TAX FREE í Hagkaup – must haves!

Þegar að ég komst að því að það væri að byrja Tax Free dagar á snyrtivörum í Hagkaup ákvað ég að nú skyldi ég henda í blogg (er að koma mér í rútínu með skólann, bloggið og bara lífið) og segja ykkur hverju ég mæli með að næla sér í á afslætti um helgina! Ég held ég hafi þetta bara einfalt og segi ykkur frá nokkrum vörum og hendi inn myndum.

hypnose

Maskari: Volume-a-porter frá Lancôme! Ég veit ekki hvað ég gerði áður en ég eignaðist þennan og er búin að benda vinkonum og frænkum óspart á þennan. Ég sagði ykkur frá honum á blogginu um daginn og myndi segja að Tax Free helgi sé fullkominn tími til að splæsa í einn sem svíkur ykkur ekki!

IMG_5869

Farði: Le Teint Touche Éclat frá YSL eða Teint Miracle frá Lancôme! Ég get ekki gert upp á milli þessara en þeir eru báðir í miklu uppáhaldi hjá mér og ég er aalveg að verða búin með báða svo það gæti bara vel verið að ég geri mér ferð í Hagkaup og fylli á. Þeir gefa húðinni fullkomna áferð án fyrirhafnar, litaúrvalið er mjög gott og þekjan passleg, ég mæli með að kíkja á þessa tvo!

couturepallete2015fall

Augnskuggar: Nýja haustpallettan frá YSL, ég keypti hana um daginn og verð að segja að hún er mögnuð. Ég set hana örugglega á bloggið mjög fljótlega til að sýna ykkur hvað er hægt að gera mikið með henni. Ég fór samt sér ferð til að skoða hvað væri til um daginn og sá nýja pallettu frá Clarins sem er að heilla mig líka, ég mæli með að þið kíkið allavega á Clarins-standana og “swatchið” dagpallettuna (og ef einhver er í rosa stuði þá langar mig mega í hana, nei djók (samt ekki)). Báðar pallettur eru svakalega fallegar en YSL er fullkomin fyrir haustlookin sem maður skellir í á næstunni.

compactradiance

Púður: Ég held ég segi í þessum flokki nýja ljómapúðrið frá YSL sem ég ofnota, ég setti inn færslu um það um daginn og vil helst ekki vera án þess, fullkomið á T-svæðið og undir augun til að setja hyljara (besta undir augnapúður sem ég hef prófað). Annað púður sem vert er að kíkja á er Mineral Veil frá BareMinerals sem er eitt af mínum uppáhalds og ég á alltaf krukku af því ofan í skúffu.

DSC_0034

Varalitur: (Ef hann er kominn í verslanir) Rouge Pur Couture í lit 71 frá YSL, liturinn kom með nýju útgáfunni af Black Opium, ég sýndi hann á snapchat um leið og ég eignaðist hann og fékk margar fyrirspurnir um varalitinn svo ég held ég setji inn færslu um hann líka mjög fljótlega. Aðrir sem vert er að minna á eru Shine Lover varalitirnir frá Lancôme sem eru með formúlu sem mér finnst vera með þeim betri á markaðnum, Clinique Pop varalitirnir eru líka eitthvað sem allir ættu að vera búnir að prófa því litaúrvalið er svakalegt og þeir endast endalaust!

IMG_2997

Augnfarðahreinsir: Þetta varð að fá að vera með, ég var búin að skrifa alla færsluna þegar að ég bætti þessu við en góður augnfarðahreinsir skiptir öllu máli ef maður vill vera með löng og falleg augnhár. Ég mæli með Bi-Facil frá Lancôme, hann fjarlægir allt (líka möttu varalitina sem loða endalaust við varirnar og eru í tísku núna) og skilur eftir mjúka filmu sem verndar húðina og nærir.

IMG_1265

Burstar: Real Techniques alla leið segi ég hér! Það var að koma nýtt eyeliner-sett sem ég hef smá augastað á. Þið finnið bursta fyrir allt sem þið gætuð viljað gera frá Real Techniques og ég mæli sérstaklega með Expert Face Brush (ég er búin að segja ykkur milljón sinnum frá því hvað ég elska þennan mikið) til að fá alltaf fullkomna áferð á húðina.

Ég held ég sé búin að telja upp flesta hlutina sem ég vildi minnast á í þessarri færslu en auðvitað eru til milljón (ókei ekki alveg milljón) snyrtivörur í Hagkaup og því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi (og sinn verðflokk, það má ekki gleymast).

Snyrtivörur á afslætti eru snilld og þið eruð snilld! Skellið ykkur að versla með góðri samvisku (ég ætla allavega að gera það)! Fyrir þær sem ætla að skella sér í Smáralind er svo líka klúbbafsláttur hjá vinkonum mínum í Make Up Store svo það er nóg að gerast og allir finna eitthvað fallegt.

Þar til næst,
Þórunn

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember!

everydayisworldaidsday

Ykkur lesendum finnst kannski skrýtið að ég setji inn færslu með þessum yfirtitli, alþjóðlegi alnæmisdagurinn? Kemur það mér við? Svarið er já, HIV er eitthvað sem kemur ÖLLUM við og ástæðan fyrir að ég skrifa um daginn í dag er að í dag, 1. desember, úthlutar MAC á Íslandi félaginu HIV Ísland styrk úr “The MAC AIDS Fund”. Félagið HIV Ísland er að fá styrk í 6. sinn en styrkurinn fer í forvarnarstarf fyrir unglinga í 9. og 10. bekk grunnskóla landsins. “The MAC AIDS Fund” er annar stærsti sjóður sinnar tegundar í heiminum og styrkir hann börn, konur og menn á öllum aldri og öllum kynstofnum um allan heim sem þjást beint eða óbeint af HIV/AIDS.

Yfir 40 milljón manns lifa við HIV-smit eða alnæmi í heiminum og rúmlega 5.000 manns láta lífið af völdum sjúkdómsins daglega, þetta er málefni sem snertir okkur öll þar sem engin lækning er fyrir hendi eins og er og HIV spyr ekki um kyn, húðlit eða kynhneigð. Sjóðnum sem úthlutað er úr var komið á laggirnar 1994 og hafa frá stofnun safnast um 355 milljónir dollara, hvaðanæva af úr heiminum, það væri svosem ekki frásögum færandi nema fyrir það að hver einasta króna, hvert einasta sent sem safnast hefur, kemur af sölu Viva Glam varalita og glossa. Sjóðurinn styrkir mörg ólík samtök um allan heim sem öll eiga það sameiginlegt að veita þjónustu til þeirra sem smitaðir eru. Því má eiginlega segja að hver einasti dagur sé alþjóðlegur alnæmisdagur hjá starfsmönnum MAC þar sem að það skiptir engu máli hvar í heiminum maður verslar Viva Glam vörurnar, þú ert alltaf að styrkja sjóðinn.

MAC-Viva-Glam-Rihanna-Fall-2014-Lipstick-and-Lipglass-2Seinustu tvær línur frá núverandi talsmanni, Rihanna

Ég sjálf held mikið upp á Viva Glam varalitina mína en Viva Glam 1, allra fyrsti varaliturinn úr línunni, er mitt uppáhald. Viva Glam 1 hefur haldist óbreyttur frá árinu 1994 og er að mínu mati einn fallegasti rauði varalitur í heimi sem fer öllum sem prófa hann. Í Viva Glam línunni eru 6 varalitir og 2 gloss og allir ættu að geta fundið sér lit við hæfi. Á hverju ári er fengin ný talsmanneskja fyrir Viva Glam, undanfarin tvö ár hefur það verið söngkonan Rihanna sem hefur vakið ótrúlega athygli en aðrir sem hafa verið talsmenn eru meðal annars Sir Elton John, RuPaul, K.D Lang, Lil‘ Kim, Mary J. Blige, Christina Aguilera, Missy Elliott, Linda Evangelista, Chloë Sevgny, Boy George, Pamela Anderson, Dita Von Teese, Fergie, Cindy Lauper og Lady Gaga, Nicki Minaj og Ricky Martin. Talsmenn Viva Glam fá einn lit sem lifir í ár í senn, að árinu loknu hverfur liturinn og annar kemur í hans stað.

Ég vil endilega fá að segja ykkur hvað það eitt að versla sér fallegan varalit eða gloss getur gert fyrir heiminn.

  • Einn varalitur kaupir mánaðar birgðir af mat fyrir munaðarlaust barn í Kína.
  • Einn varalitur kaupir næg lyf til þess að hindra HIV smit frá móður til barns, fyrir 2 börn í Afríku.
  • Einn varalitur kaupir skólabækur fyrir 7 HIV smituð börn í Afríku.
  • Einn varalitur kaupir ársbirgðir af lyfjum fyrir follorðinn HIV smitaðan í Zimbabwe.
  • Einn varalitur kaupir næringarríkan mat fyrir HIV smitaða manneskju í 2 vikur í Los Angeles sýslu.
  • Einn varalitur kaupir jólagjöf fyrir HIV smitað barn svo það geti haldið áhyggjulaus og hátíðleg jól.

Næstkomandi laugardag, 6. desember, ætla starfsmenn MAC á Íslandi að halda sérstaklega upp á daginn. Starfsmenn MAC Debenhams og MAC Kringlunni bjóða alla velkomna til þess að prófa vörurnar og fræðast um málefnið sem allir ættu að kynna sér.

Þar til næst,
Þórunn

Skilmálar

Í ljósi umræðu sem hefur skapast undanfarið hef ég viljað bæta þessum skilmálum á síðuna mína um mín eigin vinnubrögð svo allt liggi upp á borðum. Traust lesenda minna skiptir mig öllu máli og ég reyni að hafa færslur í bland svo þær höfði til sem flestra, enda eru lesendur mínir margir og á öllum aldri og (meira að segja) kynjum. Smá útdráttur úr þessum pósti mínum er hérna undir skilmálar fyrir ofan á síðunni.

Margir hafa verið að gagnrýna bloggara fyrir að þiggja gjafir frá heildsölum og verslunum hér á landi og finnst mörgum þeir vera sviknir þess vegna því að þeirra mati er umfjöllunin ekki skrifuð með heilum hug. Margir hafa þurft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu að fá borgað fyrir að skrifa jákvæðar umfjallanir og að vörur séu ekki prófaðar til fulls. Ég get sagt fyrir sjálfa mig að svo er ekki raunin hjá mér, hver einasta vara er prófuð í svolítinn tíma áður en hún fær mögulega að rata á bloggið ef hún stendur undir væntingum. Ég kýs sjálf að setja ekki inn umfjallanir um vörur sem mér líkar ekki nógu vel við þar sem ég kýs að hafa allt á léttari nótunum hérna inni (og fæstir væru til í að lesa langan leiðindalestur yfir maskara eða kremi eða naglalakki eða hverju sem er).  Ef vara hentar mér ekki eða upplifun mín er að hún sé ekki þess virði að segja ykkur frá henni þá fer hún annað hvort ofaní skúffu eða ég reyni að gefa hana einhverjum sem ég tel að gæti notað hana og verið ánægður. Við erum öll mismunandi og mismunandi hlutir og vörur henta hverjum og einum og það er einmitt það sem gerir lífið skemmtilegt, það er enginn eins og upplifanir eru mismunandi (ég velti því oft fyrir mér hvort rauði liturinn sem ég sé sé sami rauði litur og aðrir sjá, það er aftur á móti annað mál og umtalsvert dýpra).

Allar umfjallanir á www.thorunnsif.com endurspegla hreinskilið álit greinarhöfundar á vöru eða upplifun. Í sumum tilfellum hefur vara verið send sem sýnishorn en höfundi er ekki skylt á nokkurn hátt að gefa henni jákvæða umsögn og hefur ætíð val og ég sjálf kýs að koma alltaf hreint fram. Oft er um að ræða vörur sem ég hefði annars ekki prófað því fæstir eiga endalausan pening og forgangsraða öðrum hlutum ofar í fjárlögum. Ég yrði að vinna umtalsvert meira en ég geri í dag ef ég ætlaði að kaupa allar snyrtivörurnar sem koma út en ég kaupi (allavega samkvæmt mömmu og Alexander) alveg nóg núþegar. Þó er ég dugleg að reyna að nýta mér tilboð og afslætti þegar að þeir standa til boða og versla í útlöndum til þess að geta sagt ykkur frá sem flestu án þess að visakortið breytist í svarthol.

Enginn tengdur www.thorunnsif.com tekur við greiðslu í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun eða umfjöllun yfir höfuð. Allar umfjallanir um vörur og annað eru merktar í lok greinar hvort vara var send sem sýnishorn eða keypt af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum.

Ég lofa ykkur elsku lesendur að vera alltaf hreinskilin og ég mæli ekki með vöru nema að ég geti staðið 100% bakvið þá yfirlýsingu.

aa

Takk fyrir að vera til!
Þórunn

Jólalínur [vol 1]

Ég held ég sé að verða klikkuð, ástæðan er að ég er orðin jólalínusjúk og það í september (konan sem fussar og sveiar yfir jólaskrauti í Ikea alveg fram í miðjan desember er farin að fá fiðring í magann). Snyrtivöruframleiðendur eru margir hverjir að skella inn tilkynningum um jólalínurnar sínar þessa dagana og mig sárverkjar í bankareikninginn að lesa þær allar. Mig langar að sýna ykkur nokkrar myndir af þeim vörum úr línum sem ég er spenntust fyrir sem eru komnar enn sem komið er, þar sem margir eru enn að setja inn haustlínur reikna ég með að gera uppfærða útgáfu seinna í haust þegar að allra stærstu risarnir eru búnir að setja út sínar. Því miður eru ekki margar jólalínur í boði fyrir okkur hér á skerinu kalda en þeir sem eiga leið um útlönd í október/nóvember ættu að geta kippt einhverju af þessu með sér heim.
Ég er nú þegar búin að kaupa mér eina jólapallettu frá Too Faced sem leggur vonandi af stað til mín fljótlega, ég var svo sár að missa af jólapallettu Too Faced í fyrra að ég pantaði mér hana á ebay eftir að hafa fullvissað mig um að seljandinn væri tipp topp. Sú palletta er á myndinni hérna fyrir neðan.

holiday2014_toofaced002

 

Everything Nice frá Too Faced, ég get ekki beðið eftir að sækja hana á pósthúsið!

 

holiday2014_toofaced007

Mig dauðlangar í þessa pallettu líka úr jólalínu Too Faced, hún heitir Sugar and Spice.

holiday2014_tarteparttwo005

Tarte gefur út aðventudagatal, þeir eru ekki eina snyrtivörumerkið sem gerir það en Benefit hefur undanfarin ár gefið út aðventudagatöl.

holiday2014_urbandecay005

Ég er alltaf spennt fyrir augnblýantasettunum frá Urban Decay, ég hef keypt mér nokkur í gegnum tíðina og finnst fullkomið að fá svona marga liti á góðu verði. Ég reikna með að setja inn færslu um einhverja af blýöntunum fljótlega en ég er allavega komin með þennan pakka á óskalistann.

holiday2014_urbandecay001

Urban Decay Vice 3 er palletta sem er að rokseljast þessa dagana.

holiday2014_hourglassblushtrio001

Hourglass kinnalitatríó, ég á enn eftir að prófa flestar vörurnar frá Hourglass og langar mikið að spreða í þessa.

holiday2014_tarteparttwo002

Taska full af gúmmelaði frá Tarte, Tarte er sérlega náttúrulegt og flott snyrtivörumerki sem ég vona að einhver fari að flytja inn fljótlega því vörurnar eru ótrúlega góðar!

Bobbi-Brown-Holiday-2014-Makeup

Jólalína Bobbi Brown, ég var búin að birta mynd á facebooksíðunni minni af einhverju sem stó á netinu að ætti að vera úr þessarri línu en það gæti vel verið rangt þar sem mér sýnist jólin hjá Bobbi einkennast af léttum og klassískum litum.

MAC-Holiday-2014-Prabal-Gurung-Collection

Prabal Gurung fyrir Mac, það bíða margir eftir þessarri línu!

prabalgurung-ambient-300-2-1498x1940

Takið eftir að varalitaumbúðirnar eru mjög svipaðar Rouge Pur Couture varalitunum frá YSL.

Chanel-Holiday-2014-Plumes-Précieuses-de-Chanel

Jólalína Chanel er dásamleg í ár.

Capture

Jólalína YSL 2014 er bókstaflega “to die for” og mig sárvantar einhvern til að kaupa hana fyrir mig í Bandaríkjunum!

Jæja, þá ætti þetta að vera komið í bili, ég er farin að þjást virkilega af kaupsýki eftir að hafa farið að leita af myndum svo ég hugsa að ég slökkvi bara á Chrome núna og reyni að hugsa um eitthvað allt annað.

Þar til næst,
Þórunn

Á leiðinni frá YSL – Haust 2014

yslfall14

Á nýlegu hádegisvafri á instagram sá ég nýju haustlínuna frá Yves Saint Laurent. Það væri nú ekki frásögum færandi nema fyrir það að ég hef aldrei nokkurntíman verið eins spennt fyrir “limited” línu áður en haust- og vetrarlínur eru oftast þær línur sem höfða mest til mín. Litirnir fyrir augun eru í dekkri kantinum og litsterkar og áberandi varir ráða ríkjum og heitir hún á frönsku (ég giska á að þetta sé franska, hún er svo elegant en ég skil bara ekki stakt orð í henni) Cuirs Fétiches. Eftir smá vafr fann ég myndir til að sýna ykkur af öllum vörunum úr línunni og augnskuggapallettan er svo falleg að ég væri eiginlega til í að eiga hana bara til að horfa á. Það allra allra besta samt sem ég get sagt ykkur frá línunni er að ég er búin að fá staðfest að hún er væntanleg til Íslands í ágúst.

combine_images
augnskuggapallettan er æðisleg! litirnir eru sterkir og eiga að haldast vel á allan daginn og ég reikna eiginlega með að þessi sé fullkomin í smokey

yslfall6
mattir varalitir í spennandi litum (ég elska matta varaliti)

121
spennandi varagljáar, bæði glossar og “varalökk”

ysl1234

ég verð eiginlega að eignast þessa eyelinera

yslfall-065
áferðin á lökkunum á víst að vera mjög spennandi, ég finn bara engar myndir af þeim á nöglum svo ég þori ekki að staðfesta það

 

Ég vona að einhver þarna úti sé jafn spenntur og ég yfir þessarri línu eftir lesturinn en ég er viss um að koma hennar verður tilkynnt á facebook-síðu Yves Saint Laurent á Íslandi þegar að línan dettur inn í búðir og þá er um að gera að hafa hraðar hendur því þessi mun eflaust rjúka út.

Þar til næst,
Þórunn