Saltskrúbburinn frá Angan

Angan er nýlegt íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur. Það leggur áherslu á sjálfbæra framleiðslu og nýta íslensk hráefni í framleiðsluna. Verslunin Fotia tók merkið frekar nýlega í sölu og þá gat ég ekki setið á mér lengur og pantaði mér einn saltskrúbb sem ég er búin að vera að prófa og ætla að segja ykkur frá í dag.

Ég er mjög hrifin af skrúbbnum (Alexander líka, hann hefur verið að prófa hann með mér) en hann nær að losa dauðu húðfrumurnar af og nærir húðina með olíum á sama tíma. Innihaldslýsingin er mjög einföld en skrúbburinn inniheldur sjávarsalt, sæta möndluolíu, apríkósukjarnaolíu, shea butter, arganolíu, íslenskan mosa, e vítamín og olíur í berki greipávaxtar og bergamot. Olíublandan liggur svolítið ofan á húðinni fyrst um sinn en smýgur svo inn eftir smá stund og húðin er mikið mýkri, þéttari og fallegri eftir á. Mér finnst ekki þörf á að setja body lotion eða olíur á mig eftir sturtuna ef ég hef verið að nota skrúbbinn þar sem hann þurrkar ekki eins og margir aðrir.

Það þarf ekki að nota mikið í einu en maður nuddar honum á húðina með léttum, hringlaga hreyfingum og skolar svo af. Ég mæli með að passa sérstaklega samt ef þið eruð með opin sár, það er MJÖG sárt að fá saltið í sár. Angan framleiðir einnig baðsalt sem ég hef ekki prófað þar sem ég á ekki bað en ég hef íhugað að prófa það samt í fótabað og læt kannski verða af því á endanum.

Umbúðirnar eru fallegar og stílhreinar og innihaldið er um 300 grömm svo hann á að endast ágætlega. Ég sé fram á að kaupa annan þegar að þessi klárast en skrúbburinn kostar 5990 krónur í Fotia sem er bara vel sloppið. Ég mæli með skrúbbnum fyrir alla sem vilja mýkri og fallegri húð og hvet alla til að prófa, óháð aldri og kyni.

Gjafalisti Alexanders #2 – Þrír á þriðjudegi

Góðann daginn á þessum ágæta morgni, loksins kominn aftur á skrið og farinn að skrifa á þriðjudögum. Ég ætla að halda áfram með gjafalista og í þessari viku ætla ég að segja frá þeim snyrtivörum sem mér finnst að gætu hentað vel í jólapakka fyrir mennina í ykkar lífi (eða ykkur sjálfa, sorry strákar). Einn helsti kosturinn við gjafapakkningar er að oft eru þær ódýrari en varan sjálf væri annars og í kaupbæti fylgja aðrar vörur með svo maður geti prófað.

Yves Saint Laurent la nuit de L’Homme gjafakassi

923977

Þessi gjafakassi inniheldur ilmvatnið La nuit L’homme sem ég fjallaði um hér. Það er frábært ilmvatn með mjög hlýrri og góðri lykt sem ég nota reglulega. Í kassanum er einnig að finna afterhave og sturtugel með sama ilmi. Ég hef ekki prófað sturtugelið en aftershaveið fékk Þórunn einmitt með þegar að hún keypti ilmvatnið handa mér svo ég er búinn að prófa það. Það tónar  vel með lyktinni af ilmvatninu og ég ætla að sama sé upp á teningnum með sturtugelið. Þetta er því dúndur pakki og mikið “value for money” í honum.

Fæst í verslunum Hagkaup, Debenhams og eflaust í völdum apótekum líka ásamt fleiri verslunum.
Verð c.a. 10.499 kr.

Rakcombó frá Aveda

IMG_3644

Næst á listanum er rakcombo frá Aveda en ég hef fjallaði um það hér. Hef ekki miklu við það að bæta en þetta er besta rakcombó sem ég hef prófað og mér fannst það eiga heima á þessum lista, þó það sé ekki í gjafakassa. Ég VIL að minnast á að ég er ennþá á sömu aftershave túbunni og kláraði rakkremið bara núna í gær sem ég tala um í greininni sem kom á síðuna fyrir þónokkru síðan. Þetta er því ekki bara mjög rakagefandi krem sem eykur vellíðan í húðinni heldur endist þau einnig mjög vel.

Fæst í Aveda í Kringlunni, Unique Hár og Spa í Borgartúni, Rakarastofunni í Faxafeni og á völdum öðrum stöðum.
Verð: 6.850 kr fyrir aftershave og 3.840 kr. sem gera samtals 10.690 kr.

Biotherm homme aquapower gjafakassi

925524

 

Þriðji hlutinn og síðasti á listanum er annar gjafakassi en í þetta skiptið frá Biotherm. Eina varan sem ég hef fjallað um úr þessum kassa er Aquapower rakakremið en nánari umfjöllun um það má lesa hér. Það er ekki að ástæðulausu að þeir séu með þeim stærstu á snyrivörumarkaði fyrir karlmenn en vörurnar frá þeim svíkja engan, ég get eiginlega lofað því. Ég held ég eigi mögulega eitthvað úr kassanum í svartholsskúffunni hennar Þórunnar og geri hér með “mental note” að athuga málið og fara að prófa meira. Allar vörur sem ég hef prófað frá þeim hafa enn sem komið virkilega vel út og hjálpað mér í að ná húðinni í betra far, mýkri og bara yfir höfuð fallegri. Þessi pakki á því sannarlega heima undir jólatréinu í ár og hentar fyrir alla karlmenn, sama á hvaða aldri þeir eru.

Fæst í verslunum Hagkaup, Debenhams og eflaust í völdum apótekum líka ásamt fleiri verslunum.
Verð c.a.  6.399 kr.

Listinn er ekki lengri að sinni, 15 dagar til jóla og allir að fara á fullt í jólagjafaverslun (eða eru búnir, ég er næstum búinn).

Þar til í næstu viku,
Alexander

Græjulistahugmyndir Alexanders fyrir jól 2014

Góðan daginn kæru lesendur. Nú fer að styttast í jólin og ég ákvað því að henda í eitt stykki jólagjafalista í þessari viku. Það getur verið að ég setji í fleiri en einn lista en til að byrja með ætla ég að skrifa um þær græjur sem ég held að gætu hentað græjufíklum eins og mér sjálfum (því tæknilegra, því skemmtilegra).

Playstation 4PS4_lg

Ég og litli bróðir minn áttum PlayStation 1 í kringum 2000 og spiluðum leiki eins og Crash Team Racing, Tony Hawk o.fl af miklum krafti. Það hefur svo alltaf verið draumur að snúa aftur í að spila “console” leiki og þá myndi yrði PS4, frekar en XBOX ONE, fyrir valinu. Helstu helstu ástæður fyrir því eru: betri grafík, þæginlegri stýripinni (persónulegt mat), mikið af indie leikjum og svo BlueRay spilari. BlueRay er reyndar á leiðinni út þar sem streymisþjónustur eru að verða betri og með meira úrval en það eru ákveðnar myndir eins og Lord of the Rings, Stars Wars og fleiri þrekvirki sem ég vil getað spilað í fullum gæðum án þess að lélegt internetsamband spilli upplifuninni.

Verð: u.þ.b. 80.000 kr.

iPhone 6/6+

iphone6-plus-box-silver-2014_GEO_EMEA_LANG_EN

Fyrir þá sem vilja það besta á markaðnum þá komast aðrir símar ekki nálægt iPhone í frammistöðu og afkastagetu. Grafík í mörgum vinsælustu leikjunum fyrir snjallsíma verður alltaf betri og betri og iPhone-inn er þar fremstur meðal jafningja. Ég hef mikið velt því fyrir mér hversu stór 6+ sé (“múrsteininn” er orðið sem við Þórunn notum yfir símann). Eftir að hafa rætt við vinnufélaga sem fjárfesti í “múrsteininum” þá kom hann með góða punkta. Batteríið dugir lengur, myndavélin er betri og skjárinn stærri sem munar um þegar maður er að lesa eða spila leiki. Það var í undantekingartilfellum sem hann notar símann til að hringja og því er ekki alveg eins vandræðalegt að tala í hann og ég ímyndaði mér.

Það er þó alls ekki á allra færi að nota svona stóran síma, ég er svona á báðum áttum þar sem hendurnar mínar eru tiltölulega litlar og ég á erfitt með að ná yfir allann skjáinn en kannski að maður venjist því.

Verð: 134.990 kr fyrir 64 GB iPhone 6 og 149.000 kr fyrir 64GB Phone 6+.

Heyrnartól

YAM-HPHM82BL

Góð heyrnartól koma alltaf að góðum notum og fyrir gjörsamlega alla. Ég sit t.d. við tölvuna í vinnunni í um 6-7 klst á dag og þegar ég þarf að einbeita mér þá er nauðsynlegt að setja á góða tónlist til að koma sér í gírinn og útiloka bakgrunnshávaðann. Það er svo alltaf notalegt að setja á góða tónlist við hin ýmsu tilefni, strætóferðir verða betri, biðin hjá tannlækninum og hin ýmsu tilefni verða umtalsvert bærilegri. Flestum nægja “meðal” heyrnartól og til dæmis eru þessi: http://sm.is/product/heyrnatol-svort eða önnur sambærileg góðir kostir.
Verð: frá 12.000 – 17.000 kr.

AppleTV

31rYKKB4zFL._SX300_

AppleTV er algjör snilld, sérstaklega fyrir þá sem eiga þegar aðrar vörur frá Apple, s.s. fartölvu, iPad eða snjallsíma en það er hægt á auðveldan hátt hægt að varpa myndinni frá þeim tækjum yfir á sjónvarpið. Þá er einnig hægt að nálgast streymiþjónusturnar Netflix og Hulu og einnig er hægt að leigja myndir/sjónvarpsþætti eða bara vafra um á Youtube. Annað sem stendur uppúr er að það er hægt að forrita aðrar fjarstýringar og tengja því t.d. sjónvarpsfjarstýringuna við tækið, sem er mjöög þægilegt en það fækkar fjarstýringum sem maður þarf að hafa áhyggjur af og leita að á milli sófasessa, undir sófanum og ofan í skúffum.

Verð: u.þ.b. 17.000 kr

Myndavél

620x490

Það er nauðsynlegt að eiga góða myndaél og þó svo að margir eigi snjallsíma þá eru myndavélarnar á þeim misgóðar og misvandaðar. Fyrir sum tilefni s.s. afmæli og stærri viðburði er skemmtilegra að myndirnar séu í góðum gæðum. Það er til fjöldinn allur af myndavélum af ýmsum gerðum og stærðum en ég ákvað að reyna að leggja áherslu á að finna “point and shoot” myndavél sem næði góðum myndum fyrir lítinn pening til að gefa ykkur smá hugmynd. Fyrir valinu varð svo http://sm.is/product/panasonic-myndavel-141m-leica en flestar umsagnir sem ég fann fjölluðu um að hún tæki góðar myndir og væri peninganna virði, ég er reyndar búinn að prófa þessa sjálfur og get staðfest að hún skili skýrum og fallegum myndum.

Verð: 14.900 kr.

 

Listinn er ekki lengri í þetta skiptið en við sjáumst í næstu viku og það er aldrei að vita nema ég skrifi annan og öðruvísi gjafalista 🙂

Þar til næst,
Alexander

 

Alexander Prófar – herrasjampó frá Aveda!

IMG_4798

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér seinustu daga, versla inn jólagjafir og annað stúss svo ég steingleymdi að blogga í gær, vona að verði fyrirgefið. Í þessari viku ætla ég að fjalla um Aveda Pure-Performance sjampóið en ég hef verið að nota það síðustu vikur.

Alveg frá því að ég byrjaði að nota rakkremið og aftershavið frá þeim þá hef ég haft augastað á sjampóinu úr herralínunni hjá Aveda. Þegar gamla sjampóið mitt var við það að klárast (ég er stundum svolítið utan við mig að ég man aldrei eftir því að kaupa nýtt) að þá var ég farinn að stelast í Aveda sjampóið hennar Þórunnar. Ég held að hún hafi verið orðin nett þreytt á þessum stuld mínum að einn daginn þá kom hún heim með flösku af Aveda Pure-Perfomance og harðbannaði mér að snerta sitt sjampó. Alltaf þegar að ég er tekinn með í ferðir í Kringluna þá þurfum við að stoppa í Aveda og ætli Þórunn hafi ekki tekið eftir mér skoða herrahillurnar. Ég var mjög spenntur og skellti mér í sturtu sama kvöld. Ég fann mikinn mun strax eftir fyrsta þvott en ég fann að hárið var töluvert mýkra og þegar ég strauk í gegnum það varð ég ekki var við að það varð ekki eins feitt og áður.

Ilmurinn af sjampóinu er mjög ferskur og það er með sítrus og mintu lykt. Sjampóið gefur hárinu og hársverðinum góðan raka og við reglubundna noktun þá hefur flasan hjá mér minnkað töluvert. Það kom mér skemmtilega á óvart þar sem það er ekki sérstaklega merkt sem flösueyðandi. Hingað til hafði ég nefninlega verið að nota Head & Shoulders Anti-Dandruff og það gekk misvel og og ég fann eiginlega alltaf fyrir óþægindum og kláða (og flösu) eftir að hafa notað það en nú heyrir það sögunni til.

IMG_4818

Sjampóið er hægt að fá í tveimur stærðum, 300 ml og 1l og ég mæli með að byrja á minni flöskunni til að prófa. Af einhverjum ástæðum er ekki hægt að kaupa prufu af sjampóinu en vonandi verður það einhvern tímann hægt, ég krossa allavega fingur. Á miðnætursprengju í Kringlunni fyrir stuttu keypti ég svo stórt til að eiga auka, ég sé fram á að fylla bara á litla brúsann til að taka í ræktina og svoleiðis.

Þetta er frábært sjampó sem góð lykt er af og fer vel í hárið. Ég get því hiklaust mælt með því ef þú finnur fyrir kláða eða öðrum óþægindum í hársverðinum og vilt fá sjampó sem lætur þér líða vel í hárinu.

Þar til næsta þriðjudag, vonandi,

Alexander

Vörur sem fjallað er um í þessarri grein voru keyptar af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum. Greinin endurspeglar hreinskilið álit greinarhöfundar á vörum.

Alexander Prófar – Seiðandi ilmur frá Armani

IMG_4560

Nýr þriðjudagur, nýtt blogg og nú ætla ég að segja ykkur frá Giorgio Armani Mania ilmvatninu en það er fyrsta alvöru ilmvatnið sem ég eignaðist. Ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað ég notaði hérna áður fyrr en hvað sem það var þá dugði það mér fram á þriðja ár í háskóla en ég held það hafi verið jólagjöf fyrir langa langa löngu. Ég get sagt ykkur að Þórunn þoldi (og þolir) ekki þá lykt og dró mig í Hagkaup að skoða ný ilmvötn og þetta var það fyrsta sem við spreyjuðum úr og það var strax sigurvegari. Þórunn rauk með eitt stykki á kassann og borgaði, allt í einu átti ég “fullorðins” ilmvatn (og hamingjusama kærustu). Kannski hefur ilmvatnið svona mikil tilfinningalegt gildi (eða lyktin bara svona óendanlega góð) en ég hef ríghaldið í sama glasið en ég fékk hrikalegar fréttir – Armani Mania er komið úr sölu hér á landi.

IMG_4552

Að mínu mati er allt við Armani Mania fullkomið, allavega fyrir mig. Nafnið hefur góðan hrynjanda, glasið er stílhreint og fallegt og svo er það auðvitað lyktin sjálf. Hún er svolítið dimm og vetrarleg en á sama tíma mjög fersk. Samkvæmt internetinu samanstendur hún af “green mandarin”, saffran, cedar-viði, vetiver, amber og musk. Ég held ég viti ekki beint hvernig hver af þessum lyktum sé en saman gefa þær hlýjan ilm sem hlýjar mér allavega að innan (Þórunn er sammála, hún valdi lyktina upprunalega og heldur enn uppá hana).

Ég mæli með þessu ilmvatni fyrir alla! (Þórunn hérna: Vegna þess að ilmvatnið er komið úr sölu hér á landi þá verður maður eflaust að fara út fyrir landssteinana til að finna sér flösku. Ég sé í fljótu bragði að Douglas í Þýskalandi og Sephora í USA eiga ilmvatnið á lager og ég held að Alexander eigi eftir að stökkva á að panta sér eitt eða fjögur eintök)

Þar til næst,
Alexander

Vörur sem fjallað er um í þessarri grein voru keyptar af greinarhöfundi eða aðilum tengdum honum. Greinin endurspeglar hreinskilið álit greinarhöfundar á vörum.

1 2 3