NÝTT: Makeup Art Cosmetics frá MAC

Vörurnar eru gjafir

Nýjasta línan frá MAC var að koma í verslanir og ég ætla að segja ykkur svolítið frá henni, undirlínunum 3 og fólkinu á bakvið þær. Þetta gæti orðið löng færsla en ég reyni að halda henni eins stuttri og hægt er svo þið getið haldið áfram með daginn.

MAC Makeup Art Cosmetics er nafn línunnar og að henni standa Kabuki, James Kaliardos og Diane Kendal sem eru öll heimsfrægir listamenn þegar að kemur að förðun. Línan inniheldur rúmlega 50 vörur í heildina og þetta er í fyrsta skipti þar sem MAC fer í samstarf við sjálfstæða förðunarlistamenn til að búa til “limited” línu en þetta er auðvitað frábær tilbreyting því í slíku samstarfi er ætti áherslan að liggja í gæðum og notkunarmöguleikum, að búa til eitthvað sem þeim fannst vanta. Þetta eru allt ólíkir listamenn með mismunandi áherslur og því gaman að sjá hvað útkoman er mismunandi.

James Kaliardos er sá listamaður sem mér þótti mest spennandi að sjá útkomuna hjá því áherslan hjá honum hefur alltaf verið glæsileiki, að þú sért glæsilegasta útgáfan af sjálfum þér og hlutlausir litir hafa svolítið einkennt hans vinnu. Hann hefur áorkað ýmsu í gegnum tíðina og til dæmis þá hefur hann unnið mikið með Hillary Clinton, Julianne Moore, Miley Cyrus og Anne Hathaway.

Diane Kendal hefur einkennst af klæðilegum-glamúr og áherslan hjá henni í gegnum tíðina hefur verið á bronslituð augnlok og kinnar með sterkum litum. Hún hefur verið áberandi í förðunarheiminum í mörg ár og virðist hafa unnið fyrir flest stærstu merki heims í bæði í auglýsingaherferðum og á tískusýningum.

Kabuki er svo umtalsvert dramatískari og línan hans er litríkust. Hann leggur áherslu á að notendur línunnar prófi sig áfram og í viðtali við Bustle bendir hann á að ef þú setur blá-fjólubláa Dazzleshadow skuggann úr línunni hans yfir dekksta Retro Matte litinn úr línunni færðu út burgundy með bjölluáferð (þ.e. minnir á bjöllur). Kabuki segir að MAC hafi tekist að gera óskalistann hans að raunveruleika í þessari línu og ég verð að segja, óskalistinn hans höfðar ansi vel til mín.

Ég fékk 3 vörur úr línunni hans James og ég er bókstaflega og mjög eðlilega ástfangin. Fyrst ber að nefna augnskuggann en ég fékk Pressed Pigment í litnum Black Grape sem við höfum séð áður hjá MAC en James lýsir þessu sem demanta-“accent” fyrir augun því skugginn glitrar svo fallega á augunum. Ég verð að segja að ég er sammála honum og var reyndar mjög spennt fyrir þessu því hún Birna vinkona mín er mikill aðdáandi þessa skugga sem ég hafði aldrei komist í fyrr en nú. Hann er bara alltaf fallegur, sem augnskuggi, sem smáatriði í förðun, yfir varalit og svo framvegis. Ég elska fjólubláa skugga svo þetta var eiginlega “meant to be”.

Næsta vara sem ég vil sýna ykkur er Into the well augnskuggi í litnum Matte Galena sem er eyeliner í púðurformi sem má nota bæði blautan og þurran en það er dæld í miðjunni á skugganum sem hentar vel ef maður ákveður að bleyta skuggann. Það má auðvitað líka nota vöruna sem augnskugga og liturinn minn er svona grákaldblár. Hann blandast vel og er silkimjúkur en alveg mattur.

Síðasta varan er sú vara sem mér þótti mest spes en það er Strataglass glossið sem kallast Pyrite og er þriggja lita gloss. Glossið er semsagt í þremur lögum í glasinu, neðst er dökkbleikt gloss með satínáferð, miðjan er ljósbleik með gylltu glimmeri og efsta lagið er glært með gylltu glimmeri. Þetta blandast samt allt saman í fallegan lit á vörunum sem fer vel með flestum varalitum/blýöntum ef maður vill bæta við smá glimmeri/ljóma í förðunina. Mér finnst glossið mjög fallegt og þægilegt á vörunum því það gefur svolítinn raka (mér finnst það meira rakagefandi en t.d. Lipglass formúlan).

Þið getið kíkt í MAC verslanir og skoðað línuna og séð hvað gæti hentað ykkur!

NÝTT: Ultimate Basics – Urban Decay

Varan er gjöf

Hæ! Naked Ultimate Basics pallettan frá Urban Decay er eins og allir vita komin til Íslands og þar sem mér áskotnaðist eintak langar mig að segja ykkur frá henni eftir að hafa prófað hana vel og vandlega, mér finnst mikilvægt að vera búin að prófa hvern einasta skugga vel áður en ég skrifa um pallettuna.

Naked Ultimate Basics er eins og nafnið gefur til kynna, hluti af Naked línunni frá Urban Decay. Naked palletturnar eru orðnar ansi margar og Basics er undirlína sem varð til þegar að notendur fóru að biðja um fleiri hlutlausa, matta augnskugga sem myndu henta öllum. Það eru til tvær litlar Basics pallettur og svo bættist Ultimate Basics í hópinn og er ástæða þess að við erum hér að blaðra í dag. Myndin hér að neðan er svo “grainy” að það er önnur aðeins neðar í færslunni.

Ultimate Basics inniheldur 12 nýja, matta og hlutlausa augnskugga (Ekki sömu litir og í hinum Basics pallettunum). Þar sem litirnir eru hlutlausir henta þeir fyrir alla og litirnir henta vel í hversdagsfarðanir og sem stuðningur við aðrar pallettur (það eru snilldar blöndunarlitir í pallettunni). Skuggarnir eru í samræmi við aðra matta skugga frá merkinu, mjúkir, ekki of púðurkenndir og blandast vel. Ástæðan fyrir að ég segi aðra matta er því sanseruðu skuggarnir frá UD hafa venjulega verið skilgreiningin á “buttery” lýsingunni en mattir eru aðeins erfiðari í framleiðslu og oft verða mattir skuggar bara eins og krít. Endingin er mjög góð, skuggarnir eru enn fallegir í lok dags og virðast ekki dofna.

Mínir uppáhalds litir: Blow, Tempted, Lethal, Blackjack og Lockout.
Samsetningar sem ég mæli með:
Einföld dagförðun: Blow (augnkrókur og undir augabrún) + Tempted (yfir augnlokið og blandað eins hátt og förðunin á að fara) + Lockout (dýpkun á skyggingu og aðeins inn á augnlokið í ytri augnkrók) með Blackjack í augnhárarótina (sem léttur eyeliner).
Kvöldförðun: Blow (augnkrókur og undir augabrún) + Tempted (í “crease” til að stilla af hæðina á skyggingunni) + Lockout (“crease” til að dýpka) + Lethal (augnlok og “crease”) + Blackjack (í “crease” og ytri augnkrók ásamt örlitlu á innri hluta augnloksins fyrir meiri dýpt).

Ég er ekki viss á verðinu á pallettunni en grunar að hún sé á svipuðu verði og Moondust eða rétt rúmlega 8 þúsund, ég ætla samt að gera ráð fyrir 8500 í niðurbrotinu á verðinu fyrir ykkur. Fyrir 8500 krónur fást þá 12 augnskuggar, hver þeirra er 1,2 grömm af augnskugga og heildarþyngd vöru sem þið fáið er 14,4 grömm. Hvert gramm er þá á c.a 590 krónur sem er mjög gott verð. Hver skuggi kostar ykkur þá c.a 708 krónur.

Ég mæli með að þið kíkið á UD skvísurnar í Hagkaup í Smáralind og fáið að kíkja á þessa frábæru pallettu á meðan að hún er enn til.

Nýr La Nuit Trésor ilmur frá Lancôme

Varan er gjöf

Mig langar að segja ykkur frá nýjasta ilminum frá Lancôme sem kallast La Nuit Trésor L’Eau de Parfum Caresse sem kom á markað í vetur og ég er búin að prófa hann nokkuð vel og er tilbúin að segja ykkur frá honum. La Nuit Trésor er lykt sem hefur verið á markaði í nokkurn tíma og einkennist af svörtu rósinni en þessi nýja einkennist af viðkvæmri bleikri rós.

Ég ætla bara að skella því strax fram að ef kynþokki væri lykt þá væri það La Nuit Trésor Caresse – ég er ekki að grínast. Ég elska ilmvötn sem eru passlega þung, passlega woody og passlega sæt og þetta tikkar bara í öll box fyrir mig. Grunnurinn er blanda tonkabauna, orkídeu, vanillu, patchouli og white musk sem gerir grunninn hlýjan og munúðarfullan. Hjartað er Damaskus-rós í bland við jasmínu og almond blossom (ég gat ekki fundið nafn á íslensku fyrir þetta). Lyktin hefur að lokum ávaxtakenndar toppnótur þar sem hindber, bergamot og lychee-ávöxtur blandast rósapipar. Útkoman er ekki of þung, ekki of sæt, ekki of létt heldur bara “just right”.

Glasið sjálft er listaverk en það er í laginu eins og demantur, skreytt með borða og bleikri rós. Glerið er ekki litlaust heldur er skuggi í því sem gefur dýpt og passar fullkomlega við “þemað”.

Ef þið hafið svipaðan smekk og ég þegar að kemur að ilmvötnum og líkar við t.d. Black Opium La Nuit Blanche frá YSL eða Lady Million frá Paco Rabanne þá gætuð þið haft áhuga á La Nuit Trésor L’Eau de Parfum Caresse. Ég er allavega búin að finna því stað á kommóðunni minni þar sem ég geymi þær lyktir sem ég nota oftast.

Urban Decay – Moondust palette

Moondust pallettan var fyrsta Urban Decay varan sem ég keypti eftir opnunina á Íslandi og því löngu kominn tími á hana hér á blogginu. Þar sem að það eru TAX-FREE dagar í Hagkaup (Hagkaup í Smáralind selur Urban Decay) er kjörið að smella henni inn í dag því ég hef elskað hana frá fyrsta “swatch”-i.

Umbúðirnar eru veglegar, það er þyngd í þeim, þær eru fallegar og í lokinu er stór spegill. Ég elska glimmeráferðina utaná, hún er ekki gerð úr lausu glimmeri sem hrynur út um allt heldur er plastið sjálft glitrandi. Í pallettunni eru 8 augnskuggar, hver þeirra er 0,7 grömm og hún kostar 8299 krónur á fullu verði svo hver skuggi kostar rúmlega 1037 krónur á fullu verði. Með afslættinum á TAX-FREE er hver skuggi kominn niður í rúmlega 837 krónur sem er algjör no-brainer.

Skuggarnir eru eins og áður segir 8 og eru Moondust skuggar (moondust er ákveðin formúla) sem glitra eins og stjörnur. Litirnir heita Specter (ljósbleikur), Element (rauðbleikur), Magnetic (fjólublár með bláu glimmeri), Lightyear (ljósgrænn), Granite (grá-silfur), Lithium (brons), Vega (blár með túrkís glimmeri) og Galaxy (blágrágrænn). Uppáhalds litirnir mínir eru Lithium, Granite, Galaxy og Vega.

Það má nota skuggana bæði þurra og blauta, litirnir eru meira áberandi ef skugginn er blautur (ekki rennblautur en rakur). Ég þarf alltaf að nota primer því ég er með olíumikil augnlok og mér finnst best að nota Liquid Sugar frá Eye Kandy eða einhverskonar “sticky” primer eins og Pixie Epoxy frá Fyrinnae og þá haldast skuggarnir fullkomnir í að minnsta kosti 16 klukkustundir (ég prófaði). Ég hef bæði notað bursta og fingurgómana í augnskuggana og finnst flatir “synthetic” burstar og fingurgómarnir virka best.

Hér er ég með blöndu af Lithium, Granite og smá Galaxy. Ég mæli 100% með Moondust pallettunni og hvet ykkur til að gera ykkur ferð í Urban Decay í Hagkaup Smáralind til að skoða hana.

Nýir og endurbættir L’Absolu Rouge varalitir frá Lancôme

Varan er gjöf

Nýlega komu í verslanir endurbættir L’Absolu Rouge varalitir frá Lancôme sem hafa fylgt okkur síðustu 25 ár. Hönnun þeirra hefur breyst í gegnum tíðina og sú nýjasta er sú allra glæsilegasta (og praktískasta) en markmiðið hefur alltaf verið að hafa þær sígildar og fallegar. Ég ELSKA nýju umbúðirnar sem eru “veskisheldari” heldur en flestar því þær opnast ekki nema smellt sé á rósina svo maður hefur aldrei áhyggjur af því að veskið verði bleikt að innan. Mér þykir líka fallegt að hafa umbúðirnar “sleek” og svartar og tilfinningin að taka þær upp er hreinn lúxus því það er svolítil þyngd í þeim.

Eftir að Lisa Eldridge tók við keflinu hjá Lancôme hafa margar gríðarlega jákvæðar breytingar átt sér stað og þessir varalitir eru sérstaklega vel heppnaðir. Í dag eru 36 litir í línunni, 16 söluhæstu litirnir úr gömlu týpunni héldu áfram í nýju umbúðunum og Lisa hannaði 14 í viðbót.

Formúlan kemur í þremur áferðum, sheer, cream og matte. Hún á að gefa vörunum raka og mýkja þær í allt að 8 klukkustundir. Á þeim 2 litum sem ég hef prófað hef ég verið að fá u.þ.b. 4-5 klst sem er mjög gott miðað við “sheer” áferð. Formúlan inniheldur meðal annars Pro-Xylane™ og Ceramide V fyrir raka og vernd, sérstaka rakasameind og svo eru The Satin Color™ sameindir sem tryggja að liturinn dreifist jafnt yfir varirnar og litarefnin gefa sterkan lit. Einnig er að finna E vítamín í formúlunni. Mér finnst rakinn mjög góður þar sem ég er alltaf með þurrar varir og liturinn nær að mýkja skorpuna á vörunum svo það séu misfellur í litnum útaf nöguðum vörum.

Sheer áferðin gefur létta þekju, ljóma og gefur vörunum léttan gljáa. Það eru 9 litir með þessari áferð.
Cream áferðin gefur meðal til mikla þekju, djúpa liti og hefur satínáferð. Hér höfum við 23 liti en 22 þeirra koma til Íslands. 
Matte áferðin gefur þéttan lit sem endist á vörunum án þess að þurrka þær. Það eru 6 litir með þessari áferð en 5 þeirra koma til Íslands.

Ég prófaði litina 317 Pourquoi Pas og 202 Nuit & Jour sem eru báðir með sheer áferð. Mér þykja báðir virkilega góðir en 202 er þó í aðeins meira uppáhaldi. Ástæðan fyrir því er liturinn sem virðist henta flestum og hvað hann er mismunandi eftir einstaklingum. Mér finnst hann ekki eins á mér og öðrum sem ég sé með hann en það er auðvitað rökrétt þar sem hann er hálfgegnsær svo varirnar koma í gegnum litinn. Endingin er eins og áður segir góð og ekki áberandi þegar að liturinn fer að dofna (þegar að ég er búin að borða hann af). Lyktin af formúlunni hverfur fljótt (það er rósalykt) og liturinn er jafn og þéttur.

Ég elska mína liti og hvað þeir eru handhægir og ég vona að þið getið fundið liti við ykkar hæfi. Ég hef augastað nokkrum möttum litum og nokkrum krem sem mig langar að prófa við tækifæri en það bíður betri tíma (ég hef svo mikið að prófa og skrifa um að ég er með hálfgerðan verkkvíða yfir því. Ég hlakka til að sýna ykkur meira af þeim nýjungum sem uppáhaldið mitt hún Lisa hefur unnið að með Lancôme og finnst hún vera að beina merkinu í rétta átt að meiri sérstöðu og enn betri og praktískari vörum.

Ég ætlaði að vera rosa dugleg núna í janúar að skrifa en hef verið svolítið “under the weather” og ekki í miklu stuði fyrir neitt (mér finnst janúar vera mánuður með 31 mánudegi).  Ég var að koma heim úr smá skreppiferð til New York í gærmorgun svo ég er aðeins hressari og líflegri heldur en áður. Ég hef margt að sýna ykkur (það er svo sannarlega að koma snyrtivöru-vor með tilheyrandi nýjungum) og ég vona að ég nái að vera nokkuð virk í skrifum.

 

1 2 3 4 63