Ofursápan frá Dr. Brönner

Screen Shot 2016-01-31 at 20.05.21

Ég var að versla í Kosti (eins og svo oft áður) um daginn og rakst á sápurnar frá Dr. Brönner sem ég hafði lesið mikið um á netinu. Sápurnar eru bæði til fljótandi (ég keypti þannig með sítruslykt) og í stykkjaformi og það eru til ýmsar mismunandi lyktir sem og lyktarlaus útgáfa. Ástæðan fyrir að ég kveikti á perunni og stökk á sápuna var sú að ég hafði lesið að þetta væri ein besta burstasápa í heimi og ákvað að nú væri kominn tími á að sannreyna það. Já ég veit líka að ég er búin að vera mikið að gera svona plain myndir fyrir færslurnar mínar (sem eru sorglega fáar í janúar, ég er í miklum vetrarblús) en mér finnst þær samt svo fínar að ég held ég haldi því áfram að einhverju leiti, ég er samt alveg að fara að setja hringljósið mitt á stand svo ég geti verið duglegri að taka myndir.

Sápuna má nota samkvæmt framleiðanda á allt frá sem hreinsa þarf. Ég hef bara notað hana á burstana en ég veit að mamma prófaði að þvo hárið á sér og alla hundana með sápunni og fannst hún mjög fín í allt. Sápan er blanda af hinum ýmsu olíum en meðal annars má finna kókosolíu, pálmaolíu (fair trade útgáfan, hún er umtalsvert betri fyrir heiminn heldur en hin), ólífuolíu, appelsínuolíu, hampolíu, jojobaolíu, sítrónuolíu og lime-olíu en allar þessar olíur eru lífrænar. Kókosolían, ólífuolían og pálmaolían eru allar vottaðar fair-trade vörur. Allar þessar olíur ásamt örfáum innihaldsefnum í viðbót leysa upp óhreinindi án nokkurar fyrirhafnar. Einnig er vert að taka fram að sápan er ekki prófuð á dýrum og hentar fólki sem lifir vegan-lífsstíl.

Ég setti smá sápu í glas, bara svona 15 dropa eða eitthvað, til að þrífa rúmlega 20 bursta. Ég bleytti burstana með volgu vatni, rétt dýfði þeim í glasið svo það kæmi smá sápa á hárin og nuddaði burstanum svo í lófann. Sápan inniheldur ekki freyðiefni svo hún freyðir mjög lítið en ég sá óhreinindin leysast upp á methraða sem ég skolaði svo í burtu, ég var að hreinsa hyljara, farða, augnskugga, eyeliner og allskonar óhreinindi úr burstunum og það rann allt í burtu. Hvítu hárin urðu aftur hvít (þau sem gátu orðið það, hvítir MAC burstar verða aðeins gulari með árunum en ég fríska upp á mína með bláum hreinsi sem fer ekkert alltof vel með þá við og við) og öll hár urðu silkimjúk. Ég hef sjaldan verið eins fljót að þvo burstana mína og þið sem eigið marga förðunarbursta vitið að það er fátt sem gleður mann meira en að vera fljótur að þvo þá.
Mér finnst oft erfitt að ná sápunni úr burstunum þegar að ég nota t.d. uppþvottalög eða sjampó en ég mér finnst ég ekki finna fyrir því með Dr. Brönner, ég þurfti bara rétt svo að skola þá með volgu vatni til að hreinsa sápuna í burtu. Það kom mér á óvart að það var enn sápa í glasinu þegar að ég var búin að þrífa alla burstana.

Ég mæli með sápunum frá Dr. Brönner fyrir alla, sama hvort það er burstaþvottur, hundabað eða hárþvottur. Ég er með það á listanum að vaska upp úr sápunni, ég vaska bara eiginlega alltof sjaldan upp svo ég kannski bið Alexander um að prófa að vaska upp með henni. Ég borgaði um 1.300 krónur fyrir fljótandi sápuna í Kosti og sá um daginn að þær fást líka í Lyfjum og heilsu en ég kíkti ekki á verðið.

Bætt við: Ég fékk ábendingar um að þið fáið sápurnar líka hjá Maia á Laugavegi og Gló í Fákafeni (þar fást líka stærri umbúðir). Þær fást bæði í Apótekaranum og Lyfjum og Heilsu. Ég bæti við fleiri sölustöðum ef ég finn fleiri!

Þar til næst,
Þórunn

Vörur sem fjallað er um í þessarri grein voru keyptar af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum. Greinin endurspeglar hreinskilið álit greinarhöfundar á vörum.

Tímalaus fegurð í eldhúsið – Le Creuset

aaaaa

 

Jæja, núna er ég sest aftur með tölvuna eftir að hafa leyft henni liggja lokaðri næstum öll jólin. Jólin hjá mér hafa einkennst af góðum mat, ljósadýrð, fallegum gjöfum og yndislegum stundum með þeim sem mér þykir vænst um. Þar sem við Alexander fljúgum úr hreiðrinu á endanum einkenndust gjafirnar til okkar af hagnýtum og fallegum hlutum í eldhúsið. Við erum búin að vera að safna Le Creuset pottum og pönnum undanfarið og erum eftir jólin komin með fullkomið sett, í tveimur pökkum leyndust seinustu tveir pottarnir sem okkur vantaði. Fyrir þá sem kannast ekki við Le Creuset er þetta franskt merki frá 1925 sem er frægt fyrir steypujárnspottana sína og pönnurnar. Vörurnar eru með lituðum glerung og eru til í ótal litum, ég er reyndar hrifin af mörgum vörum frá merkinu sem eru ekki úr steypujárni.

Ég er búin að dást að Le Creuset pottum og pönnum í mörg ár og eftir að mamma keypti sett í Bandaríkjunum 2013 þá varð ég harðákveðin að ég yrði að eignast nokkra potta og hef nú látið verða af því og hlakka til að geta sýnt ykkur gersemarnar þegar að ég tek þær loksins uppúr kössunum. Ég á nokkra uppáhalds liti frá merkinu og langar að sýna ykkur nokkra þeirra í þessarri (vonandi) stuttu færslu.

Ocean

aaaa

aaaa

Satin Black

Cast-Iron-Le-Creuset

Carribean / Teal

carribeanoval

Le-Creuset-Pumpkin-Soup

Coastal Blue

lecreuset-coastal-blue-group

Cherry / Cerise

le-creuset-cerise-francuskie-emaliowane-zeliwo-garnki-zeliwne (10)_10

Ég hlakka svo til að rífa upp kassana og sýna ykkur, það bíður betri tíma. Le Creuset fáið þið í Byggt og Búið og Líf & List en úrvalið er samt mismunandi milli verslana. Ég er að reyna að vera duglegri að blogga smá í jólafríinu og ætla að sýna ykkur áramótafarðanir ásamt fallegum vörum.

Þar til næst,
Þórunn

Að hugsa út fyrir rammann – Snyrtilega séð!

smart

Nei þetta er ekki DIY færsla og sorrý hvað ég er mega löt við að skrifa þessa dagana, jólastressið er farið að fá mig til að hringsnúast (aðallega í verslunarmiðstöðvum með angistarsvip) og ég get eiginlega ekki beðið eftir því að byrja jólafríið í vinnunni. Að vinna bara á virkum dögum er æðislegt, jólin verða svakalega næs og þetta gefur mér tíma til að byrja á verkefni næstu mánaða (ég iða í skinninu að segja ykkur frá en það gerist ekki strax). Ég er búin að vera að prófa allskyns frábæra hluti sem ég ætla að reyna að koma mér í að skrifa um fljótlega ooog svo er ég að vinna nokkrar greinar sem lesendur hafa beðið um. Þessi grein er svoleiðis grein en ég ætla að segja ykkur frá því hvernig þið getið notað hluti á fleiri vegu en upprulega var ætlað.

  1. Örtrefjatuska með vatni er snilldar farðahreinsir. Þetta hljómar fáránlega en eftir að hafa fengið skilaboð frá konu með mikið ofnæmi sem var að leita að andlitshreinsi sat ég og reyndi að láta mér detta einhver hreinsir í hug. Ég fór að þurrka af (þetta gerist bara aldrei, ég er ekki dugleg í að taka til og þrífa) og horfði á örtrefjatuskuna og hugsaði hvort það gæti kannski virkað. Örtrefjatuskan hreinsar óhreinindi af yfirborði án sápu og af hverju ekki að prófa að nota hana á andlitið. Ég náði mér í hreina tusku og rauk inn á bað að prófa (auðvitað stífmáluð). Heima hjá mér eru til allskyns tuskur sem eru misgrófar, ég byrjaði á mjög grófri sem virkaði mjög vel en var svolítið ertandi en þessar fíngerðu eru fullkomnar. Tuskan bleytt, undin létt og svo strokið yfir andlitið, óhreinindin festast við tuskuna og andlitið verður tandurhreint. Ég nota tuskuna líka á augnsvæðið, læt hana liggja á augunum í nokkrar sekúndur og strýk svo af, maskarinn og eyelinerinn og þetta allt saman rennur af. Tuskunni hent í þvott og hún er tilbúin í næsta þvott.
  2. Glært púður (og lyktarlaust barnapúður) er besta þurrsjampóið. Ég er búin að nota þetta ráð í nokkur ár þegar að hárið er aðeins skítugt og ég notaði þetta mikið þegar að ég var að lengja tímann á milli hárþvotta. Ég á glært púður til að matta og setja farða en ég nota það aldrei í andlitið á mér, ég á önnur púður sem henta betur í verkið og lengi sat þetta glæra púður á skúffubotni og var ekki opnað. Ég átti alltaf Batiste þurrsjampó en ég þoli illa ef það er mikil lykt af hárvörum og það erti húðina í hársverðinum hjá mér svo það fór ofan í skúffu og loks í ruslið. Púðrið ákvað ég að prófa í staðinn og setti ég bara púður í stóran bursta og dustaði yfir hárrótina og nudda svo með fingurgómunum í hársvörðinn, púðrið sogar í sig olíuna og hárið er og virðist mikið hreinna en áður. Ég hef líka notað lyktarlaust barnapúður með góðum árangri en finnst þó glæra púðrið betra því það sést ekkert í hárinu á meðan að stundum má sjá smá hvíta slikju eftir barnapúðrið.
  3. Bjór er ágætis hárnæring. Ég var einhverntíman að lesa eeeeldgamla grein í blaði fyrir húsmæður þar sem var talað um að setja bjór í hár. Bjórinn átti samkvæmt greininni að gefa hárinu gljáa og gera það mjúkt. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af lyktinni af bjór en lét mig hafa þetta og notaði bala og dýfði hárinu í. Lyktin fór strax úr hárinu eftir að ég skolaði það og hárið varð mjög mjúkt, glansandi og fallegt. Ég hef nú samt ekki endurtekið leikinn oft en held að það sé kannski alveg að verða kominn tími á það.
  4. Augnskuggi felur auðveldlega ljósa rót í dökku hári. Flestir vildu eflaust geta farið í litun strax og þessi millimeter af ljósri rót í dökku hári er kominn en það er ekki á færi allra. Vinkona mín mælti með að nota augnskugga í svipuðum lit og hárið í rótina til að fela, setja hann í bursta og dúmpa á rótina. Það er eflaust hægt að draga það að fara í litun ansi lengi með þessu ráði. Einnig er þetta sniðugt ráð til að gera rótina aðeins dekkri á ljósari hári, mér allavega finnst mjög flott að hafa rótina dökka en hárið ljóst. Ég var einmitt í litun nýlega sem ég hlakka til að sýna ykkur, feilaði auðvitað á að taka myndir sama dag svo ég nýti örugglega tækifærið í jólaförðuninni.
  5. Gamlir maskaraburstar og hárlakk geta bjargað hárgreiðslunni. Að geyma burstann úr maskaranum þegar að hann klárast er mjög góð hugmynd því þá má nota í ýmislegt. Það kannast örugglega allar konur við að hafa einhverntíman verið með hina fullkomnu hárgreiðslu fyrir utan einhver stök hár sem vildu bara ekki hlýða. Oft vill maður ekki spreyja lakki yfir til að fá ekki hart hár en þá koma maskaragreiðurnar inn, maður spreyjar bara í greiðuna og strýkur yfir “óþægu” hárin. Þegar að ég var með þvertopp notaði ég þetta ráð næstum því á hverjum degi, það var alltaf eitthvað hár á vitlausum stað og þær sem kannast við að hafa verið með þunga þvertoppa vita að gat í toppnum er ekki smart. Hárgreiðslan (og geðheilsan) varð því betri með þessarri einföldu leið. Sömu aðferð er hægt að nota á augabrúnir sem lifa sjálfstæðu lífi.

Þetta er svolítið frábrugðið því sem ég skrifa um venjulega en ég ætla að reyna að vera duglegri á nýju ári að koma með allskyns svona greinar. Endilega kíkið við á Facebook síðunni minni þar sem jólaleikur síðunnar er í fullum gangi og flottur vinningur í boði!

Þar til næst,
Þórunn

New in: KitchenAid hrærivél

samsett

Mig langar að segja ykkur svolítið frá munaðarvörunni sem fékk að fljóta með okkur Alexander heim á fimmtudagskvöld, KitchenAid hrærivél í koparsanseruðu. Ég sagði ykkur smá frá ást minni á þessarri vél í þessum tiltekna lit hérna og við ákváðum að nýta jólatilboðið sem er í gangi og fá 5 stykkja bökunarsett með vélinni.

download (3)

Með vélinni fylgir uppskriftabók með 120 uppskriftum sem og hveitibraut, þeytari, hnoðari og svo veit ég eiginlega ekki hvað á að kalla seinasta hrærarann, hann er allavega flatur og ég nota alltaf svoleiðis í kökubakstur. Núna fram að jólum fylgir líka 5 stykkja baksturssett með vélunum og í því eru allskyns form sem allavega við fyrstu  (og aðra) sýn virðast mjög vönduð og vegleg. Ég keypti vélina í Einar Farestveit í Borgartúni 28 en KitchenAid vélarnar eru seldar þar, í Max Raftækjum, Byggt og Búið og Líf & List. Á kassanum var rauð vél sem ruglaði mig ekkert smá þar sem mér fannst vélin utan á auðvitað eiga að passa við innihaldið, svo eftir smá umhugsun þá var ótrúlega ópraktískt að framleiða svona marga mismunandi kassa. Litirnir eru fjölmargir og allir ættu að geta fundið vél sem fellur vél að þeirra smekk, ég var eiginlega mitt á milli antíkhvítrar og þessarrar koparsanseruðu (sem heitir upp á enskuna Apple Cider) en sú seinni hafði vinninginn þegar að atkvæði Alexanders voru talin inn í. Auðvitað þurfti svo að prófa vélina um helgina til að sjá hvort hún virkaði ekki örugglega og mig langar að sýna ykkur myndir af afrakstrinum frá hrakfallabakaranum.

IMG_2712

 

Þessar eru guðdómlegar, ég sé fram að vera 150 kíló um jólin þar sem þær eru bókstaflega ávanabindandi. Ég set uppskriftina hérna með en tek enga ábyrgð á jólakílóum annarra! Ég bakaði tvöfalda uppskrift (örugglega hátt í 100 kökur) en set þessa einföldu hér.

Innihald:
170 grömm linað smjör
3/4 bolli hvítur sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1 og 1/4 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk kanill
1/2 tsk salt
3 bollar haframjöl
blanda af Butterscotch og hvítum súkkulaðidropum frá Herseys, ég notaði örugglega 1 og hálfan bolla

Aðferð:
Ofn hitaður í 190°c
Sykrinum hrært saman og smjör sett út í, blandað vel saman. Eggjum og vanillu skellt útí og haldið áfram að hræra þar til vel blandað.
Hveiti, matarsóda, kanil og salti blandað saman og blandað í nokkrum skömmtum við smjörblönduna. Öllu blandað vel saman og loks er haframjölinu og súkkulaðibitunum blandað við.
Notast við tvær skeiðar og “klessur” settar á ofnplötu, það skiptir ekki máli að þær líti vel út þegar að þær fara á plötuna því þær bráðna og verða fallegri þegar að þær bakast. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til gullinbrúnar. Kælið á kökugrind og pakkið í hreina stampa þegar að kökurnar eru orðnar alveg kaldar.

Útkoman ætti að vera kökur sem eru “krönsjí” að utan og mjúkar og klessulegar að innan, eiginlega svolítið eins og Subway kökurnar í áferð.

Þar til næst,
Þórunn

Vörur sem fjallað er um í þessarri grein voru keyptar af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum. Greinin endurspeglar hreinskilið álit greinarhöfundar á vörum.

Húsbúnaðardraumar – Eva Solo

Ég ætla að byrja þessu færslu á að segja að ég á ekki íbúð og bý enn heima hjá mömmu og pabba í alltof litlu herbergi með alltof mikið af dóti. Stundum læt ég mig dreyma um að vera búin að flytja út og hvað mig langi að eiga í þessari “ideal” íbúð minni, það er aðallega þegar að ég get ekki troðið öllu dótinu ofaní skúffu eða inní skáp og í hvert skipti sem ég treð nýju skópari í skótöskuna undir rúmi. Vonandi kemur einhverntíman að þessu stóra skrefi hjá okkur skötuhjúunum en við erum ekkert að flýta okkur, ég á yndislega fjölskyldu og 3 frábæra hunda og eftir að við fengum okkur bíl þá er frelsið svo mikið meira og útþráin aðeins minni.

Þetta stöðvar mig þó ekki frá því að skoða fallegt dót á netinu og láta mig dreyma, ég get látið mig dreyma heilu dagana um fallegt dót sem er kannski ekki alveg must en ég hugsa að ég splæsi samt í eitthvað af því og langar að sýna ykkur kannski á næstunni hvaða hlutir það eru sem heilla mig hvað mest þessa dagana. Ég ákvað að fara skipulega í þetta og ætla að taka hvert merki eða hverja verslun fyrir í sér færslum ef hægt er. Ég ætla núna að byrja á Eva Solo sem fæst í Byggt og Búið og Líf & List en ég er með ansi langan óskalista úr báðum verslunum og þar af eru margir hlutir frá Eva Solo.

Garlic press by Danish company Eva Solo. The glass bowl with the press sticking out of the top was designed to be reminiscent of the bulb of garlic itself.Hvítlaukspressa – ég ákvað einhver jólin fyrir löngu síðan að þessa ætlaði ég að eiga því mamma hafði fengið svona að gjöf.

Eva Solo's Serving Dish.  For your very own moveable feast!
Eldfast mót með handfangi – það gerist varla flottara.

Eva Solo Mortar and Pestle - Black
Mortel – þetta er mjög handhægt mortel með riffluðum botni svo maður sé fljótari að kremja og gangi betur með það

Self watering pots - Eva Solo
Sjálfvökvandi kryddjurtapottar – fullkomnir í gluggakistuna

Eva Solo Gekleurde Glazen
Vatnsglös og karafla


Draumavínglösin – við Alexander erum búin að ákveða að kaupa allavega 3 týpur af þessum

Eva Solo Smiley
Smiley skálin – tvöföld skál sem hentar fyrir ótrúlega marga hluti

Þar til næst,
Þórunn