi í hana. Heitir Sflexa og kostar ef ég man rétt um 37.000 kr.

125042

 

Ég er með æði fyrir quilted leðri og þessi stígvél eru engin undantekning, þau heita Berbel og ég fann þau á heimasíðu Bianco. Kosta skv. henni 37.900 kr.

Ég efa það að ég leyfi mér að kaupa þetta allt í haust enda ansi dýr pakki en það kostar ekkert að láta sig dreyma. Ég þrái sumt af þessu samt svo mikið að mig verkjar í kreditkortið en þá þarf maður bara að sitja á sér og sjá hvort mann langi ennþá eftir svolitla umhugsun.

Þar til næst,
Þórunn

Emmy verðlaunahátíðin 2014 – Uppáhalds kjólarnir mínir

Ég er búin að vera að dunda mér við að skoða myndir frá Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt í Ameríkunni. Ég elska að fylgjast með hvað stjörnurnar (eða stílistarnir þeirra) velja til að klæðast á rauða dreglinum og verð alltaf ofurspennt að skoða hár, kjóla og farðanir eftir hverja hátíð því ég nenni sko ekki að vaka alla nóttina til að horfa á hátíðirnar. Eftir að hafa skoðað hina ýmsu kjóla held ég að ég sé komin með mína uppáhalds í eina möppu og langar að sýna ykkur.

hbz-emmys-2014-Christine-Baranski-lg

Christine Baranski

hbz-emmys-2014-Angela-Bassett

Angela Bassett

hbz-emmys-2014-Michelle-Dockery-lg

Michelle Dockery

hbz-emmys-2014-allison-williams-lg

Allison Williams

hbz-emmys-2014-Gwen-Stefani

Gwen Stefani

hbz-emmys-2014-lizzy-caplan-lg

Lizzy Caplan 

hbz-emmys-2014-julia-roberts-61837233-lg

Julia Roberts

hbz-emmys-2014-Julia-Louis-Dreyfus-lg

Julia Louis Dreyfus

hbz-emmys-2014-claire-danes-lgClaire Danes

hbz-emmys-2014-swap-03-january-jones-lg

January Jones

hbz-emmys-2014-julie-bowen

Julie Bowen

hbz-emmys-2014-Behati-Prinsloo-lg

Behati Prinsloo

hbz-emmys-2014-octavia-spencer-lgOctavia Spencer

hbz-emmys-2014-Kate-McKinnon-lgKate McKinnon

hbz-emmys-2014-taylor-schilling-lg

Taylor Schilling

Þetta eru mínir uppáhalds og boy oh boy hvað ég vildi að ég ætti svona fallega kjóla! Ég vona að þessi litli útúrdúr minn setji ykkur lesendur ekki alveg út af laginu, stundum langar mig að setja inn eitthvað annað en bara snyrtivörur og ég leyfi mér það alveg einstaka sinnum. Eftir smá stund kemur inn færsla um nýja (og mjög svo öðruvísi) maskarann frá Lancome svo fylgist með!

Þar til næst,
Þórunn

NEW IN og vinningshafar

Úff! Þessi vika er búin að vera algjör hryllingur hjá mér og hefur einkennst af allskyns veseni og vandræðum, sjúkrahúsferðum og almennum leiðindum með tilheyrandi bloggleysi. Til þess að bæta mér það upp (og afþvíbara) þá skrapp ég í GS Skó í Kringlunni í dag og keypti mér eitt par af hamingju og tilkynnti 6 afskaplega heppnum vinningshöfum að þeir ættu hjá mér hrikalega sæta gjafapoka fulla af varasölvum. Eftir þessa verslunarmeðferð finnst mér kjörið að fara að blogga svolítið þar sem ég er öll að koma til og ætla að reyna að skella í nokkrar færslur.

IMG_2433

Þetta par af hamingju (skóm) er frá merkinu Sixty Seven sem er uppáhalds skómerkið mitt og mér til mikillar ánægju eru skóverslanir hérna á Íslandi duglegar að fá inn mismunandi línur frá þeim. Þegar að GS Skór tilkynntu á Facebook-síðunni sinni að það væri komin ný lína í búðina frá merkinu VARÐ ég að fara og skoða (og kaupa) en þar sem ég skrapp austur í afmæli í gær varð ég bara að krossa fingur og vona að þeir yrðu ekki uppseldir í minni stærð. Í dag datt ég svo í lukkupottinn þegar að ég fann draumaskóna í hillu í Kringlunni, svo fallegir og sætir og þegar að sýniseintakið er akkúrat stærðin sem maður þarf hljóta þetta bara að vera örlögin – ég keypti þá auðvitað!

IMG_2436

Þeir eru guðdómlegir, ég er að segja ykkur það! Þægilegir og flottir og nógu mjóir fyrir litlu ökklana mína, ég bið ekki um meira!

IMG_2440

En svo ég vindi mér svo í næsta mál á dagskrá þá er ég semsagt búin að draga í Baby Lips gjafaleiknum, ég er búin að hafa samband við þær 6 heppnu og þær fá pokana sína vonandi allar á næstu dögum 🙂

10556367_914434891905710_6198467775626216912_n

Þessarri mynd deildi ég á instagraminu mínu áðan ásamt milljón og einni hundamynd og öðru sniðugu í lífi mínu, þið getið fundið mig á instagram hér eða undir notandanafninu thorunns 🙂

Þar til næst,
Þórunn