Sumarið frá YSL er komið!

 

Screen Shot 2016-06-06 at 23.00.29vörur sem fjallað er um voru bæði keyptar af greinarhöfundi og sendar að gjöf

Ég fylgist alltaf með limited-vörulínum frá hinum ýmsu merkjum og get sagt að ég er alltaf spennt þegar að ég veit af nýrri línu frá YSL. YSL hefur, eins og ég hef áður sagt ykkur, farið í algjöra yfirhalningu til að höfða til allra aldurshópa með nýjum og spennandi vörum. Í sumarlínunni (við höfum ekki verið að fá sumarlínur frá YSL undanfarið) leynist ný vara sem byggir á annari sem hefur slegið í gegn. Sumarlína ársins 2016 kallast Savage Escape og minnir mig á tónleikahátíðir, sumar og eyðimerkur. Ég fékk að gjöf 2 vörur úr línunni og hef það á plönunum að bæta hugsanlega einhverjum við sjálf. Ég ætla að skrifa pínu pons um þessar vörur sem ég fékk og sýna ykkur svo look sem ég setti saman með vörunum hér að ofan.

Stjörnuvaran, sem mér finnst hreinlega stórkostleg, er Les Sahariennes Bronzing Stones sem er nýtt og mjög náttúrulegt sólarpúður. Í fyrra fengum við kremsólarpúður en nú er komið að möttu-ljóma-sólarpúðri sem gefur strax eðlilegan lit og sólkysst ljómandi útlit. Púðrið kemur í þremur litum og ég fékk lit 01 sem er sá ljósasti og nota hann alla daga. Púðrið er með nánast sömu áferð og glæra ljómapúðrið sem þið hafið séð mig nota milljón sinnum á snapchat en það bráðnar bara inn í húðina svo áferðin er alltaf falleg. Það er hægt að nota þetta yfir allt andlitið, í skyggingar og svo er þetta púður frábær augnskuggi. Ég mæli 100000% með Bronzing Stones og er að íhuga að kaupa lit 02 fyrir meiri lit.

Ég fékk einnig gloss úr línunni að gjöf en hún inniheldur hinar ýmsu vörur, t.d. safnarapallettu (mig langar í hana), Full Metal Shadow í 2 nýjum litum, 2 liti af glossum og 2 naglalökk. Glossið sem ég fékk er númer 154 og er ljósbleikt með metal-satínáferð. Það er mjög fallegt eitt og sér og yfir varaliti og mjög rakagefandi annað en mörg önnur gloss á markaðnum. Ég elska mitt og það er alltaf í veskinu mínu. Á myndunum hér að neðan er ég með glossið yfir Rouge Volupté varalit númer 1.

DSC_0518-2Húð:
Touche Éclat Le Teint í lit B10
Touche Éclat í lit 2
Radiance Perfection glært púður
Les Sahariennes Bronzing Stones í lit 01
Kiss & Blush í lit 8
Samblanda af augnskuggum 3 og 4 í Couture Variation pallettunni Nu sem highlight

DSC_0497-2Augu:
Full Metal augnskuggi í lit 6 sem grunnur
Couture palletta númer 2 notuð til að skyggja augun og ljósasti litur settur í innri augnkrók
Gyllti liturinn úr Couture pallettunni Metal Clash settur yfir allt augnlokið
Mascara Volume Effet Faux Cils í svörtu

Varir:
Rouge Volupte í lit 01 Nude Beige
Gloss Volupte í lit 154

Ég vildi bara gera einfalt look sem allir myndu ráða við að gera með smá æfingu. Ég reyndi líka að nota eins fáa bursta og ég gat til að gera þetta auðveldara fyrir ykkur að leika eftir heima, maður þarf alls ekki að kaupa alla bursta heimsins heldur er gott að eiga bara fáa góða. Á húðina notaði ég Beautyblender og einn Duo Fiber bursta frá Real Techniques, á augun notaði ég MAC 217 og MAC 239 og engan bursta á varirnar. Ef þið viljið nánari upplýsingar hafið samband við mig hér, á facebook eða á snapchat (finnið mig á snapchat og instagram undir thorunns).

Þar til næst,
Þórunn

 

Áramótaförðun 2015

DSC_0748

Hæhæ 🙂 Gleðileg jól og takk fyrir þetta frábæra ár sem er aaalveg að klárast. Ég er búin að setja saman lista yfir uppáhalds snyrtivörurnar mínar árið 2015 sem ætti að detta inn á bloggið mjög fljótlega. Ég ákvað að gera smá hugmynd að áramótaförðun og sýna ykkur en eftir að ég fékk fína förðunarljósið mitt þá er ég umtalsvert duglegri að mála mig og finnst gott að geta málað mig á öllum tímum sólarhringsins, þið fáið að sjá afrakstur þessara æfinga á næstunni.

DSC_0753

Augu:
Ég setti Primer Potion frá Urban Decay yfir augnlokin. Ég setti dökkbrúnan mattan augnskugga í augabrúnirnar. Ég setti ljósan augnskugga á augnbeinið og setti Mauve frá Lorac (úr fyrstu Lorac Pro pallettunni) í globuslínuna og blandaði upp á augnbeinið. Setti svo Deep Purple úr sömu pallettu í globuslínuna og bæði í ytri og innri augnkrókinn og blandaði vel, dýpkaði svo litinn með Blackout frá Urban Decay. Ég skyldi miðjuna á augnlokinu eftir auða og notaði á hana Urban frá Urban Decay (úr Electric pallettunni) sem er sterkur fjólublár litur. Ég notaði svo Revolt úr sömu Urban Decay pallettu í innri augnkrókinn og smá í átt að augabrúnunum, setti sömu liti og áður undir augun og notaði Pink Opal pigment frá MAC undir augabrúnina. Ég notaði svo glimmer sem heitir Fuschia frá MAC og Liquid Sugar frá Eye Kandy glimmergrunn blandað saman og setti yfir fjólubláa litinn. Ég notaði Shadow Shields til að grípa glimmer sem gæti hrunið og til að vera stensill fyrir eyelinerinn, það er mjög þægilegt því línan er alltaf fullkomin. Ég notaði Eyeliner Babydoll frá YSL og Lights Camera Lashes maskarann frá Tarte, yfir það notaði ég svo Noir Fairy augnhár frá House of Lashes sem ég festi á með lími frá House of Lashes.

Húð:
Ég notaði Teint Miracle frá Lancome yfir allt andlitið. Næst setti ég Naked Skin Concealer frá Urban Decay undir augun og á kinnbeinin og blandaði saman. Ég notaði Mary-Lou Manizer frá theBalm á kinnbeinin til að highlighta, skyggði andlitið með augnskugganum Heroine frá Illamasqua. Ég notaði svo kinnalitinn Blushbaby frá MAC á kinnarnar og púðraði svo yfir með ljómapúðrinu frá YSL.

Varir:
Ég setti smá Pink Opal pigment frá MAC efst á varinar og varalitaði mig svo með Rouge Pur Couture númer 70 frá YSL.

DSC_0750

Ég vona að þetta hafi verið skiljanlegt hjá mér í þessum óendanlega orðaflaumi, þið gáfuð mér æðislegt feedback á snapchat þegar að ég gerði þetta þar inni og mig langar að þakka ykkur fyrir fallegu orðin. Ég skelli kannski í annað áramótalook til að sýna ykkur með nóg af glimmeri og allskonar. Ég á orðið aðeins fleiri Eye Kandy glimmer og það er aldrei að vita nema ég sýni ykkur glimmerin á snapchat.

Þar til næst,
Þórunn

Get the look!

DSC_0476

Hæjó! Ég er orðin svo gjörn á að taka bloggskorpur og skrifa helling og svo kemur “dry season” og ég hverf ofaní skólabækur og netflixgláp en núna verð ég að sýna ykkur. Ég ákvað loksins að mála mig á sómasamlegum tíma svo ég gæti tekið myndir í dagsbirtu og sýnt ykkur. Ég setti þetta look skref-fyrir-skref á Snapchat (notandanafnið mitt er thorunns) en þar sem Snapchat geymir bara í 24 klst þá ákvað ég að sýna ykkur lista yfir það sem ég notaði og kannski smá lýsingu (ef ég man allt rétt).

DSC_0446

Húð:
Ég byrjaði á að undirbúa húðina fyrir farðann með Antidote Cooling lotion frá Skyn Iceland, kælandi rakakremi. Ég notaði Teint Miracle farðann frá Lancôme á húðina, hann gefur húðinni fallega áferð. Naked Skin Concealer frá Urban Decay setti ég undir augun og á aðra staði sem þurftu smá auka þekju. Ég notaði sólarpúðrið, kinnalitinn og highlighterinn úr Tarte pallettunni sem ég sagði ykkur frá um daginn, ég gríp eiginlega ekki í neina aðra liti á andlitið.

DSC_0494

Augu:
Ég setti augnskuggana Brun og Omega frá MAC í augabrúnirnar og greiddi svo yfir með glæru augabrúnageli frá Anastasia Beverly Hills. Sorrý hvað þær eru úfnar og óplokkaðar, ég sé bara ekki til að plokka þær sjálf. Ég notaði (minnir mig) Lancôme augnskuggaprimerinn sem er með smá “shimmer” undir augnskuggana en ég notaði litina Unspoken (mattur ljósbrúnn) og Unconditional (grábrúnfjólublár eitthvað) úr Unzipped pallettunni frá Lorac og Brun frá MAC í skygginguna á augunum og smá í neðri augnháralínuna. Ég notaði svo Unbelievable úr Unzipped pallettunni yfir allt augnlokið og augnskuggann Vanilla frá MAC í innri augnkrók og undir augabrún. Þvínæst notaði ég Blacktrack Fluidline frá MAC og bursta númer 210 frá MAC til að gera eyeliner, Hypnose Volume-a-porter maskara frá Lancôme og loks augnhár frá SocialEyes sem kallast Playing Coy til að setja punktinn yfir i-ið.

Varir
Ég notaði tvo Meet Matt(e) Hughes varaliti frá theBalm, Charming og Committed. Byrjaði á að setja Charming á og setti svo örlítið af Committed á neðri vörina (sem fór auðvitað líka á efri þegar að ég nuddaði vörunum saman) til að fá smá 3D effect.

Þetta hljómar mun flóknara en þetta var en ég vona að þið getið áttað ykkur á þessu blaðri mínu og vonandi kemur það ykkur að gagni. Ég er að jafna mig eftir aðgerð og læra fyrir prófin og veit ekki hversu sæt ég verð á næstunni en þið þurfið ekki að örvænta, ég blaðra flesta daga eitthvað smá á Snapchat og þið getið líka alltaf sent mér skilaboð!

Þar til næst,
Þórunn

Look dagsins – fyrir nokkrum dögum síðan

DSC_0116Ég setti myndir á bæði instagramið og facebookið mitt af þessarri förðun um daginn og er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um hvernig ég gerði hana svo þið fáið smá skref fyrir skref lýsingu. Auðvitað átti að koma færsla fyrr en stundum þá gleymi ég mér alveg og glápi á Netflix eða les eftir vinnu og þá verður ekkert úr skrifum. Ég er ekki enn búin að mana mig upp í að gera video svo textalýsing verður að duga, ég vona að hún sé skiljanleg hjá mér, ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt samt þá getið þið addað mér á snapchat og sent mér skilaboð þar, notandanafnið er thorunns.

Húð:
Ég byrjaði á að undirbúa húðina með The Antidote Cooling Daily Lotion frá Skyn Iceland, það er kælandi og létt rakakrem sem gefur húðinni fullkomna áferð. Ég notaði svo farðann Le Teint Touche Éclat frá Yves Saint Laurent yfir andlitið, mér finnst best að setja hann á með Expert Face Brush frá Real Techniques. Farðinn er einn af mínum uppáhalds og ég notaði svo Naked Skin Weightless Complete Coverage Concealer hyljarann frá Urban Decay. Hann er einn sá allra besti sem ég hef prófað og fær sína eigin færslu fljótlega. Mér finnst mjög þægilegt að nota Zoeva Concealer Buffer burstann til að dreifa úr hyljaranum, hann er þéttur og þekjan verður jöfn. Til að setja hyljarann undir augunum notaði ég Poudre Compacte Radiance frá Yves Saint Laurent sem er “ósýnilegt” ljómapúður, púðrið kemur í búðir í haust.
Ég skyggði andlitið með Shadester Sculpting Powder frá MAC, highlight-aði með Mineralize Skinfinish Soft & Gentle púðri frá MAC og notaði svo kinnalitinn sem ég er búin að ofnota síðan 2009 en það er Blushbaby frá MAC.

Augabrúnir:
Ég notaði Dipbrow frá Anastasia Beverly Hills í litnum Taupe, ég greiddi í gegnum brúnirnar með svokallaðri “spooley”-greiðu, notaði svo Brow Line burstann frá Zoeva til að móta brúnirnar og fylla inn í með Dipbrowinu. Ég greiði alltaf aftur yfir eftir að hafa sett lit í brúnirnar til að fá náttúrulegri áferð.

DSC_0098Augu:
Ég byrjaði á að gera þykka línu í kringum augun með Couture Kajal frá Yves Saint Laurent í lit 03 (kemur í búðir í haust) og notaði svo bursta númer 219 frá MAC til að dreifa úr honum til að gefa smoky áferð, ég dró litinn í smá væng útfrá augunum. Ég notaði Smolder blýantinn frá MAC í efri augnhárarótina til að skerpa hana, setti hann í vatnslínuna og setti svo örlítinn blýant í neðri, ytri augnkrókinn og notaði sama bursta og áður til að dreifa úr. Ég notaði augnskugga úr Cocoa pallettunni frá Zoeva til að búa til skyggingu á augun og setti smá yfir blýantana sem ég var búin að dreifa úr undir augunum. Ég notaði pigmentið Blue Brown frá MAC á augnlokin en ég bleytti burstann með smá vatni áður en ég setti hann í pigmentið og fékk þannig þéttari áferð. Í innri augnkrókinn notaði ég Liquid Sugar frá Eye Kandy og setti svo glimmerið Jawbreaker yfir vökvann, vökvinn festir glimmerið við húðina. Í lokin setti ég Mascara Volume Effet Faux Cils frá Yves Saint Laurent á augnhárin og notaði svo gerviaugnhárin Vixen (efri) og Dolly (neðri) frá SocialEyes.

Varir:
Varablýanturinn Stone frá MAC settur yfir varirnar og svo varaliturinn Velvet Teddy frá MAC settur yfir.

Ég hlakka til að sýna ykkur fleiri look á næstunni, það er ótrúlegt hvað það að eiga góða myndavél getur verið mikill hvati til að mála sig oftar. Ég á bara rúmlega viku eftir í vinnunni áður en ég byrja í skólanum og þá verður fjör. Ef þið viljið sjá einhver sérstök look þá endilega sendið mér skilaboð, ég elska að heyra frá ykkur.

Þar til næst elsku bestu,
Þórunn

Förðun dagsins!

IMG_6742

Ég ætlaði sko að vera ótrúlega dugleg í að taka myndir og blogga og allt það í dag eeeen um leið og ég var búin að taka þessa einu mynd þá dó myndavélin og ég þarf að bíða heillengi eftir að ég eigi batterí með hleðslu (myndin heppnaðist þó frekar vel þótt ég segi sjálf frá).
Ég ákvað semsagt í dag að sýna á mér fésið sem er búin að vera í feluleik lengi, ég er búin að vera hryllileg í húðinni og bara ekki í stuði og þá er maður alls ekki sætur á myndum. Ég er einmitt að prófa nýja húðvöru sem ég sé strax mun á húðinni eftir nokkur skipti svo ég er mjög spennt að geta sagt ykkur frá henni þegar að ég er búin að prófa hana nógu vel.

Húð:
Teint Miracle farði frá Lancôme
Teint Miracle Concealer Pen frá Lancôme
Baked Bronzer Glow frá Milani
Blush Subtil frá Lancôme
 í lit Figue Espiégle

Augu:
Eye Brows frá MAC í litnum Lingering
Primer Potion frá Urban Decay
Couture Variations pallettan Nu (litir 2, 3 og 10) frá Yves Saint Laurent
Bella Cappuccino augnskuggi frá Milani
B
lacktrack Fluidline eyeliner frá MAC

Mascara Effet Faux Cils frá Yves Saint Laurent

Varir:
Lady Danger varalitur frá MAC

Þið sjáið kannski dökka bletti á húðinni og smá ójöfnur en húðin fór algjörlega yfirum fyrir stuttu og ég hef að öllu gríni slepptu aldrei fengið svona margar bólur. Ég hef venjulega fengið eina í einu einstaka sinnum (og auðvitað helst á milli augnanna) en í þetta skiptið er ég enn að reyna að losna við sumar þeirra. Ég næ vonandi svo að taka myndir á myndavélina á morgun til þess að sýna ykkur allskonar snilldarvörur sem ég hef verið að kaupa undanfarið og nokkrar sem ég hef fengið sendar (ég elska að fá pakka, það eru alltaf jólin þegar að ég fæ gjafir).

Þar til næst,
Þórunn

1 2 3 4