Nýjungar fyrir augun frá YSL!

dsc_0229vörur sem fjallað er um voru sendar sem gjöf – óháð umfjöllun

Loksins kemst ég í að klára að setja þessa blessuðu færslu inn. Tölvan mín virðist vera andsetin svona 70% af tímanum þessa dagana (ég þarf að strauja hana og setja upp aftur til að sjá hvort hún hressist) og svo virðist bloggið sjálft stundum lenda í tæknilegri sjálfheldu. Nóg um það því ég er ætlaði að vera búin að segja ykkur frá þessum nýjungum frá YSL fyrir löngu og þar sem að í Hagkaup Kringlu og Hagkaup Holtagörðum er 20% afsláttur af YSL og kynning með kaupaukum þá hendi ég færslunni hér inn.

dsc_0233

Ég vil segja ykkur frá nýrri pallettu og endurbættum augnblýöntum. Pallettan sem um ræðir er ný Couture palletta og þessi er númer 13 og kallast Golden Glow/Nude Contouring. Það komu tvær nýjar pallettur í fasta úrvalið núna í haust en hin kallast Rosy Contouring og er númer 14. Þær eru báðar hugsaðar sem skyggingarpallettur fyrir augun og henta því fullkomlega sem all-day pallettur, það er auðvelt að gera dagförðun og breyta henni svo í kvöldförðun því allir litirnir vinna fullkomlega saman. Mín er frekar kaldtóna og virðist vera eins og sköpuð fyrir mig, litirnir tóna fallega við bláu og gráu tónana í augunum og passa vel við tóninn á húðinni. Það er draumur að blanda augnskuggana og því auðvelt að gera fallega förðun án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ég er alsæl með nýju pallettuna mína og langar að bæta pallettu 14 við, Couture palletturnar eru með betri pallettum sem ég hef átt og safnið mitt er alltaf að stækka. Ég keypti svo look-pallettuna úr haustlookinu þegar að hún kom, það er enn eitthvað til af henni fyrir þær sem elska svona öðruvísi vörur/safngripi.

dsc_0016

Hin varan er svo endurbættur vatnsheldur augnblýantur, Dessin Du Regard Waterproof Eyeliner Pencil, sem er kolsvartur og hægt að nota bæði sem augnblýant og augnskugga. Hann fer mjög “creamy” á húðina og svo þornar hann alveg pikkfastur. Þessi þurrktími gefur manni færi á að blanda hann aðeins út, t.d. ef maður vill gera góðan grunn fyrir smokey förðun eða jafnvel bara smokey liner (ég er mjög heilluð af þannig liner). Ég nota hann líka í að tightline-a efri vatnslínuna því mér finnst hann haldast sérstaklega vel á henni og smitast ekki um of á þá neðri (ég vil helst ekki fá eyeliner í neðri vatnslínuna). Ég á svona 20 svarta augnblýanta í krukku en þessi er sá sem ég dreg helst fram. Mér finnst hann mjög svipaður 24/7 blýantinum í litnum Perversion frá Urban Decay en kannski aðeins mýkri og auðveldari í blöndun. Mæli með!

Það er kynning í Hagkaup Kringlu og Holtagörðum, það eru sérfræðingar á staðnum frá YSL sem geta veitt ykkur góð ráð og hjálpað til við val á vörum. Það er 20% afsláttur af öllum YSL vörum og veglegir kaupaukar svo ég hvet alla til að gera sér ferð í þessar verslanir og kíkja á snillingana ef ykkur vanhagar um eitthvað. Þið getið fundið ýmsar vörur frá YSL hér á blogginu til að fá hugmyndir en ég tek auðvitað sérstaklega fram að ég myndi ALDREI mæla með neinu ef ég gæti ekki staðið 100% við það.

Þar til næst,
Þórunn

 

 

Uppáhalds vörur frá Urban Decay – væntanlegt til Íslands!

ud
höfundur fékk stjörnumerktar vörur að gjöf, aðrar eru keyptar af höfundi eða aðilum tengdum honum

Þið hafið væntanlega heyrt að elsku Urban Decay er á leiðinni til okkar á Íslandi og því er kominn tími fyrir uppáhalds færslu. Ég var ekki beðin um það en fannst ég þurfa að gubba útúr mér smá orðaflaumi um uppáhalds vörurnar mínar frá merkinu. Ég er búin að elska Urban Decay í mörg ár og hef alltaf þurft að kaupa í útlöndum eða á netinu. Þess vegna er ég mjög spennt að geta skotist út í búð og keypt strax það sem ég vil í stað þess að safna á lista eða bíða eftir sendingu að utan.

Efst á lista ætla ég að setja Naked Skin Weightless Ultra Definition Liquid Foundation farðann sem ég kalla í daglegu tali bara Naked Skin. Formúlan er ofurlétt, gefur ljóma og góða þekju án þess að vera eins og gríma á andlitinu. Farðinn er demi-mattur sem mér finnst vera góð áferð því hann helst vel á ásamt því að formúlan nærir/bætir húðina á meðan að notkun stendur. Olíu- og parabenalaus farði sem á að henta flestum.

Næst kemur Naked Skin Weightless Complete Coverage Concealer sem er léttur hyljari með mikilli þekju og ljóma. Formúlan bráðnar inn í húðina svo áferðin er sérstaklega falleg. Hyljarinn inniheldur sömu efni og farðinn sem gefa húðinni raka, vernda hana og bæta. Umbúðirnar eru eins og utanaf glossi og það er auðvelt að stýra því hvað maður notar mikið. Ég elska þennan og get sagt að þessi hyljari er með þeim allra bestu sem ég hef prófað.

All Nighter Setting Spray er magnað setting spray sem bókstaflega límir förðunina á mann svo það er engin þörf fyrir lagfæringar. Spreyið er þróað í samstarfi við Skindinavia sem eru leiðandi í framleiðslu makeup spreyja svo það er í hæsta gæðaflokki. Ég nota þetta alltaf yfir allar farðanir sem ég geri því þetta virkar svo vel, endingin eykst til muna og spreyið virðist bæta áferð húðarinnar.

Perversion maskarinn* kom inn í líf mitt um daginn. Ég reyndi að kaupa hann í Boston í vor en hann var ekki til og því var ég gríðarlega kát að fá hann að gjöf. Maskarinn bæði þykkir og lengir. Formúlan er létt, inniheldur nærandi efni og harðnar ekki svo hann molnar ekki yfir daginn. Hann nær að halda krullunni í augnhárunum og ég bið ekki um meira.

24/7 Glide On Pencil eru aðal augnblýantar Urban Decay. Minn uppáhalds kallast Perversion og er mattur svartur. Formúlan á þeim öllum er mjög svipuð, últra “creamy” og auðveld í notkun en á hálfri til einni mínútu þornar hún og haggast þá varla.

Primer Potion í litnum Original er vara sem ég held ég hafi keypt að minnsta kosti 4 sinnum frá því ég fékk að prófa hjá vinkonu minni fyrir löngu síðan, þann síðasta sem ég er að nota núna keypti ég í apríl. Ég fékk reyndar sendan nýjan um daginn en þar sem hann er enn í umbúðunum og ekki kominn í notkun fannst mér ekki endilega þörf á að stjörnumerkja hann. Þetta er besti augnskuggaprimer sem ég hef átt, hann jafnar litinn á augnlokunum svolítið og lætur alla augnskugga endast betur án þess að breyta áferð þeirra.

Grindhouse yddarinn verður að vera með en þetta er besti makeup-yddari sem ég hef átt. Ég á reyndar gamla “lookið” en ég er búin að eiga hann í líklega 3-4 ár og hann er enn eins og daginn sem ég keypti hann.

Síðast en ekki síst eru það augnskuggarnir. Ég ákvað að setja inn myndir af bæði Naked 2 pallettunni og Smoky pallettunni* en ég mæli samt eignilega bara með þeim öllum. Ég á mjög margar UD pallettur og hef enn sem komið er bara lent á einum lélegum skugga (í pallettu sem kom fyrir líklega 3 árum). Skuggarnir eru almennt mjúkir, litsterkir og endast vel án þess að dofna yfir daginn ásamt því að þær hafa verið mjög hagkvæmar.

Ég vona að allar þessar vörur séu væntanlegar og mun eflaust sýna ykkur óskalistann minn þegar að ég hef betri hugmynd um hvað kemur til Íslands.

Þar til næst,
Þórunn

 

Freyðandi olíuhreinsir frá Biotherm

dsc_0413Vara sem fjallað er um var send sem gjöf, óháð umfjöllun

Ef einhver hefði sagt mér á sama tíma í fyrra að ég myndi nota freyðandi andlitsolíu á kvöldin til að þvo grímu dagsins framan úr mér hefði ég hlegið og sagt þeirri ágætu manneskju að það væri bull. Í dag er það þó það sem ég geri flesta daga sem ég nota farða því þetta er hands-down besta farðahreinsivara sem ég hef prófað og já ég er að segja að þetta sé betra en mitt elskulega Bioderma hreinsivatn.

dsc_0410

Varan sem um ræðir er Biosource Total Renew Oil frá Biotherm og er ný og frekar byltingarkennd vara fyrir þá sem vilja mjög þægilega en öfluga hreinsun. Við höfum áður séð olíur frá hinum ýmsu merkjum til að fjarlægja farða en þær hafa allar orðið að “mjólk” þegar að þær komast í snertingu við vatn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af því og á 5 mismunandi olíuhreinsa í skápunum en ég hef ekki gripið í neinn þeirra síðustu vikur.

Innihaldsefni hreinsiolíunnar eru meðal annars L. Saccharina sem er djúphreinsandi þörungur, Life Plankton™ sem róar og verndar húðina og olíublöndu til að næra hana. Í olíublöndunni eru olíur unnar úr ástaraldini, apríkósum, korni og hrísgrjónum.

Hreinsunin fer fram í tveimur skrefum en vert er að taka fram að það má nota þessa vöru á augnsvæði og hún leysir allt upp:

Fyrra skrefið er að bera olíuna á þurra húð og nudda henni yfir andlitið, olían bráðnar á húðinni þegar að hún hitnar og því dreifist hún vel. Ég gef mér alltaf svolítinn tíma í þetta og nudda vel til að losa upp farðann og óhreinindi dagsins.

Seinna skrefið er hið eiginlega hreinsunarskref en olían breytist í hreinsifroðu við því að vatni sé nuddað á húðina. Ég nota stundum hreinsigræjuna Luna frá Foreo í milliskref til að hreinsa enn dýpra en annars nota ég bara mjúkan, blautan þvottapoka þegar að ég nenni ekki að gera mikið. Froðan djúphreinsar húðina án þess að erta sem er mikill kostur.

dsc_0004

Ég ákvað að taka saman nokkrar vörur til að sýna ykkur hversu vel Total Renew Oil hreinsar farða af húðinni. Vörurnar hér að ofan eru swatchaðar á framhandlegg á myndunum fyrir neðan og ég ákvað að velja þær sem haldast almennt vel á. Ég valdi að prófa Flawless Definition Waterproof maskarann frá bareMinerals, Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills, geleyelinerinn frá Maybelline, varaliti frá Dose of Colors og LA Splash ásamt kremsólarpúðri frá YSL.

swatches

Ég elska hvað það er auðvelt að nota olíuhreinsinn og að ég hafi alltaf tíma til að hreinsa húðina, líka þegar að ég staulast heim eftir að hafa farið út að skemmta mér og væri líkleg til að fara að sofa með drulluskítuga húð. Þið sjáið á myndunum hérna að ofan hversu vel hreinsirinn virkar en eina förðunarvaran sem var enn að einhverju leiti á húðinni var LA Splash varalitur sem er almennt mjög fastur á!

Ég mæli 100% með Biosource Total Renew Oil og mun kaupa mér aðra flösku þegar að þessi klárast og aðra flösku eftir það. Þið fáið hreinsinn á öllum Biotherm sölustöðum!

Þar til næst,
Þórunn

Haustlína: Sonia Rykiel x Lancôme

dsc_0342Vörurnar voru gjöf send óháð umfjöllun

Haustið er svo sannarlega komið og það þýðir bara eitt – haustlínur! (og heimaverkefni). Ég ætla að smella mér í þessa bókstaflega einstöku haustlínu Lancôme sem var unnin í samstarfi við tískugoðsögnina Sonia Rykiel sem lést nú á dögunum en hvert einasta smáatriði í bæði umbúðum og vörum línunnar er úthugsað og í anda Soniu. Ég var svo heppin að fá nokkrar vörur úr henni sendar og er búin að gera mér ferð í búð til að skoða restina af línunni sem er mjög falleg. Þessi færsla inniheldur “nokkrar” myndir fyrir ykkur svo endilega lesið áfram.

dsc_0352

Naglalökkin í línunni eru 4, hvítt, khaki, blátt og einhverskonar kóral-litur. Ég fékk khaki lakkið sem kallast Café Philo (ekki dæma það í glasinu, það þornar svo fallega) og svo hvíta sem kallast Café Blanc. Ég er mikill aðdáandi Lancôme naglalakka og get sagt með fullri vissu að þau eru í top 3 hjá mér. Hvíta lakkið í þessari línu er þó það allra magnaðasta því hvít naglalökk geta oft verið þunn eða litið út eins og tippex en Café Blanc en með mikla þekju, fljótt að þorna og mjög fallegt á nöglunum.

dsc_0357

Pallettan sem rataði með mér heim kallast Parisian Spirit og er falleg bleik-fjólu-plómu-tóna palletta. Pallettan er mjög fjölhæf og það er hægt að gera allt frá léttri dagförðun út í dökkt smokey. Pallettan “coverar” flestar áferðir en í pallettunni eru 2 mattir skuggar, 2 glimmer-skuggar og 5 satín. Þessir 2 lengst til hægri á myndinni hér að neðan eru svo skuggar sem hægt er að nota sem eyeliner og augnskugga. Á límmiðanum í lokinu eru hugmyndir af 2 lookum sem er hægt að gera með pallettunni. Mér finnst pallettan góð og formúlan ein sú besta sem ég hef séð frá Lancôme, eini liturinn sem ég er ekki alveg viss hvort ég elski er litur númer 3 frá vinstri sem virkar mjög vel sem hvítt/silfur-glimmer en hefur litla þekju. Ég get ekki valið mér uppáhaldslit en finnst skuggi 6 sérstaklega áhugaverður. Hér fyrir neðan eru watches en þau heppnuðust ekkert sérstaklega vel, þið verðið bara að fyrirgefa.

dsc_0366

dsc_0396

dsc_0355

Að lokum langar mig að sýna ykkur varalitina sem komu en þeir eru alveg ný hugmynd hjá Lancôme en á öðrum endanum höfum við mjög litsterka og endingargóða varaliti og á hinum höfum við svo litað gloss í blýantsformi. Það er auðvelt að gera varirnar bæði mjög afgerandi afmarkaðar sem og náttúrlegar með “blörruðum” útlínum og hægt að leika sér með litina. Í línunni eru 4 litir í boði en ég fékk litina M01 French Sourire og A02 Parisian Spirit og er mjög sátt með báða og þessi bleiki er alltaf í veskinu. Eini ókosturinn við þessa blýanta er þó að það þarf að ydda þá með feitum yddara og því mæli ég með að setja þá inn í frysti í c.a. hálftíma áður en þið yddið þá svo það sé auðveldara. Hér sjáið þið svo swatches.

dsc_0407

Í línunni má einnig finna sérstakt svampfarðabox sem hentar t.d. fyrir Miracle Cushion farðann. Boxið er svart með röndum, spegli í lokinu og það er selt tómt og maður kaupir sér bara þá fyllingu sem maður vill (ég mun útskýra fljótlega af hverju ég orða þetta svona). Mig langar smá að kaupa mér boxið því mér finnst það svo hrikalega flott.

Um helgina er kynning og það þýðir að það 20% afsláttur af öllum vörum frá Lancôme og glæsilegur kaupauki í Lyfjum og heilsu í Kringlunni. Einnig er kynning í Lyfjum og heilsu á Glerártorgi í dag, laugardag. Fagmenn frá Lancôme veita góð ráð og aðstoða viðskiptavini við val á vörum svo það er um að gera að kíkja á þær. Það er vinnuhelgi hjá mér þessa helgina og planið er auðvitað að kíkja við hjá Lancôme í Lyfjum og heilsu! Línuna fáið þið annars á flestum (ekki öllum) sölustöðum Lancôme, hún kemur í takmörkuðu upplagi og verður sannarlega einstök sökum fráfalls Soniu.

Þar til næst,
Þórunn

Afsláttardagar

afsl

Hæ! Ég tók saman í smá flýti lista yfir vörur sem ég mæli með að þið skoðið á bæði sprengidögum Debenhams og Tax-free í Hagkaup. Ég er búin að vera í tómu veseni með hýsinguna á blogginu en hún er vonandi komin í lag og ég get farið að dæla inn þessum færslum sem þurfa bráðnauðsynlega að fara í loftið á næstunni. Nú þegar þetta er komið útí kosmósið ætla ég að henda mér í þær vörur sem ég mæli með að þið skoðið!

Ég ætla að byrja á Énergie de vie nuit rakamaskanum frá Lancôme sem er einn sá allra besti rakamaski sem ég hef prófað. Ég er búin að segja ykkur frá þessari línu og hvað ég er ánægð áður en hann verður bara að vera á þessum lista.

Naglalakk úr nýjustu línu Lancôme sem var unnin í samstarfi við tískugoðsögnina Sonia Rykiel. Liturinn heitir Cafe Philo og er einhverskonar grágrænn khaki litur. Formúlan er fullkomnun og helst heila eilífð á mér án þess að láta mikið á sjá svo ég mæli 100% með því að skoða þetta.

Parisian Spirit pallettan úr sömu línu Lancôme er næst á lista. Ég fékk þessa um daginn og er svo sjúklega hrifin af henni. Litirnir eru allir mjög fallegir og áferðirnar gera þessa pallettu súper áhugaverða. Það eru mis-glitrandi litir en þeir eru allir mjög klæðilegir og ég sé fram á að nota þessa mjög mikið.

Næsta vara er svo Scandal pallettan úr haustlínu YSL. Það kemur alltaf ein “limited” palletta í þessum sérstöku árstíða-“lookum” og í þetta skiptið er pallettan sjúkleg. Ég keypti mér hana um leið og mögulegt var, án þess að hafa séð hana annarsstaðar en á netinu. Ég kom heim og trúði því varla hvað hún var falleg og fullkomin og augnskuggarnir silkimjúkir. Þeir eru frekar sterkir svo maður byggir þá upp smátt og smátt til að fara ekki algjörlega “overboard”. Mæli með þessari ef þið finnið hana!

Þriðja pallettan er líka frá YSL en hún er hugsuð sem skyggingarpalletta fyrir augu og kallast Nude Contouring og er frekar kaldtóna augskuggapalletta. Það er til líka hlýrri týpa sem kallast Rosy Contouring sem mig langar virkilega að kaupa mér. Það er ótrúlega auðvelt að gera falleg og mismunandi augnlook með pallettunni og hún blandast eins og draumur og hentar bæði fyrir dag og kvöld. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með að nota þessa og look-pallettuna saman og það hefur verið að koma sjúklega vel út! 

Ég held að Hagkaup selji enn Blue Lagoon vörur svo ég set þennan Lava Scrub á listann. Ég prófaði hann í Bláa Lóninu um daginn og er strax sjúklega hrifin. Húðin varð silkimjúk, tandurhrein og dauðu húðfrumurnar allar farnar. Gef þessum fullt hús stiga.

Augabrúnagelið frá Lancôme er næst á listanum en ég hef ALDREI prófað eins gott augabrúnagel. Það er mjög spes gúmmíbursti á því sem gerir þetta allt bara svo einfalt því hann greiðir gelið jafnt í brúnirnar og úr verða miklu meira djúsi augabrúnir. Gelið helst allan daginn án þess að haggast og því er þetta orðið “holy grail” vara hjá mér.

Lancôme hyljarinn Effacernes Longue Tenue er fáránlega góður. Maður þarf næstum því ekki neitt, hann hylur allt svo eðlilega og helst á alveg þar til maður þvær húðina á kvöldin. Ég er búinn að eiga minn í frekar langan tíma og mér finnst ég ekki búin með neitt þó ég noti hann næstum daglega.

YSL Rouge Pur Couture varalitur er alltaf klassískur og ég mæli með lit 70 sem er hinn fullkomni bleik-nude litur fyrir öll tilefni. Ég er alltaf með minn í veskinu, sama hvert ég er að fara.

Biotherm Total Renew hreinsiolía sem freyðir. Ég fékk þessa að gjöf frekar nýlega og gæti varla verið meira hrifin. Biotherm fór í allsherjar breytingar á umbúðum nýlega og náðu að minnka plastnoktun um 20% sem er virkilega vel gert og svo komu þeir með nokkrar nýjar vörur. Þessi olía er ein af þeim vörum en hún leysir upp farðann í olíuforminu og svo þegar að maður bleytir hana byrjar hún að freyða og hreinsa betur upp úr húðinni óhreinindin sem safnast fyrir þar.

Nýjasta YSL ilmvatnið rekur svo lestina en það kallast Mon Paris og er hrein dásemd. Það er algjörlega ný vídd í YSL ilmum og virðist grípa mann nánast strax. Mamma er strax orðin “hooked” og er búin að reyna samningaviðræður við mig um að fá glasið mitt eftir að ég gaf henni prufu en ég er ekki alveg á því að láta glasið. Nýjasta kona YSL fær sína eigin umfjöllun síðar svo þið skulið fylgjast með! 

Ég mæli með öllum þessum vörum og auðvitað svona millljón í viðbót. Endilega kíkið í Hagkaup eða Debenhams um helgina og kynnið ykkur nýjungarnar sem rigna inn þessa dagana og fáið aðstoð frá sérfræðingum merkjanna til að velja réttar vörur á afslætti!

Þar til næst,
Þórunn

1 2 3 4 59