MAC <3 VIVA GLAM

vivaglam

HÆ! Ég hef áður skrifað um Alþjóðlega alnæmisdaginn eða World AIDS Day hér á blogginu en fannst kjörið að skella inn nýrri færslu í tilefni hans, 1. desember og líkt og fyrri ár heldur MAC á Íslandi þennan dag hátíðlegan.

Yfir 40 milljón manns lifa með HIV-smit eða alnæmi (AIDS) í heiminum og rúmlega 5.000 manns láta lífið af völdum sjúkdómsins daglega. Þetta er því málefni sem snertir okkur öll þar sem engin lækning er fyrir hendi eins og er og HIV spyr ekki um kyn, húðlit eða kynhneigð. Það er mikilvægt að það sé almenn vitneskja að þó einstaklingur smitist af HIV-veiru þá þýðir það ekki að hann smiti aðra við daglega umgengni.

2785191

HIV/AIDS er málefni sem er MAC sérstaklega kært og hefur fyrirtækið starfrækt styrktarsjóð tileinkaðan málefninu í 22 ár en hann kallast The MAC AIDS Fund. Sjóðnum var komið á laggirnar 1994 og hafa frá stofnun safnast um 355 milljónir dollara, hvaðanæva af úr heiminum, það væri svosem ekki frásögum færandi nema fyrir það að hver einasta króna, hvert einasta sent sem safnast hefur, kemur af sölu Viva Glam varalita og glossa. Sjóðurinn styrkir mörg ólík samtök um allan heim sem öll eiga það sameiginlegt að veita þjónustu til þeirra sem smitaðir eru. Því má eiginlega segja að hver einasti dagur sé alþjóðlegur alnæmisdagur hjá starfsmönnum MAC þar sem að það skiptir engu máli hvar í heiminum maður verslar Viva Glam vörurnar, þú ert alltaf að styrkja sjóðinn. Á hverju ári er fengin ný talsmanneskja fyrir Viva Glam en undanfarin ár hafa t.d. Miley Cyrus, Ariana Grande, Rihanna og Lady Gaga gengt því hlutverki. Talsmenn Viva Glam fá einn lit sem lifir í ár í senn, að árinu loknu hverfur liturinn og annar kemur í hans stað, það hafa stundum komið 2 litir frá sama talsmanni en ég er nokkuð viss um að það er einn á ári.

  • 1 Viva Glam varalitur kaupir næg lyf til þess að hindra HIV-smit frá móður til barns, fyrir 2 börn í Afríku
  • 1 Viva Glamn varalitur kaupir skólabækur fyrir 7 HIV-smituð börn í Afríku
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir ársbirgðir af lyfjum fyrir fullorðinn HIV-smitaðan einstakling í Zimbabwe
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir jólagjöf fyrir HIV smitað barn svo það geti haldið áhyggjulaus og hátíðleg jól

vivaglammileycyrus

MAC á Íslandi hefur veitt félaginu HIV Ísland styrki úr sjóðnum oftar en einu sinni og hafa þeir styrkir farið í að fjármagna forvarnarstarf fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla landsins. Í ár ætlar MAC á Íslandi að vera með Viva Glam gleði dagana 1.-3. desember þar sem starfsmenn MAC í Kringlu og Smáralind hjálpa ykkur við val á Viva Glam vörum og að fullkomna ykkar Viva Glam look. Kaup á Viva Glam vöru eru fullkomlega réttlætanleg (fyrir þá sem eru eins og ég og þurfa alltaf að réttlæta öll kaup) og má flokka sem góðverk í jólagjafainnkaupunum.

Sjáumst með Viva Glam á vörunum!

Þar til næst,
Þórunn

Maska-primer-magnari frá Origins

dsc_0069Varan var gjöf

Origins sneri aftur til Íslands nú á dögunum eftir nokkurra ára fjarveru og var mér ásamt nokkrum öðrum bloggurum/snöppurum/blaðamönnum boðið í smá kynningu á vegum merkisins. Allir fengu sérmerkta poka með vörum sem sérfræðingum merkisins fannst líklegt að myndu henta einstaklingnum og í mínum poka leyndust vörur sem hittu beint í mark. Ég ætla í þessari grein að segja ykkur frá einni vöru og einnig lauslega frá merkinu.

brand

Origins er merki sem var stofnað árið 1990 þar sem stofnendur sáu þörf á einhverju sem væri öflugt og með virkni en á sama tíma einfalt, minimalískt og  umhverfisvænt. Lausnin var að búa til vörur sem nýttu kraft plantna ásamt því að huga að umhverfinu og náttúrunni allri í öllu ferlinu frá því að varan er framleidd þar til viðskiptavinurinn klárar úr krukkunni. Ilmkjarnaolíur og önnur náttúruleg innhaldsefni er grunnurinn sem fyrirtækið byggir á og staðfestan við upprunaleg markmið gefur fyrirtækinu sérstöðu á stórum markaði.
Í dag, 26 árum eftir stofnun, er Origins enn að huga að sjálfbærni og umhverfismálum t.d. með því að nýta einungis endurnýtanlega orku í framleiðslu og planta trjám í stað þeirra sem felld eru fyrir framleiðsluna. 

Varan sem ég ætla að segja ykkur frá í dag er Maskimizer™ sem er í raun maskamagnari eða maskaprimer, vara sem eykur virkni maskans sem notaður er yfir og hjálpar honum að ná dýpra í húðina ásamt því að gefa raka. Formúlan inniheldur rauðþörunga sem hjálpa til við að koma jafnvægi á rakastig húðarinnar.
Vökvinn kemur í spreybrúsa sem er mjög handhægur í notkun, eftir venjulega húðhreinsun er vökvanum spreyjað yfir andlitið og dúmpað létt yfir með höndum þar sem vökvinn opnar húðholurnar. Þegar að vökvinn hefur þornað svolítið er maskinn settur á og það eru öll vísindin í ásetningu. Það á ekki að nota “peel-off” maska yfir þetta sprey. Formúlan er án þalata, parabena og súlfata.

Fyrst þegar að ég sá Maskimizer™ auglýstan hélt ég að þetta væri bara eitthvað bull, það breyttist samt fljótt þegar að ég fór að sjá umfjallanirnar. Ég ætlaði svo að kaupa brúsa í Sephora í vor en þá var þetta auðvitað uppselt og var því rosa kát að sjá þetta í pokanum mínum. Ég fór beint heim í húðhreinsun og ákvað að prófa að setja kolamaskann frá Origins yfir (ég hef elskað hann frá fyrsta testi) og sá strax að hann var að ná meiru upp úr húðholunum og húðin var hreinni. Það var líka auðveldara að taka kolamaskann af heldur en venjulega því það var meiri raki í húðinni. Ég er svo í dag búin að prófa að nota spreyið undir alla maska sem ég á (ég á sko enga peel-off maska, ég er hrædd við þá) og ég get sagt að það hefur hver einn og einasti virkað betur en venjulega, bæði hreinsi- og rakamaskar.

Ég gef Maskimizer™ mín meðmæli og finnst t.d. mjög sniðugt að það séu til kassar hjá Origins sem innihalda lítinn brúsa af spreyi með 3 möskum fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu. Þó þetta sé aukaskref í hreinsirútínuna er þetta skref sem tekur enga stund og er margfalt þess virði því við viljum auðvitað að maskinn geri sem mest. Þið fáið Origins í Lyfjum og heilsu í Kringlu og Hagkaup í Smáralind.

Þar til næst,
Þórunn

Tvöfaldur olíu-leirmaski frá Glamglow!

dsc_0255Varan er gjöf

Eins og þið hafið örugglega séð allsstaðar er Glamglow (loksins) komið í verslanir á Íslandi. Ég var svo heppin að fá boð í kynningarpartý á vegum Glamglow á Íslandi þar sem gestir fengu fræðslu um allar vöruflóruna og fengu að prófa að pota í þær, að lokum fóru allir heim með falleg box sem innihéldu vörur frá merkinu til að prófa. Ég ætla að segja ykkur frá einni af mínum prufuvörum sem var Powermud maskinn sem hefur tvöfalda virkni. Þessi tvöfalda virkni felur í sér að hann er bæði hreinsi- og einskonar rakamaski.

glamglow

Powermud maskinn er lúmskur hreinsimaski fyrir allar húðtýpur sem hreinsar djúpt án þess að erta húðina en gefur henni raka á sama tíma. Maskinn hentar minni húðgerð mjög vel, ég er búin að vera með þurrk undanfarið (kuldinn fer ekki vel í mig) en á sama tíma hef ég verið að fá bólur og fílapensla á T-svæðið, en eftir notkun 2-3 sinnum í viku hefur húðin náð jafnvægi. Ég nota farðabusta til að bera þunnt lag af maska á þurra húð sem er látið liggja í 5-10 mínútur en ég gleymi mér stundum og læt hann liggja heila eilífð. Maskinn ertir húðina ekki svo ég stressa mig ekki á þessu. Maskinn verður kaldur þegar að hann þornar sem er mjög róandi og þægilegt og maður sér hann vinna á fílapenslunum því það koma göt í maskann þar sem hann er að sjúga upp fitu og drullu.
Þegar að kemur að hreinsun bleytir maður hendurnar og nuddar svo maskann með hringlaga hreyfingum þar til að hann breytist í einskonar olíublöndu sem nærir húðina, að því loknu er maskinn þrifinn af (ég nota þvottapoka).

Maskinn byggir á fjórum höfundarréttarvörðum efnasamböndum en þau eru:
OILIXER™ – Olíublanda sem samanstendur af fjórum olíum, myrruolíu, furuolíu, Frankincense olíu og að lokum kaktusfíkjuolíu (prickly pear oil).
CLAYTOX™ – Leirblanda sem inniheldur meðal annars Brasilískan hvítan leir sem hreinsar húðina án ertingar.
PUREIFIER™ – Djúphreinsar húðina ásamt því að næra hana og fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði hennar.
TEAOXI Velvet Leaf – Nærir húðina og hreinsar.

Maskinn er án parabena, súlfata og þalata sem ég kann virkilega að meta, maður setur nógu mörg efni á húðina alla daga og því ágætt að skoða magnið. Maskinn hreinsar mjög vel upp úr svitaholum og gefur húðinni auka raka-næringar-boost sem er virkilega þörf á þessa dagana. Þegar að hann er þrifinn af er húðin ekki stíf eins og eftir flesta hreinsimaska svo það er til merkis um það hversu mildur hann er. Ég er búin að fá nokkra til að prófa maskann fyrir mig og það hafa allir gefið honum jákvæða umsögn, fólk með mismunandi húðgerðir og á mismunandi aldri. Mér sjálfri finnst hann frábær og að ég sjái virkilegan mun eftir hverja notkun

dsc_0261

Powermud (og Powercleanse) eru þær vörur sem ég vissi minnst um þegar að ég sá þær, ég hafði prófað t.d. Supermud (mjögmjömjögmjög öflugur hreinsimaski) en vissi bara ekki af þessari grænu línu. Græna línan er líklega sú lína sem hentar mér best hjá Glamglow og ég get alveg séð fyrir mér að kaupa nýjan þegar að þessi klárast. Hreinsirinn úr línunni var tvöfaldur, bæði leir og olíuhreinsir með tvöfaldri pumpu sem er mjög áhugavert “concept” því maður stillir sig svolítið af sjálfur með hlutföllin eftir þörfum.

Þið fáið Glamglow í Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlu, Hagkaup Garðabæ, Kjólum og konfekti á Laugavegi, Lyfjum og Heilsu Glerártorgi (Akureyri) og Lyfjum og Heilsu í Kringlu en þar eru mjög fallegir standar frá Glamglow sem geta bara ekki farið fram hjá ykkur.

Þar til næst,
Þórunn

Urban Decay er loksins komið í Hagkaup Smáralind!

dsc_0121Færslan er ekki kostuð

Loksins loksins erum við komin með Urban Decay í sölu á Íslandi (við snyrtivörufíklarnir þ.e.). Hagkaup í Smáralind opnaði aftur síðastliðinn laugardag eftir miklar breytingar þar sem búðin sjálf var minnkuð en snyrtivörudeildin (að mínu mati mikilvægasta deildin fyrir utan nammiland) var stækkuð. Í þessari nýju deild er að finna fyrsta Urban Decay counter landsins sem ég var svo heppin að fá að mynda áður en búðin opnaði formlega og fylgjast svo með deginum.

dsc_0125

Urban Decay er merki sem hentar öllum, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi – sama hvort þeir vilji grænan shimmervaralit, léttan farða, neon-augnskugga eða bara eitthvað látlaust og fínt. Ég rokka svolítið á milli þessara hópa og fagna því að fjölbreytileikinn hafi orðið enn meiri í snyrtivöruflórunni hér á landi.

dsc_0128

Einnig náði ég að smella nokkrum myndum af röðinni sem hafði myndast fyrir utan verslunina en fyrstu viðskiptavinirnir fengu kaupauka og það var happadrætti með veglegum vinningum fyrir þá sem voru í röðinni.

dsc_0137

dsc_0155

Það gleður mig að segja ykkur frá því að vörurnar eru á mjög góðu verði hér á landi og svona til dæmis þá keypti ég Moondust pallettuna á 8299 kr, Naked palletturnar voru undir 8 þúsund og varalitir á 2999 krónur (ég keypti mér varalit í gær og tjekkaði á verðinu). Í gær byrjuðu svo TAX FREE dagar á snyrtivörum í Hagkaup sem þýðir að það er afsláttur af þessu (núþegar) fína verði.

dsc_0189

dsc_0193

TAX FREE þýðir einnig að þið getið fengið aðstoð frá sérfræðingum merkisins við val á vörum svo allir geti farið sáttir heim, þessar á myndunum hér að ofan fengu létta kennslu á vörurnar en sérfræðingarnir luma á ýmsum ráðum. Ég kom við í Hagkaup í gær að kaupa varalit og gæti mögulega kíkt aftur um helgina til að finna mér eitthvað fínt fyrir jólahlaðborð helgarinnar. Ég vona að þið fallið fyrir Urban Decay eins og ég gerði þegar að ég kynntist merkinu fyrst og hikið ekki við að prófa ykkur áfram og finna ykkar stíl.

Þar til næst,
Þórunn

 

3 dagar í Urban Decay – 3 vörur af mínum óskalista

ud3

Í dag eru 3 dagar í að Hagkaup í Smáralind opni endurbætta verslun sem mun innihalda eitt af mínum “all-time” uppáhalds merkjum en það er Urban Decay. 3 dagar! Ég er mjög spennt og langaði að segja ykkur frá þessu (alveg óumbeðin samt) en verslunin mun opna klukkan 10:00 þó svo að húsið opni 06:00. Milli 08:00 og 10:00 verður skemmtilegt happadrætti þar sem þeir sem eru mættir eiga möguleika á að vinna glæsilega UD vinninga (ég frétti að þeir væru sérstaklega flottir). Fyrstu 100 sem versla fá glaðning frá UD sem er ekki amalegt.

Þar sem að í dag eru 3 dagar í opnun tók ég saman 3 vörur sem mig langar í frá merkinu (aldrei að vita hvort ég kaupi þær kannski á laugardaginn):

All Nighter farðinn frá Urban Decay finnst mér vera mjög spennandi farði. Ég elska Naked Skin Foundation (kaupi hann aftur og aftur, á alltaf backup ef ég skyldi klára hann) svo ég hlakka til að prófa þennan og sjá hvort hann sé jafn góður eða jafnvel betri. Farðinn á að vera mjög þekjandi, mattur og vatnsheldur svo hann endist og endist.

Moondust pallettan frá Urban Decay er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Moondust augnskuggarnir eru mjög “sparkly” og minna svolítið á eye-dust því þau eru litsterk, áberandi og glitrandi. Litirnir í pallettunni eru mjög skemmtilegir (ég er sérstaklega veik fyrir þessum bláa) og ég get ekki beðið eftir að geta skoðað hana betur. Ég hef swatchað hana tvisvar áður og get ekki enn hætt að hugsa um hana.

Síðasta varan er 24/7 augnblýantur í litnum Heartless frá Urban Decay en Heartless er fölbleikur sanseraður augblýantur sem er hugsaður sem fjölnota vara. Það má nota hann sem venjulegan augnblýant en það er einnig hægt að nota hann allsstaðar þar sem maður vill birtu eða ljóma (t.d. innri augnkrók, vatnslínu, undir augabrún eða á kinnbein). Ég er tvisvar búin að reyna að kaupa hann erlendis en hann hefur alltaf verið uppseldur svo Urban Decay í Smáralind – I’m coming for you!

Þetta eru 3 vörur af mínum óskalista, listinn spannar auðvitað næstum allar vörur sem ég á ekki nú þegar svo þetta var erfitt val. Ég hlakka til að geta skoðað þær og hlakka einnig til að geta skotist út í búð þegar að mig langar í eitthvað frá merkinu og sleppa við netpantanirnar, biðina og vesenið sem fylgir því að panta vörur að utan. Ég vona að þið verðið jafn ánægð með komu Urban Decay til Íslands eins og ég og ég hlakka til að rekast á ykkur í Smáralind.

Fyrir áhugasama er facebookviðburður hér: https://www.facebook.com/events/336462320048197/

Þar til næst,
Þórunn

 

1 2 3 4 60