Haustlína: Sonia Rykiel x Lancôme

dsc_0342Vörurnar voru gjöf send óháð umfjöllun

Haustið er svo sannarlega komið og það þýðir bara eitt – haustlínur! (og heimaverkefni). Ég ætla að smella mér í þessa bókstaflega einstöku haustlínu Lancôme sem var unnin í samstarfi við tískugoðsögnina Sonia Rykiel sem lést nú á dögunum en hvert einasta smáatriði í bæði umbúðum og vörum línunnar er úthugsað og í anda Soniu. Ég var svo heppin að fá nokkrar vörur úr henni sendar og er búin að gera mér ferð í búð til að skoða restina af línunni sem er mjög falleg. Þessi færsla inniheldur “nokkrar” myndir fyrir ykkur svo endilega lesið áfram.

dsc_0352

Naglalökkin í línunni eru 4, hvítt, khaki, blátt og einhverskonar kóral-litur. Ég fékk khaki lakkið sem kallast Café Philo (ekki dæma það í glasinu, það þornar svo fallega) og svo hvíta sem kallast Café Blanc. Ég er mikill aðdáandi Lancôme naglalakka og get sagt með fullri vissu að þau eru í top 3 hjá mér. Hvíta lakkið í þessari línu er þó það allra magnaðasta því hvít naglalökk geta oft verið þunn eða litið út eins og tippex en Café Blanc en með mikla þekju, fljótt að þorna og mjög fallegt á nöglunum.

dsc_0357

Pallettan sem rataði með mér heim kallast Parisian Spirit og er falleg bleik-fjólu-plómu-tóna palletta. Pallettan er mjög fjölhæf og það er hægt að gera allt frá léttri dagförðun út í dökkt smokey. Pallettan “coverar” flestar áferðir en í pallettunni eru 2 mattir skuggar, 2 glimmer-skuggar og 5 satín. Þessir 2 lengst til hægri á myndinni hér að neðan eru svo skuggar sem hægt er að nota sem eyeliner og augnskugga. Á límmiðanum í lokinu eru hugmyndir af 2 lookum sem er hægt að gera með pallettunni. Mér finnst pallettan góð og formúlan ein sú besta sem ég hef séð frá Lancôme, eini liturinn sem ég er ekki alveg viss hvort ég elski er litur númer 3 frá vinstri sem virkar mjög vel sem hvítt/silfur-glimmer en hefur litla þekju. Ég get ekki valið mér uppáhaldslit en finnst skuggi 6 sérstaklega áhugaverður. Hér fyrir neðan eru watches en þau heppnuðust ekkert sérstaklega vel, þið verðið bara að fyrirgefa.

dsc_0366

dsc_0396

dsc_0355

Að lokum langar mig að sýna ykkur varalitina sem komu en þeir eru alveg ný hugmynd hjá Lancôme en á öðrum endanum höfum við mjög litsterka og endingargóða varaliti og á hinum höfum við svo litað gloss í blýantsformi. Það er auðvelt að gera varirnar bæði mjög afgerandi afmarkaðar sem og náttúrlegar með “blörruðum” útlínum og hægt að leika sér með litina. Í línunni eru 4 litir í boði en ég fékk litina M01 French Sourire og A02 Parisian Spirit og er mjög sátt með báða og þessi bleiki er alltaf í veskinu. Eini ókosturinn við þessa blýanta er þó að það þarf að ydda þá með feitum yddara og því mæli ég með að setja þá inn í frysti í c.a. hálftíma áður en þið yddið þá svo það sé auðveldara. Hér sjáið þið svo swatches.

dsc_0407

Í línunni má einnig finna sérstakt svampfarðabox sem hentar t.d. fyrir Miracle Cushion farðann. Boxið er svart með röndum, spegli í lokinu og það er selt tómt og maður kaupir sér bara þá fyllingu sem maður vill (ég mun útskýra fljótlega af hverju ég orða þetta svona). Mig langar smá að kaupa mér boxið því mér finnst það svo hrikalega flott.

Um helgina er kynning og það þýðir að það 20% afsláttur af öllum vörum frá Lancôme og glæsilegur kaupauki í Lyfjum og heilsu í Kringlunni. Einnig er kynning í Lyfjum og heilsu á Glerártorgi í dag, laugardag. Fagmenn frá Lancôme veita góð ráð og aðstoða viðskiptavini við val á vörum svo það er um að gera að kíkja á þær. Það er vinnuhelgi hjá mér þessa helgina og planið er auðvitað að kíkja við hjá Lancôme í Lyfjum og heilsu! Línuna fáið þið annars á flestum (ekki öllum) sölustöðum Lancôme, hún kemur í takmörkuðu upplagi og verður sannarlega einstök sökum fráfalls Soniu.

Þar til næst,
Þórunn

Afsláttardagar

afsl

Hæ! Ég tók saman í smá flýti lista yfir vörur sem ég mæli með að þið skoðið á bæði sprengidögum Debenhams og Tax-free í Hagkaup. Ég er búin að vera í tómu veseni með hýsinguna á blogginu en hún er vonandi komin í lag og ég get farið að dæla inn þessum færslum sem þurfa bráðnauðsynlega að fara í loftið á næstunni. Nú þegar þetta er komið útí kosmósið ætla ég að henda mér í þær vörur sem ég mæli með að þið skoðið!

Ég ætla að byrja á Énergie de vie nuit rakamaskanum frá Lancôme sem er einn sá allra besti rakamaski sem ég hef prófað. Ég er búin að segja ykkur frá þessari línu og hvað ég er ánægð áður en hann verður bara að vera á þessum lista.

Naglalakk úr nýjustu línu Lancôme sem var unnin í samstarfi við tískugoðsögnina Sonia Rykiel. Liturinn heitir Cafe Philo og er einhverskonar grágrænn khaki litur. Formúlan er fullkomnun og helst heila eilífð á mér án þess að láta mikið á sjá svo ég mæli 100% með því að skoða þetta.

Parisian Spirit pallettan úr sömu línu Lancôme er næst á lista. Ég fékk þessa um daginn og er svo sjúklega hrifin af henni. Litirnir eru allir mjög fallegir og áferðirnar gera þessa pallettu súper áhugaverða. Það eru mis-glitrandi litir en þeir eru allir mjög klæðilegir og ég sé fram á að nota þessa mjög mikið.

Næsta vara er svo Scandal pallettan úr haustlínu YSL. Það kemur alltaf ein “limited” palletta í þessum sérstöku árstíða-“lookum” og í þetta skiptið er pallettan sjúkleg. Ég keypti mér hana um leið og mögulegt var, án þess að hafa séð hana annarsstaðar en á netinu. Ég kom heim og trúði því varla hvað hún var falleg og fullkomin og augnskuggarnir silkimjúkir. Þeir eru frekar sterkir svo maður byggir þá upp smátt og smátt til að fara ekki algjörlega “overboard”. Mæli með þessari ef þið finnið hana!

Þriðja pallettan er líka frá YSL en hún er hugsuð sem skyggingarpalletta fyrir augu og kallast Nude Contouring og er frekar kaldtóna augskuggapalletta. Það er til líka hlýrri týpa sem kallast Rosy Contouring sem mig langar virkilega að kaupa mér. Það er ótrúlega auðvelt að gera falleg og mismunandi augnlook með pallettunni og hún blandast eins og draumur og hentar bæði fyrir dag og kvöld. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með að nota þessa og look-pallettuna saman og það hefur verið að koma sjúklega vel út! 

Ég held að Hagkaup selji enn Blue Lagoon vörur svo ég set þennan Lava Scrub á listann. Ég prófaði hann í Bláa Lóninu um daginn og er strax sjúklega hrifin. Húðin varð silkimjúk, tandurhrein og dauðu húðfrumurnar allar farnar. Gef þessum fullt hús stiga.

Augabrúnagelið frá Lancôme er næst á listanum en ég hef ALDREI prófað eins gott augabrúnagel. Það er mjög spes gúmmíbursti á því sem gerir þetta allt bara svo einfalt því hann greiðir gelið jafnt í brúnirnar og úr verða miklu meira djúsi augabrúnir. Gelið helst allan daginn án þess að haggast og því er þetta orðið “holy grail” vara hjá mér.

Lancôme hyljarinn Effacernes Longue Tenue er fáránlega góður. Maður þarf næstum því ekki neitt, hann hylur allt svo eðlilega og helst á alveg þar til maður þvær húðina á kvöldin. Ég er búinn að eiga minn í frekar langan tíma og mér finnst ég ekki búin með neitt þó ég noti hann næstum daglega.

YSL Rouge Pur Couture varalitur er alltaf klassískur og ég mæli með lit 70 sem er hinn fullkomni bleik-nude litur fyrir öll tilefni. Ég er alltaf með minn í veskinu, sama hvert ég er að fara.

Biotherm Total Renew hreinsiolía sem freyðir. Ég fékk þessa að gjöf frekar nýlega og gæti varla verið meira hrifin. Biotherm fór í allsherjar breytingar á umbúðum nýlega og náðu að minnka plastnoktun um 20% sem er virkilega vel gert og svo komu þeir með nokkrar nýjar vörur. Þessi olía er ein af þeim vörum en hún leysir upp farðann í olíuforminu og svo þegar að maður bleytir hana byrjar hún að freyða og hreinsa betur upp úr húðinni óhreinindin sem safnast fyrir þar.

Nýjasta YSL ilmvatnið rekur svo lestina en það kallast Mon Paris og er hrein dásemd. Það er algjörlega ný vídd í YSL ilmum og virðist grípa mann nánast strax. Mamma er strax orðin “hooked” og er búin að reyna samningaviðræður við mig um að fá glasið mitt eftir að ég gaf henni prufu en ég er ekki alveg á því að láta glasið. Nýjasta kona YSL fær sína eigin umfjöllun síðar svo þið skulið fylgjast með! 

Ég mæli með öllum þessum vörum og auðvitað svona millljón í viðbót. Endilega kíkið í Hagkaup eða Debenhams um helgina og kynnið ykkur nýjungarnar sem rigna inn þessa dagana og fáið aðstoð frá sérfræðingum merkjanna til að velja réttar vörur á afslætti!

Þar til næst,
Þórunn

Mótaðu andlitið með YSL

DSC_0265Varan var gjöf send óháð umfjöllun

Ein af nýjungunum (þær eru nokkrar) fyrir haustið frá YSL eru handhægar og fallegar skyggingarpallettur sem eru að lenda í búðum núna. Ég hafði aldrei hoppað almennilega á Contour-lestina því mér fannst þetta hljóma alltof flókið og vildi ekki enda í skyggingarslysi með bremsufar í andlitinu (afsakið grafíska lýsingu). YSL róar svona stresspíur eins og mig með leiðbeiningum hvernig sé best að nota palletturnar og því að litirnir eru mjög náttúrulegir. Ég gleymdi að taka mynd af pallettunni þegar að hún var ný svo hún er orðin svolítið notuð!

Ég fékk pallettu númer 2 (Rose Contouring) sem er með pínu köldum tónum (brúni liturinn er ekki svona rosalega bleikur í raun og veru, hún myndaðist ekki alveg nógu vel) en númer 1 (Golden Contouring) er með gylltum undirtón. Ég held að ég gæti vel notað báðar en mér finnst 2 vera mjög þægileg og hef hana orðið með mér allt sem ég fer. Palletturnar innihalda 2 púðurliti, brúnan til að skyggja og ljósan til að lýsa. Litirnir eru frekar mildir og náttúrulegir (henta vel við öll tilefni) en það er hægt að byggja þá upp. Umbúðirnar eru klassískar gylltar YSL umbúðir með spegli í lokinu, með góðri lokun og hentugar í veskið en Contour palletturnar koma með smá flauelisumslagi til að geyma þær í sem hlífir þeim við rispum.

DSC_0275

Ljósa púðrið finnst mér eiginlega virka svolítið eins og photoshop í púðurformi því það lýsir upp svæðið sem það er sett á en gefur algjörlega óaðfinnanlega satín áferð. Ég var hrædd við að setja það á ennið (ennið mitt glansar frekar mikið þegar að líða tekur á daginn) en það einhvernvegin náði bæði að “blotta” og gefa fallega áferð svo ég er mjög ánægð með það og væri eiginlega til í að það væri stærra. Dökka púðrið gerir mjög eðlilegan skugga á minni húð án þess að það sé áberandi og því er ég mjög sátt, andlitið verður fallega mótað án þess að það sjáist sérstaklega.

Ég er mjög ánægð með Contour pallettuna mína og finnst gott að geta mótað andlitið aðeins betur, jafnvel þó ég sé að mála mig á hlaupum/í bílnum. Skyggingarpalletturnar eru komnar á alla sölustaði YSL á Íslandi og ég hvet ykkur til að fara og prófa að “swatcha” þær ef þið hafið tækifæri til. Fyrir þær sem vilja fá aðstoð frá sérfræðingum YSL við val á litum/vörum hefst kynning í Lyfjum og heilsu í Kringlu í dag (fimmtudag) og á meðan að kynningu stendur er 20% afsláttur! Ekki slæmt ef maður þarf aðeins að fríska upp á andlitið fyrir veturinn! Ég ætla að reyna að setja inn fleiri nýjungar frá YSL á meðan að kynningu stendur, ég keypti mér smá í gær og er búin að vera að prófa nokkrar undanfarið svo þið fylgist með!

Þar til næst,
Þórunn

Brúðarpalletta frá Viseart

DSC_0213Færslan er ekki kostuð, höfundur keypti vöruna sjálfur

Hæ! Ég er búin að vera á leiðinni í langan tíma að segja ykkur frá augnskuggapallettunum frá Viseart sem ég keypti mér í Bandaríkjunum en þar sem Viseart fæst nú hjá Fotia.is og því orðið auðvelt að nálgast þær er ekkert því til fyrirstöðu að henda í fyrstu færslu af þremur.

DSC_0217

Fyrsta pallettan sem ég ætla að segja ykkur frá er 03 Bridal Satin sem er hugsuð sem hin fullkomna brúðarpalletta með satínáferð en hún er kannski ekki beint hefðbundin að mínu mati þar sem áherslan er ekki bara á brúna/gyllta skugga. Ég var búin að bóka (ofan á allskonar aðrar farðanir) tvær mjög sérstakar brúðarfarðanir fyrir sumarið (góðar vinkonur sem mér fannst þurfa að gera extra fínar) og fannst ég verða að eiga þessa fyrir þær og verð að segja að hún stóð 1000% undir væntingum. Pallettan er samt enganvegin bara bundin við brúðkaupsfarðanir og er í raun bara satínpalletta sem hentar öllum aldurshópum, allt árið um kring. Ég segi öllum aldurshópum því mér finnst “reglan” að eldri konur megi bara nota matta skugga vera algjört kjaftæði og finnst satínskuggar fallegir á öllum.

Viseart augnskuggapallettur innihalda 12 augnskugga sem eru 2 grömm hver (til samanburðar er stakur MAC augnskuggi 1,5 grömm) svo maður er að fá mikið fyrir peninginn. Litaúrvalið í þessari pallettu er skemmtilegt, það er úrval af ljósum litum (ekki bara hvítur/ljósgylltur) og allir litirnir eru klæðilegir og það er auðvelt að raða þeim saman/nota með öðrum pallettum. Formúlan er silkimjúk og “buttery” en á sama tíma mjög litsterk og það er auðvelt að blanda skuggana. Endingin á augunum er mjög góð sem er mikill kostur fyrir olíuaugnlok eins og mín en ég nota samt oftast primer undir til öryggis. Set swatches hér fyrir neðan, enginn primer undir og bara ein stroka með puttunum.

DSC_0222Skuggi nr 2 frá toppi virðist vera mjög patchy en hann er mjög þéttur og góður

DSC_0227

Viseart er franskt snyrtivörumerki og eru allar vörur handgerðar úr hágæða hráefnum í París. Stofnendur merkisins vildu búa til hágæðavörur sem væru náttúrulegri en það sem var í boði og að vörurnar væru að öllu leiti án skaðlegra efna en þær eru framleiddar án “mineral oil”, phenoxyethanol, sulfíða, SLS, þalata, paraffína og parabena. Viseart hefur aldrei prófað á dýrum. Fotia.is tók merkið í sölu nú á dögunum og eins og er fást 8 tegundir af stóru pallettunum (12 skugga) og 3 af minni pallettum (6 skugga) en mér skilst að það sé meira á leiðinni. Stóru palletturnar kosta 14990 krónur á fotia.is sem ykkur finnst kannski hljóma mikið en ef við reiknum þetta niður á augnskuggann þá er hver skuggi á c.a. 1250 krónur og það 2 gramma hágæðaskuggi! Minni palletturnar kosta 9990 krónur og þá er hver skuggi að kosta 1665 krónur. Ég ætla ekki að fara út í verðin á erlendu síðunum því ég er hreinlega ekki viss hverjar þeirra senda til Íslands og er ekki viss um að það borgi sig endilega heldur (palletturnar kosta 80 dollara í Bandaríkjunum og með sendingu og aðflutningsgjöldum held ég að það borgi sig hreinlega ekki að panta að utan).

Ég mæli með Viseart!

Þar til næst,
Þórunn

 

Nýjung fyrir augabrúnir frá YSL

DSC_0052
Höfundur fékk vöruna að gjöf

Loksins má ég segja ykkur frá nýrri vöru sem er að lenda í búðum á allra næstu dögum en það er augabrúnapalletta frá YSL sem er fullkomin í snyrtibudduna. Ég fékk pallettuna að gjöf í sumar en komu hennar til Íslands seinkaði aðeins og því ætti hún að fara að sjást í YSL stöndum fljótlega. En nú skulum við vinda okkur í þetta!

DSC_0058

Hér sjáið þið pallettuna en mín er í lit 1 af tveimur, hin er dekkri. Ég hafði áhyggjur af því að hún væri of ljós fyrir mig en grábrúni liturinn er hands-down besti augabrúnapúðurlitur sem ég hef prófað! Ég nota hann oftast, tek svo stundum miðjulitinn og gef augabrúnunum smá hlýju og meiri fyllingu og svo nota ég neðsta litinn oft hversdags sem “highlight” undir augabrúnina. Pallettan inniheldur þægilegan skáskorinn bursta og lítinn plokkara sem er gott að grípa í ef maður verður var við auka hár sem mega fjúka. Eina sem mætti vera í pallettunni til viðbótar er “spoolie” greiða en hún væri ef til vill alltof stór. Litirnir haldast vel á húðinni, ég set oftast lit í brúnirnar um 8 leitið á morgnanna og þær eru nákvæmlega eins þegar að ég þvæ mér á kvöldin svo ég er alltaf jafn ánægð.

DSC_0061

Umbúðirnar eru klassískar YSL umbúðir, gylltar og fágaðar með spegli í lokinu. Þær lokast vel og haldast þannig (hef enn ekki lent í að svona YSL “compact” opnist í tösku, vona að það gerist aldrei).

Mér finnst gott að vera með þessa pallettu í snyrtibuddunni því hún inniheldur allt sem maður þarf til að augabrúnirnar virðist veglegri og þéttari. Maður þarf mjög lítið í einu svo ég reikna með að þessi endist mér í langan tíma, ég rétt snerti yfirborðið og það er nóg fyrir heila augabrún. Það er gaman að toppa þetta svo með Couture Brow augabrúnagelinu sem gefur auka dýpt og heldur augabrúnunum pikkföstum allan daginn, þið sem eruð með löng og strjál hár í augabrúnunum eins og ég gætuð viljað nota svona kombó.
Ég mæli með augabrúnapallettunni fyrir alla sem vilja fallegri augabrúnir án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því.

Þið fáið vörurnar frá Yves Saint Laurent í Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum, Lyfjum og heilsu í Kringlu, Debenhams Smáralind, Jöru á Akureyri og versluninni Bjargi á Akranesi.

Þar til næst,
Þórunn

 

1 2 3 4 58